Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 10
199 r LESBÓK MORGUNBLAÐSIN^ hluti holtsins kallaður Skólavörðu- holt. LÆKURI'IN var mesti vnd æJa- gripur. IL Jði hann það o.t til að hlaupa yíir Austurvöll, svo að hann varð eins cg halsiór y'ir að líta. Eru fráleitt til scgnir um allar þeer skráveií'ur, sem lækurinn gerði bæarbúum. Fyrsta flcðið, sem menn hafa sagnir af, stafaði af sjávarfyllu. Var það árið 1799 í veðrinu mikla þegar Básenda tók al. Ijá varð sjávarfyilan svo mikil hjer inni í Sundum að sjór „gekk 5 álnum hærra ,en í öð-vm stó-str'ums'1óð- um“, segir Geir biskup Vídalín. Þá gekk s'órin- þve't yiir Se’tiarnar- nes mi’.li Skerjaijarðar og Eiðis- víkur. Hjer kom fvllan upp ’ækinn og alka leið inn í tjörn. í þessu flóði stórskemmdist Örfirisey, svo að býli þar lögðust í eyði. Annað sjávarflóð mikið kom á jólaíöstu 1832. Kom flóðið upp í lækinn og yíir allan Austurvöll. Þriðja flóðið kom í miðþorra 1363. Það orsakaðist af asahláku, en snjór hafði verið með mesta móti. Stíflaðist þá lækurinn og varð af geisimikið flófl í M *K"r'—r"‘"s og segir í blaði þá: „Og sjá, himin- raufarnar opnuðust, og þar kom hláka mikil. Og snjónnn varð á svipstundu að vatni. Og vötnin leit- uðu til sjávar. En vötnin höfðu ekk,; framrás. Og það skeði svo, að þau söfnuðust öll saman í borginni og þurlendið hvarf og þar varð sjór mikill. Og vir.durinn bljes á vatnið; og þar risu stórar öldur og æstust mót bústöðum mannanna. Og öll borgin skalf af ótta. Og borgarlýð- urinn kallaði hátt og sagði: Vjer íorgöngum“. Fjórða stórflóðið kom á þorra- þrælinn (19. febrúar) 1831. Það var frostaveturinn mikla. Þá hafði ver- ið grimdarfrost dag eftir dag frá 10. janúar. með stórvúðri og fann- komu. Höfnin var samfeld ísbreiða langt út fyrir eyar. í öndverðum febrúar íóru menn með lík á sleða frá Engey til fcær.rins, og þá var riðið út í Viðey. En 18. íebrúat gerði h'áku cg d ginn elt'r var hv.ssviðri aí suðaustri með fá- dæma rigningu. Stnlaðist þá læk- urinn og varð af mesta ílóð, sem sögur fara af. Vatnið fylti alla kjali -ara í Miðbænum og komst sums staðar inn í húsin, og yfir austur- hluta Austurvallar og Lækjargötu var þá ekki íært nema á bátum. því að vatnið tók mönnum þar í mitti, m í Austurstræti mitt á milli Úivegsb .kinn cg Hress g s .áknn, var maður nokkui æ d ukkn ður, M tthías Joc- h msson orkti skopkvæði um þetta ióð, og er þar í: Æddi hrö.nn, en hræddist þjóð, hús og stræti ílóa, sást ei þvílíkt syndaflóð síðan á dögum Nóa. Húsin sýndust selasker, sukku strætamörkin. Fólkið vildi forða sjer, fanst þó hvergi örkin. Þetta eru stærstu flóðin. En oft komu minni flóð, einkum ef hvass útsynningur var, því að þá bárust stórkostlegar hrannir af þangi og þarabrúki upp í fjöruna og stíflaði það stundum lækjarósinn. Stund- um varð flóðið ekki meira en svo að menn komust húsa á milli á þann hátt að leggja borð á steina meðíram húshliðunum. Þetta gat þó verið hvimleitt, og sjerstaklega vegna þess, að altaf þurfti að fá mannsöínuð til þess að hreinsa lækjarósinn, og það kostaði fje, en fje var ekki altaf í bæarsjóði. Þeir, sem unnu að hreinsun óssins, fengu venjulega 40 sk. á dag, en vegna þess hvað þetta var vond vinna, koms', sá siður fljóxt á að hygla þeim einni skonroksköku og nógu brennivíni til þess að skola henni niður. Það var lengi eitt af skylduverk- um lögregluþjónanna að hafa gát á læknum og segja til í tíma ef hætta var á að hann mundi stíflast. En þ’eim hætti við að gleyma þessu, og því fór sem fór, að lækurinn va; altaf annað slagið að gera mönnum skráveifur. EKKERT vað var á læknum nema út við ósinn, niður úr Arnarhóls- tröðum. — Þar var líka snemma (1828) gerð göngubrú og önnur fr:m af Kóngsg rði. Var sú með híum hmdriðum og stórum hurð- um. Þriðja brúin var sett við end- ann á Austurstræti, vegna þess að þar í brekkunni fyrir ofan var eina bökunarhús bæarins um langt skeið, Bernhöftsbakarí. Þangað sóttu allir brauð. Þess vegna varð það Miðbæingum og Vesturbæing- um hið mesta óhapp, þegar flóð kom í lækinn, að þá gátu þeir ekki náð í brauð. Þegar Stefán Gunnlaugsson land -fógeti bygði hús sitt í Ingólfs- brekku kippkorn fyrir sunnan Bern -höft (það var 1838), þá fekst bær- inn ekki til þess að gera veg þang- að. Varð Stefán því sjálfur að kosta vegargerð meðfram læknum og brú á hann niður af húsi sínu. Fjórða brúin var gerð niður af Latínuskólanum eftir að hann var bygður, og fekk hún nafnið Skóla- brú, en það nafn færðist líka yfir á brautina upp að skólanum og seinna, á götuna handan við læk- inn. Fimta brúin kom á lækinn 1882 niður af Skálholtskotslind. Veitti bæarstjórn fje til þess að smíða brúna og gera afgirtan veg upp að lindinni. Var það gert til þess að greiða fyrir Miðbæingum að ná • vatn, því að brunnurinn, sem Fryd- ensberg hafði látið grafa austur af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.