Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 16
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS / r I Arnasafni JtlíftLrj. Wu J.xr tím nvJtrir' Öibýu.(ama viuinrrjf imrr . rtor ** * 4 -vtjO, jn>~r yar tu jrrrt átiiiLo., |nj?icr mrcr jjafaj «]libu “Vr vm jjc&L Þuil, jari þai Syípxr tcl cí| ucra. a uojlÍot ucrpt ¥T cuj mwnutn via. par aaí aufiur |»e titUjjqta vr - úvur nutH/c- Jju^4» .-Cúia jkil |>urjt cjj If j’itur uavt'3r ctli )>fj rq<r i'ltí v« cvtéttrkoa t-iujrtclui, at ji»£* turir mcjT |cnv nu ctjju Ijltlt <U>. tytfl*' (Vivttur ■ kur /nituj Lat nucltt €r. Uýíir v'ir*' n' .vyJj ptarn cn uir jtail^cui, cr piií a. vm.'nt hxlIUíl ,tv> H.’trrí ‘*yrcW!a «'<*jbtkaa.nu W4 lujunt nUufúr i írijtl t/Kc-W a/. t.it iiultU tunr CL]í EINHVER fáheyrilegasti atburður íslenskrar bókmentasögu er það er Grunnavíkur-Jón vakti Heiðarvíga sögu upp frá dauðum. Að fremra hluta sögunnar var aðeins til eitt handrit sem brann í Kaupmanna- höfn 1728, og Jón hafði lesið það einn manna; undir athygli hans og trúnaði var það komið hvort sögu- brot þetta skyldi glatast með öllu. Hann hafði skrifað hjá sjer nokkur orðatiltæki úr sögunni, og með til- styrk þeirra og minnis síns tókst honum að endurskapa söguna, þó að auðvitað sje að tilraun hans gat aldrei orðið fullt ígildi þess sem týnt var. Hjer er sýnishorn af eig- inhandarriti Jóns (AM 450 b, 4to). Staðir sem hann hafði skrifað hjá sjer eftir skinnbókinni eru með breyttu letri, og aftan við þá ss. (= segir sagan). Hjer segir frá því hvernig Gísli Þorsteinsson svaraði málaleitan Barða um bætur fyrir víg Halls: -----„sylfurs. Riðu þar um torged nockrir óskynsamer menn ss] og varð einum þat fyrer, at hann kynt- est til við mig ss] og stack spjóti sínu við sjóð mínum, og rende upp á, og reið við það burt. Hafða eg ecke þar af. Vísa eg þjer þar til bróðurgjallda, þyker mjer þat at glíku ss] sem þetta mál, því það sylfur tel eg vera á vandar veifi ss] og munum vjer þar eige aunnur fé tilleggja ss] Eiður mællte Skeggja- son: segja skal þursi ef hann situr nökkviðr við elld ss] og er illa og óviturlega under tekeð, at svo stórir menn sem nú eigu hlut að. Gísli svarar: hjer sannast þat sem mællt er: Nýsir [varð ei öðruvísi lesið] fjarri enn ver sjalldan, og er það þín að von, að hallda svo svare frænda (gg) þinna, sem nú má heyra, og hleypur í brixlyrðe við Eið. Nú mællte Eiður: Eige“. Meðal orðtækja þeirra, er Jón Ólafsson hafði ritað sjer til minnis, var málshátturinn: „Nýsir fjarri“ o. s. frv., en hafði þó verið í vand- ræðum að lesa handritið. Málshátt- ur þessi kemur ekki fyrir annars staðar og þótti málfræðingum hann torráðinn, þar til Benedikt Sveins- son leysti þann hnút, og sýndi fram á (í formála fyrir Heiðarvígasögu 1926) að „nýsir“ væri ekki mis- lesið, heldur orðið „ver“. Þar ætti að standa „nær“. Kemur þá í ljós, að málshátturinn stendur í ljóðstöf- um rjettum, sem allir aðrir óskæld- ir málshættir: „Nýsir fjarri, en nær sjaldan“. Segir Benedikt svo um þetta, eftir að hann hefur sýnt fram á hvernig á mislestrinum stendur: „Þessi leiðrjetting kemur alveg heim við ljóðstafasetning máls- hátta, forna stafsetning og enn það, að nú koma fram andstæður þær, sem oft eru teknar saman í orðs- kviðum: fjarri og nær.-----Virð- ist hann þá næsta líkur að merk- ing hugmynd þeirri, er fram kem- ur í vísu Bjarna Thorarensen: „Maður, því horfir þú fram?“ „Jeg lít eftir veginum fremr.a“. — „Maður, horfðu þjer nær, hggur í götunni steinn“. Liggur þessi merking langbeinast við, þar sem orðskviðurinn kemur fyrir í sögunni, því að þar er Eiði Skeggjasyni brugðið um það, að hann hyggi meir á hag óskyldra manna, en nákominna frænda. Orðskviður þessi hefur hingað til verið rangt með farinn og óskýrð- ur. Mun dr. F. J. því hafa látið hann fyrir róða, er hann gaf út málsháttasafn sitt. Hygg eg, að orðskviður þessi muni hjer eftir mega skipa sæti með öðrum íslensk -um málsháttum." V ^ ^ Samningur við kölska Á Ströndum gaf einn maður sig djöfl- inum með því móti, að hann veðjaði við sambúanda sinn, að næsta morgun skyldu vera komnir í sína slæðu 20 selar, lagði svo um kveldið nótina, en um nóttina kom sá Vondi til hans og gerði árásir miklar, svo hann fór brátt úr rúminu nær klæðlaus. Forvitnaðist þá hinn maðurinn um hann, og fann hann dauðan og illa verkaðan hjá festarsteini nótarinnar, en 20 selar fest- ir í nótina. (Seiluannáll).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.