Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 13
r T.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^r’. §4s UM ÞJÓÐVELDISLOKIN 700 ára minning I. ÞÓTT þingbundin konungsstjórn hafi alment verið tekin upp í stað hins forna einveldis, er konungs- tignin ákaflega styrk enn í hinum elstu ríkjum. Norðurlöndin þrjú og breska samveldið eru aðalstöðvar hennar. í öðrum ríkjum kann mönn -um að koma kynlega fyrir sjónir fastheldnin við konunga, en hún er á traustum grundvelli reist. Þarf eigi arinars með til sannreyndar — að ætla má — en dveljast um hríð í konungsríki. Er þessa er gætt, gefur að skilja, að örugglega muni um hnútana búið varðandi kon- ungserfðirnar. Einingartákn þjóð- ar krefst traustleika í skipan þess. Væri honum eigi til að dreifa, hlyti skaðvænlega sundrungu að leiða af því í þjóðlífinu. Dæmi eru til þess, m. a. greifastríðið í Danrnörku árin 1533—36, rósastríðin á Erig- landi, árin 1455—48, og innanlands- ófriðurinn í Noregi, einkum á 12. og 13. öld. Sögur Noregskonunga frá tímum þeirra feðga, Erlings jarls og Magn -úsar konungs, sem fell við Fins- reiti í Sogni árið 1184, til þess er feldur var Skúli hertogi Bárðar- son í Þrándheimi árið 1240, eru varla annað en saga þrotlítilla deilna og vopnaviðskifta um há- sæti konungs. Hinir fyrri konung- ar, einkum þó Haraldur hárfagri, áttu mörg börn með mörgum kon- um, og varð þannig til hinn mesti sægur konungborinna manna, sem töldu sig eiga rjett til krúnunnar óskiftrar. Tjóaði lítt, þótt haldið væri á loft reglum um konungs- erfðir. Hver skildi þær á þá leið, er honum hentaði. En mjög jók á glundroðann, að vafi hlaut einatt að leika á faðerni manna, sem ó- skilgetnir voru, en til þeirra þurfti óft að grípa, þá er aðrir voru ekki fyrir hendi. Gat þá varla nokkur konungur verið öruggur um, að eigi skyti skyndilega upp einhverj- um hæfileikamanni, er kallaði til krúnunnar, oft með vafasömum rjetti. Tækist svo þessum þar til óþekkta manni að efla flokk gegn konunginum, drógust saman sveitir um endilangan Noreg, herhlaup og stórvirki hófust, orrustur urðu tíð- ari og tíðari, uns alt var í voða og linti óhjákvæmilega með falli ann- ars hvors foringjans. Helstu dæmi slíks er viðureign Sverris konungs við þá feðga, Erling og Magnús, og hin langvinna togstreita milli Há- konar konungs og Skúla jarls, síð- ar hertoga og tengdaföður hans. En henni lyktaði þannig, að Há- koni konungi auðnaðist að lokum að tryggja friðinn innanlands. — Hafði hann komið til ríkis árið 1217, en var ekki vígður undir kórónu fyr en sumarið 1247. Innanlandsóeirðirnar í Noregi eru hin mesta raunasaga og hörm- unga. Besta mannval Noregs hníg- ur til moldar fyrir aldur fram, nán- ir ættingjar berast á banaspjót, og þjóðlífið fer alt úr skorðum. Kaldrifjaðir hljóta menn að hafa verið orðnir, þegar gengið var á grið og trúnaðareiða og víg urðu daglegir viðburðir. Þó er átakan- legast að lesa um öryggisleysi þorra þjóðarinnar. Bú eru höggvin fyrir bændum, krafist ófamikils fjár og saklausum mönnum settir afar- kostir — auk útboðs til herhlaupa, þegar minst varði. Skilja má, að þjóðin hafi fagnað langþráðum friði. En þá varð annað verk fyrir konungi. Hugur hans stóð. til f jar- lægs lands norður í höfum. Friður- inn í Noregi varð rothöggið á leif- ar íslenska þjóðveldisins, bjarnar- greiði þjóð, sem á svipaðan hátt og Norðmenn áður var að kikna undir heljarfargi sífelds og lamandi ótta. II. ÍSLENDINGUM hefur að sjálf- sögðu verið kunnugt um styrjald- irnar í Noregi. Samgöngur voru að staðaldri milli landanna, og á 13. öld munu íslenskir hirðmenn Há- konar gamla hafa haft náin kynni af hinum blóði drifna ferli hans til ótvíræðrar konungstignar. Hinu munu menn eigi hafa gefið nægi- legan gaum, hver áhrif erjurnar í Noregi gætu haft á stjórnmálin hjer úti. Kann að veita erfiðlega að sýna fram á þau núna, en þó er staðreynd, að nokkuð fara saman tímar síðari þátta óeirðanna í Nor- egi og rúmlega hálfrar Sturlunga aldar á íslandi. Þá er og kunnugt um, að Hákon konungur færði sjer rækilega í nyt valdastreituna á ís- landi og ófriðinn þar. Áður höfðu orðið erjur milli Norðmanna og ís- lendinga með vígum og fjárupp* tektum. Kom jafnvel til þeirra erkibýsna, að ráðgerð var herför til íslands árið 1220. Varð henni þó af- stýrt. í öðru lagi leiddu deilur Guð- mundar biskups Arasonar við leik- menn til utanstefna þeirra af hálfu konungs og erkibiskups í Noregi, sem síðar var fram haldið. Má geta þess, að konungi var, bæði þá og síðar, ómetanlegur stuðningur að afskiftum hinnar alþjóðlegu kirkju. í þriðja lagi voru hin dreifðu völd á íslandi, goðorðin mjög tekin að safnast í hendur fárra manna og ætta um 1220. Þessir höfðingjar rjeðust margir í hirðmensku til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.