Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 547 að, að bóndi vísaði honum stefnuna á Ölfusárbrú. Sigurgeir setti vel á sig vindstöð- una og hraðaði nú för sinni sem mest hann mátti og hitti á Ölíusá rjett fyrir neðan Laugadælur. Haí'ði hann ásett sjer að komast að Auðs- holti í Ölfusi um kvöldið. Þar bjó þá Jakob Árnason, en kona hans var systir Tómasar á Reyðarvatni. Löng þótti honum leiðin frá Ölfusá að Auðsholti í ófærð og stórviðri og hi’íð, og var hann allþreyttur, er hann náði þangað í vökulokin, og varð hvíldinni feginn. Daginn eftir var komið austan- rok og slydda. Lagði Sigurgeir seint á stað og kom við að Saurbæ og hitti þar gamlan skipsfjelaga sinn og sló upp á því að liann kæmi með sjer til Reykjavíkur, og var það mál auðsótt, enda átti hann er- indi til Hafnaríjarðar. Þeir komust að Kolviðarhóli um kvöldið. Dag- ínxx eftir var glórulaus stórhríð og enginn kostur að komast þaðan fyr en undir kvöldið. Að Árbæ skildu þexr fjelagar, en mæltu sjer þar mót kvöldið eftir. Sigurgeir hitti móður sína í Reykja -vík og Gísla bróður sinn. Morgun- inn eftir skilaði hann lyfjapöntun- inni. En er hann kom síðdegis sama dag á tilteknum tíma í Jyfjabúðina til þess að vitja um Jvfin, haíði þeim öllum verið raðað niður í einn stóran kassa, sem ekkert viðlit var að bei’a. Varð hann að láta skiíta þeim niður í tvo minni kassa. Þefta .tók.svo langan tíma, að hann lcomst ekki á stað fyr en daginn eftir og var þá samferðamaðurinn farinn á undan honum upp að Kol- viðarhóli. Kassarnir voru eríiður baggi og reyndi hann að ljetta.fyr- ir sjer með því að draga þá á tumiu -stöfum, en það varð að litJu gagni. Á Kolviðarhóli náði hann íjelaga sínum og yfir Heiiisheiði skiítust beir á að bera kessana. Sigurgeir gisti; Saurbse um r.óttina, er. iegð; á stað þaðan fyrir allar aldir og komst austur að Rifshalakoti í björtu. Einari bónda þar ofbauð hve þungar klyfjar Sigurgeir bar, vóg kassana og reyndust þeir 110 pund. Sigurgeir tók liest sirm í Rifs -halakoti, reið að Stórólfshvoli un kvöldið og skilaði af sjer lyfjunum. í Flóanum hafði hann verið beð- inn fyrir þau skilaboð til ver- manna, að rjettast mundi fyrir þá að fara að koma í verið, því kveiki -legt væri til sjávarins. Daginn eftir var komin norðan- átt og hrcinviðri með hörkugaddi. Þann dag reið hann heim til sín að Reyðarvatni. Þar var þegar tekið til að búa hann út í verið og lagði hann á stað í býtið morguninn eft- ir, fótgangandi með föggur sínar á bakinu og gekk út í Þorlákshöfn á tveimur dögum. Hann reri nóttina eftir að hann kom þangað og íekk 20 fiska í hlut þann dag, en 100 hafði hann i'engið til hlutar þegar fjelagar hans að austan komu í verið. Reri hann hjá Grími í Óseyrarnesi, eins og öll þau ár, sem hann var á Reyðarvatni. Þennan vetur var róið viðstöðu- Iaust alla góuna og aflaðist ágæt- lega. Þeir höfðu ekki við að gera að öllum aflanum, og grófu í fönn, bað sem ekki varð komist yfir. Alls fekk Sigurgeir 1400 til lilutar þenn -an vetur og vai' það mesti vertíð- arafli er hann fekk nokkru sinni. Rúmlega helmingur aflans var þorskur, en hitt ýsa og vat liún öll hert. Oskar Eiuarsson lækmr skraði. CW 5W ^ 4/ V Kveíifi við styttu JÖNASAR HALLGRIMSSONAR liaustið 1950 Einhvers sakna jcg i reit, ailar fjólur dánar. En þegar vorar, það ’eg vait, þessí tarí?. þlánsr. I'orbjórg Ámndottir í?4 £>kúfcu$töðuœ. <s>— ■ ---------------- Bamahjal Kennari í sunnudagaskóla bað þau börn sem vildu fara til himna, að rjetta upp hönd. Öll gerðu það nema Día litla. Hún sagði kjökr- andi: — Mamma skipaði mjer að koma rakleitt heim úr skólanum. Frissi litla kom æðandi inn og hrópaði: — Mamrna, mainma, jeg íanu skeifu. — Veistu hvað það þýðir, góði nnnn? spurði mamma. — Já, það þýðir að einhver hestur gengur á sokkaleistunum um allan bæ. ★ Fabbi og mamma fóru á hljóm- leika og urðu að hafa Önnu litlu með sjer vegna þess að þau þorðu ekki að skilja hana eina eftir heima. i Hún var ekki nema fjögurra ára. Þau brýndu það raikilega fyrir henni að hún yrði að sitja róleg í sæti sínu. Hljómsveit ljek, og það var ljóti hávaðinn. Þegar hlje varð á sneri Anna sjer að mömmu sinni og spurði alvarlega: „Má jeg ekki grenja núna?“ -k Stina, fjögurra ára, kom með mömmu sinni í heimsókn. Henni var gefin mjólk og Stina skyldi ekkert í því hvað hún var köld. Mamma hennar bepti henni þá á kæliskáp og sagði að mjólkin væri geymd þar. Eflir litla stund segir Stína: „Hvers vegna færðu þjer ekki svona lítið íshús.“ ★ Kennarinn var að segja börnun- um söguna af syndafallinu: „Og svo keirði guð Adam og Evu út úi’ Paradís.“ Síðan bað liarm börnin að reyna að teikna mynd aí þess- um atburði. Jói litli dró upp mynd aí bíi með þremur í, biíreiðarstjóra fram í ag karli og konu aftur í. — j Kennarinn þóttist ekki sjá að þessi ’ mynd ætti neitt skyit við söguna. — Jú, sjerðu það ekki, þetta er guð að keyra Adsœ og Evu út úr Faradis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.