Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 7
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í'M voru flult í þossu skyni tvö erindi, sem bæði voru með ágætum. En um framhaldið hefir farið svo, að þrjú erindi hafa verið flutt, svo nauða-fátækleg, að þau voru í rauninni ekki prentunar verð. Þau eru með öllu ósamboðin minningu Haralds Níelssonar. Á engan veg lyfta þau undir hugsjón lians, efl- ingu kristindóms í landinu, og það kemur væntanlega engum til hug- ar að ætla annað en að sjálfur mundi liann telja þau einkis virði. Enginn hefir, fyr nje síðar, prje- dikað svo kristna trú á þessu landi, að hann drægi að sjer slíkan skara áheyrenda sem Haraldur gerði. Segja mátti að svo væri komið, að þjóðin lyti honum, þessum barnslega lítilláta postula Krists, þessari andans hetju, sem ekkert kunni að hræðast annað en að bregðast köllun sinni. Og vel hefði þjóðin mátt lúta honum fyrir það, hve mikill prjedikari hann var. Einn af fremstu mönnum presta- stjettarinnar hefir frá því sagt, að hann var staddur hjer í Reykavík á ferðalagi og fór í Fríkirkjuna til að hlýða á Harald Níelsson. Vita- skuld varð hann að standa frammi á kirkjugólfinu; það urðu aðkomu- menn að gera, því hinir stöðugu kirkjugestir, þeir sem bundist höfðu fyrir þessari prjedikunar- starfsemi, höfðu trygt sjer öll sætin. Og þessi prestur sagði svo frá, að þar sem hann nú stóð og hlýddi á ræðuna, hefði sú sann- færing gripið sig, að þarna stæði hann frammi fyrir mesta prjedik- ara veraldarinnar, þótt hann talaði á fámennustu tungu mannkyns- ins. Sú mun enn í dag sannfæring hans; en að sjálfsögðu verður aldrei unt að bera fram sönnun fyrir slíku. Jeg hefi endur fyrir löngu (Lesbók Morgunblaðsins 1931) gert minn samanburð á þeim Haraldi Níelssyni og R. J. Camp- bell, sem jeg átti kost á að heyra prjedika einmitt á þeim tíma, er hann var alfrægastur og ræður hans, prentaðar vikulega, voru lesnar um allan enskumælandi heim. Þann samanburð þarf jeg ekki að endurtaka, enda má vera að sumir gæfu lítið fvrir hann. Heyrði jeg einhvern segja, að Haraldur væri oflofaður með því, er sagt var hjer að framan? Einn rnann þekti jeg flestum vitrari og hófsamari. Sá maður var sira Magnús Helgason. En þegar ympr- að var á því, að tiltekin ummæli um Harald Níelsson mundu líklega af sumum talin oflof — því ekki höfðu allir lært að meta hann — sagði sira Magnús með sinni venju -legu hógværð: ,„Jeg hefði nú haldið að það yrði seint hægt að bera oflof á hann Harald“. Stærri orð voru það. En væri nú ekki unt að taka upp nýtt ráð til þess að viðhalda minn- ingu Haralds Níelssonar? Ekki hans vegna, heldur vegna þjóðar- innar; til þess að hún megi enn halda áfram að njóta vegsögu hans. Eftir hann hafa verið prentuð tvö prjedikanasöfn, annað að honum lifanda, hitt skömmu eftir lát hans. Eðlilega voru þau fljót að hverfa af markaðinum, og fyrir nokkru var einhver hluti þeirra prentaður upp. Ekki hefi jeg kynt mjer, hvað í þeirri bók er að finna, ekki haft ástæðu til að gera svo, þar sem jeg á eldri söfnin bæði. En eftir stærð bókarinnar, getur þetta ómögulega verið meira en helmingurinn. Og um þessa bók hefir verið furðulega hljótt; jeg hefi hvergi í blaði eða tíma- riti sjeð frá henni sagt, en þar fyr- ir má vel vera, að birst hafi ein- hverjar umsagnir um hana. En því fer fjarri, að í þessum söfnum sjeu allar þær prjedikanir, °r Haraldur Níelsson ljet eftir sig. Nokkrar er að finna prentaðar á víð og dreif, en þó mun ekki all- lítið óprentað, i vörslu Háskólans, þangað komið'að gjöf frá ekkju höfundarins. Hvernig væri nú, að einhverjir þeirra manna, er kunna að meta þessa fjársjóði, vildu bindast samtökum til þess að fá allar ræðurnar útgefnar? Hugsanlegt væri þá líka, að ein- hverjir þeir, er þess væru megn- ugir, vildu styðja útgáfuna með fjárframlögum, svo að hún gæti fyrir það orðið ódýrari almenn- ingi, og þannig náð meiri út- breiðslu á meðal hinna snauðari. Þetta kynnu menn að gera ann- aðhvort í beinu þakklætisskyni við minningu höfundarins, eða vegna þess, að þeir hygðust með þessu vinna þjóðinni gagn. Sjálfsagt vilja menn vita hvers- vegna þessi tillaga er gerð. Jafn- sjálfsagt er líka að gera grein fyr- ir því. Enginn er svo blindur að hann geti rekið sjálfan sig úr vitni um það, að nú er íslensk þjóð í hættu stödd. Það mundi ekki f jarri sanni ef sagt væri, að í þjóðfjelagi okk- ar horfði nú til upplausnar. Okk- ar ríki er sannarlega sjálfu sjer sundurþykt. Sumum hefir komið til hugar að lækna mætti þetta með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Mjög yrði þá annar andi að ríkja í þeim flokki en hinum eldri ef þetta ætti að geta lánast. Og ef unt væri að skapa þann anda, mundi þá ekki þar með nauðsyn flokksstofnunar horfin? Sá er þetta ritar, hefir aldrei dregið dul á það, að hann væri á meðal hinnar trúarveiku. Svo er líka enn um hann. En aldrei hefir hann heldur stært sig af þessu — alveg þvert á móti. Það er einmitt svo, að þótt hann hafi sjálfan skort örugga og þróttmikla trú, þá hefir honum jafnan verið það Ijóst, að hún var einstakíing-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.