Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 199 kirkjunni, kom aldrei að neinu gagni. Árið 1866 var brúin niður af Bankastræti tekin af og steinbrú gerð þar í staðinn. Var það Sverrir Runólfsson steinhöggvari, sem stóð fyrir því verki. Og það getur verið lýsing á hugsunarhætti manna hjer í Reykjavík á þeim dögum, að þeir töldu þessa brú hið stórkostlegast.r mannvirki. Upp úr þessu varð sú breyting á, að þarna varð aðal um- ferðaleiðin upp úr bærium, en um- ferð um Arnarhólstraðir tók að leggjast niður. Árið 1835 hafði ver- ið ruddur vegur frá Skólavörðunni og nokkuð niður í holtið. Var hann ætlaður Reykvíkingum til skemti- göngu einvörðungu, og þess vegna var bannað að fara með hesta um hann. Þessu var þó ekki hlýtt og spiltist vegurinn brátt svo að 1844 urðu borgarar í bænum að láta gera við hann. Bankastræti var að vísu aðeins ruddur vegur fram um 1880, en þegar er steinbrúin var komin á lækinn beindist umferð að og frá bænum eftir þessum göt- um. LÆKJARTORG var áður grasi gró -inn blettur og þar höfðu ferða- menn löngum tjöld sín og þar bjuggu lestamenn upp á hesta sína. Mun það meðal annars hafa ráðið um, að 1833 þvertóku yfirvöldin fyrir að bygt yrði þar, og þess vegna hefur þessi blettur geymst óbygður, til mikils hagræðis fyrir umferðina í bænum, þótt hann hefði að vísu mátt vera miklu stærri. Það vakti líka fyrir Rosenörn stiftamtmanni einu sinni, að gera Lækjartorg að markaðstorgi. Var að hans undirlagi gefin út opinber fyrirskipan í febrúar 1849, að mark- aður skyldi haldinn á Lækjartorgi tvisvar sinnum á ári, eða dagana 8.—10. maí og 24.—29. september. Lítið varð úr þessu, en það hefur þó hjálpað til að vernda Lækjar- torg. FYRSTA húsið, sem bygt var við lækinn reis af grunni árið 1822. Var það bygt suður undir tjörninni, þar sem lækurinn fell úr henni. Hús þetta bygði Guðbrandur Stefáns- son járnsmiður. Húsið var endur- bygt tvílyft árið 1892 og var lengi kallað Waageshús. Næsta húsið er svo bygt 1840 niður hjá lækjarósnum. Það bygði Carl Siemsen kaupmaður og stend- ur það enn og kalla ýmsir eldri menn það Zimsensbúð, vegna þess að Jes Zimsen rak þar verslun um mörg ár. Hús þetta var bygt á mal- arkambinum og enginn grunnur undir því, heldur voru undirlægj- urnar látnar hvíla á mölinni. Fyrir nokkrum árum fór fram viðgerð a húsinu og kom þá í ljós að undir- lægjurnar voru alveg ófúnar, og þökkuðu smiðirnir það því, að alt vatn hefði hripað jafnóðum niður í sjávarmölina, og trjen því aldrei legið í bleytu, þótt enginn grunnur væri undir þeim. Þetta er fyrsta húsið, sem byggingarnefndin í Reykjavík hafði umsjón með. Hún hafði verið sett á laggirnar árið áður. Fram að þessum tíma hafði það verið skylda að láta hvern mann fá ókeypis byggingarlóð. En árið 1852 er fyrsta byggingarlóðin seld og var hún austur við læk. Lóðina keypti Knudtzon kaupmaður og bygði þar húsið, sem Sigfús Ey- mundsson eignaðist síðan og stækk -aði. Það stendur þarna enn á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Jafn- framt því sem þessi lóð var seld, var ákveðið að gera götu meðfram læknum „suður að Gunnlaugssens- brú“. Sama árið bygði G. Ahrenz annað hús rjett fyrir sunnan hitt (Lækjargata 4) og það hús keypti Helgi Thordersen biskup 1856, en sama árið keypti Ólafur Pálsson dómkirkjúprestur hitt húsið. —• Bjuggu þeir þarna tveir við þessa götu um mörg ár, en aðrir ekki. Fekk hún þá í munni Reykvíkinga nafnið „Heilagsandastræti“. Hafa kirkjunnar menn löngum búið við þessa götu, og má af öðrum nefna Helga Halfdanarson prestaskóla- kennara og Bjarna Jónsson vígslu- biskup, sem býr þar enn. En nú er gatan orðin „hinn breiði vegur.“ VEGAMÁLIN vöru lengi örðug viðfangs, því að ekkert ije var til. En eftir að bæarstjórn kemst á laggirnar 1836 er þó meira farið að hugsa um göturnar en áður — og lækinn. Árið 1839 var samþykt í bæarstjórn, og amtið staðfesti þá samþykt, að leggja skylduvinnu á bæarmenn við vegagerð og umbæt • ur. Skyldi hver maður leggja fram eitt dagsverk á ári, jafnt ríkir sem fátækir. Var svo talið að þeir ríku hefði efni á þessu, en hinir fátæku slyppi við öll bæargjöld og gæti. því vel int þessa skyldu af hendi. En ekki dugði þetta til þess að hemja lækinn. Veitti bæarstjórn því 1848—1850 hundrað ríkisdali á ári til þess að þrengja lækjarfarveg inn fram undan Stöðlakotslóð og hækka vesturbakkann á því svæði. Var þetta gert til þess að fá meiri straum í lækinn og koma í veg fyrir að hann flæddi yfir Miðbæinn svo að segja á hverjum vetri, hinum eldri til mikils ama, en börnunum til gleði, því að þá kom ágætr skautasvell á Austurvöll, og þar var æskulýðurinn altaf á skautum en ekki úti á tjörn. Árið 1852 samþykti bæarstjórn að láta hlaða upp farveg lækjarins, að neðanverðu. Var það gert á næstu árum. Voru bakkarnir hlaðn -ir úr hnullungagrjóti, nema fram undan Kóngsgarði. Þar voru þeir hlaðnir úr höggnu grjóti, „hefur kannske þótt skömm að láta hið sama ávalt vera fyrir augum lands-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.