Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 11
r' LESBÓK MORGUNBLABSINS öldungur. Hann var með æfagaml- an hatt á höfði úr hrosshári. Slíkir hattar eru í rauninni þrefaldir. — Fyrst er kollhúfa Iaus, og hana hafa þeir altaf á höfðinu. Þegar þeir fara út, setja þeir háan hatt ofan á húfuna, og ef rignir, þá er annar hattur úr olíubornum pappír settur þar utan yfir. Gamli maður- inn reykti langa pípu, með örlitlum haus, svo að hann fekk ekki nema nokkur tog úr henni í hvert sinn. Jeg gaf honum sígarettu. Hann reif pappírinn utan af henni og tóbakið úr henni nægði til að fylla pípuna þrisvar sinnum. Konur hituðu matinn fyrir okk- ur og færðu okkur hann, en síðan hurfu þær. Kvenfólk í sveitum um- gengst aldrei ókunnuga menn. JEG fór að skoða kolanámuna hjá Samchok á austurströndinni. Þar Seul, höfuðborgrin, stendur á fögrum stað milli hárra granítfjalla, höfðu* Japanar grafið úr jörfS 830 þús. smálestir af kolum árlega meðan á stríðinu stóð. Nú er fram- leiðslan helmingi minni. Kolin eru ekki góð og þarf að blanda þau með betri kolum, en nú eru þau möluð og höfð til eldsneytis í stærstu orkustöð landsins í Yong- wol. Á leiðinni gisti jeg í þorpinu Chechon, sem er frægt fyrir það, að þar eru heitar Iaugar. Þegar jeg gekk til herbergis míns í gisti- húsinu um kvöldið, sá jeg inn í þrjú önnur herbergi þar sem fólk sat að gleðskap. Það hafði þar alls- konar kræsingar á borðum og nóg af whfsky, bjór og kisang (hrís- grjónabrennivíni). — Það var að dansa og syngja og var þar glatt á hjalla. Jeg helt að þetta mundu vera einhverjir auðkýfingar, en túlkurinn fræddi mig á því að þetta væri bílstjórar á vörubflum, sem halda uppi ferðum milli Seul og Pusan. Engir menn í landinu hefði nú eins mikil laun og þessir bíl- stjórar, því að þe.s ar þeir hafa hlt 5 -ið bílana af vöru a, selja þeir fól'ri far cg láta það s: ija ofan á hlas 5- inu. Fyrir þetta íí þeir stórfje, sem þeir stinga í eigiri vasa, þótt þeir sje annara þjónar. Þetta er jafn* framt nokkurt sýnishorn af því hvernig samgöngur eru í landinu. Gjaldmiðill landsins heitir won og hann var skráður í bönkunum 50 á móti hverjum dollar. En í fyrra var dollarinn keyptur manna á milli fyrir 600 won. Og enn versn -aði gengið. Nú er hið skráða gengi hans 900 á móti dollar, en manm á milli er gengið 3530 á móti dollar. Vegna gengisfalisjns nægja laun opinberra stgrfsm Vnna ekki og það er óskiljanlegt hvernig þeir fara að komast af. í WONJIJ lenti jeg í brúðkaupi, þar sem fólk af heldra tagi var að gifta sig. Brúðkaup þetta var sambland af fomum siðum Kóreubúa og Besta skemtun kvenfólksins er að róla sjer. Stcngurnar undir róluniua cru 60 feta báar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.