Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 6
, 194 . LfiSBÓK MORGUNBLAÐSINS hugsun. Þó hafá þeir verið sam- vistum í sjö ár. Finnur hefur ein- hvernveginn allan þennan tíma staðið fyrir utan tilveru hans. Hann hefur aldrei verið honum neitt. Meðan Lauga liíði var það hún, sem var hans líf og yndi. Að henni látinni voru það drengirnir. Hafði Finnur verið vondur við konu sína? Nei, en var hann henni þá góður? Ekki heldur. Og hálf- partinn rennir Grímur í það grun, að Lauga hafi ekki verið hamingju- söm í hjónabandinu. En mildi hennar og jafnaðargeð breiddu yf- ir allar misfellur. Og nú minntist hann ummæla, sem kunningi Finns hafði eitt sinn um hann: „Það er undarlegur maður hann Finnur Júlíusson. Hann er hvorki góður nje vondur. Það er því lík- ast, sem hann þræði línu, sem liggur milli þessara tveggja and- stæðna. Og honum skrikar aldrei fótur til hvorugrar hliðar.“ En nú finnst Grími að út af venju hafi brugðið og að fótur tengdasonar- ins hafi hratað að þeirri hlið, sem verri var. En svo hverfur Finnur úr huga gamla mannsins og á þangað ekki afturkvæmt. En í *tað þess renn- ur upp fyrir honum það, sem fyrir dyrum stendur. Veist þú hvað það er að skilja við það, sem er manni lífið sjálft? Ætli að það geti ekki orðið full þung byrði þeim, sem ungur er og hraustur? Hvað þá niðurbrotnu gamalmenni? Það er því líkast, að broddi sje lagt í hjartað og kvöl, sem engin orð fá lýst, læsir sig um sál Gríms. Og tregi hans er vonlaus. Hann veit, að hann fær aldrei framar að sjá litlu einkavinina sína. Og í ör- væntingu sinni biður hann Guð að lofa sjer að deyja og taka þenn- an kaleik frá sjer. En bæn hans er ekki heyrð. Að þrem dögum liðnum rennur upp burtfararstundin. Einhvern veginn var því þannig hagað, að drengirnir urðu lítið á vegi hans þessa síðustu daga. Og hann gerði heldur enga tilraun að hitta þá. Hann var skilinn við þá fyrir fullt og allt. Morguninn þegar hann fór, voru þeir ekki vaknaðir Enginn minntist á þá. Og máske var það best. Guðfinna rjetti gamla mann- inum höndina að skilnaði og segir: „Líði þjer vel“. Og sennilega hefur hún farið nærri um tilfinningar hans, því hún bætir við vingjarn- lega: „Jeg skal vera drengjunum góð“ Finnur fylgir tengdaföður sínum þangað sem bíllinn er og ber pokann hans. í honum eru föt hans. En aleigu sína hefur hann skilið eitir hjá Guðfinnu. Þetta er stór áætlunarbíll, fullur af íóiki. Bílstjórinn tekur við pok- anum og lætur hann hjá öðrum farangri. Grímur gamli staulast upp í bílinn og einhver farþegi inn- an frá, rjettir hjálparhönd. Hann snýr sjer við og rjettir Finni hönd í kveðjuskyni. Handtak þeirra er líkast, að tveir steinar snerti laus- lega hvor annan. Og bíllinn renn- ur á stað. Það ljettir ögn yfir gamla manninum. Hugsanirnar dreifast í þessu nýja umhverfi. Hann er aldursforseti í þessum stóra bíl og þeir sem yrða á hann gæta þess að mæla til hans vin- gjarnlega. Um hádegi nemur bíllinn stað- ar við matsölustað. Ungur maður hjálpar honum út úr bílnum og spyr, hvort hann ætli ekki að fá sjer að borða. Jú, hann ætlar að fá sjer mjólk og brauð og ungi maðurinn útvegar honum það og borgar, þrátt fyrir mótmæli gamla mannsins. — í dag eru allir svo góðir. Síðla dags nemur bíllinn staðar við götuslóð, sem liggur heim að litlum bæ, sem stendur upp undir lágri heiði. Þangað frá aðalvegin- um er kippkorn. „Það er víst hjerna, sem þú átt að skilja við okkur, gamli minn“, segir bílstjórinn, vindur sjer út úr bílnum og hjálpar Grími, sem orð- inn er stirður eftir þessa löngu ferð. Síðan nær hann í pokann hans og segir: „Hann ætlar ekki að láta þig bíða hjer lengi, nýi húsbóndinn. Hann er að koma“. Grímur kastar kveðju á sam- ferðafólkið, en bílstjórinn gengur með honum upp fyrir veginn og heldur á poka hans. Hann leggur hann frá. sjer við þúfu og segir Grími að tylla sjer niður á hana. Að því búnu kveður hann. Eftir andartak er bíllinn úr augsýn. Þegar Grímur er orðinn einn, steypist yfir hann blýþungur söknuður og örþrota einstæðings-- kennd. Honum finnst hann vera útburð- ur, sem lífið hefur fleygt út á hjarnið. Alstaðar er myrkur, eng- in von um hjálp. Hann hrekkur upp úr þessum dapurlegu hugsun- um við það, að á hann er yrt. — Það ec húsbóndi hans tilvonandi, Jón á Heiðarbrún, ungur maður, hæglátur í fasi. „Þú ert að vonum þreyttur“, seg- ir hann. Svo teymir hann hestinn að þúfunni og hjálpar Grími á bak, hagræðir fótum hans í ístöðunum og leggur tauminn upp á makk- ann. Að því búnu kastar hann pokaskjattanum á bak sjer og þeir halda af stað upp götuna. Þegar heim á hlað er komið, kemur út ung kona og í kjölfar hennar trítl- ar lítil stúlka, á að giska þriggja ára. Konan heilsar og býður hann velkominn. Og hún bætir við bros- andi: „Hjer sjer þú allt heimilis- fólkið saman komið.“ Grímur er búinn að dvelja mán- uð á Heiðarbrú. Söknuður hans og hugarkvöl lina ekki tökin. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.