Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 2
174 f Tf LESBÖK. MOKUUiM BLAÐSli'l 3 En áhugi bæjarmanna fyrir málinu var nú orðinn svo mikill, að borg- arafundur var haldinn og þess kraf- ist af bæjarstjórn, að hjer yrði ekki staðar numið. Bæjarstjórn leit svo á, að rjettast væri að bora eftir vatni djúpt í jörð í nágrenni bæj- arins, og þá helst í Vatnsmýrinni norðan undir Öskjuhlíð, og vita hvort þar fengist ekki nóg vatn, áður en horfið væri að því að kaupa Elliðaárnar. Veitti hún því 5000 krónur til vatnsleitarinnar og skrifaði því næst dönskum verk- fræðingi, Maríus Knudsen í Odense og bað hann að taka boranirnar að sjer. Hann sendi hingað bor og bor- unarmann, Hansen að nafni. Kom hann hingað seint á árinu 1904 og hóf boranir þegar í stað norðan undir Öskjuhlíðartaglinu. Ekki var spáð vel fyrir þessum borunum. Jarðfræðingar heldu því fram, allir nema einn, að hjer væri tómar hraunklappir (grágrýti) efst og undir því blágrýtishella samfeild, hve djúpt sem borað væri. Sá eini, sem ekki vildi fall- ast á þetta, var Helgi Pjeturss. Hann hafði þá um sumarið áður at- hugað jarðlög í Fossvogi og við Elliðaárósa og komist að þeirri nið- urstöðu, að sandur og leir væri undir grágrýtisklöppinni. Þetta reyndist alveg rjett, þegar farið var að bora og segir ísafold að hinn ungi og efnilegi jarðfræðingur hafi þar með unnið merkilegan vísinda- legan sigur. í þetta skifti fór eins og oft sið- ar á ævileið dr. Heiga, að menn trúðu honum ekki og Iiöfðu sjálfir verst af. Með tilhli til skoðan'a liinna eldri jarðfræðinga, var send- ur hingað bor til þess að bora grjót- hellu. Nú fór það svo að niður í 85 feta dýpi reyndist vera lausa- grjót, eins og hjer er á yfirborði. En þá tók við sandlag um 11 fet á þykt, og þvi næst kom leirlag. Komst borinn Vk fct niður í það, en lengra ekki. Þá fylti sandui og leir borholuna jafnharðan, svo að ekki varð við neitt ráðið. NÚ ER næst frá því að segja, að hinn 31. mars 1905 var hinn danski borunarmaður kominn niður í 118 —120 feta dýpi. Tók hann þá eftir því að borinn hafði þar komið við einhvern glóandi málm og sýndist á bornum gullslitur eða skán. Daginn eftir mátti lesa í „Reykja- vík“ þessa frásögn: „Gull fanst síðdegis í gær við boranirnar uppi í Öskjuhlíð, 118 fet djúpt í jörðu. Menn ugðu fyrst, að þetta kynni að vera látún, en við ítarlegri rannsóknir er nú sann- prófað, að það er skírt gull. Gull- ið er ekki sandur þarna, heldur í smáhnullungum, sem jarðnafarinn hefir skafið. Hve mikið það kann að vera, verður reynslan að skera úr, en á þvf er ekki vafi að hjer er guil fundið í jörðu“. (Leturbreyt- ing blaðsins). Fregn þessi fór eins og eldur í sinu um allan bæinn og menn tók- ust á loft af geðshræringu. Gull- náma fundin rjett hjá bænum! Hnullungar af gulli! Kitlandi óró og eftirvænting greip alla, aðkenn- ing af þeirri sýki, sem nefnd er gullæði. Menn sáu í anda gulli aus- ið upp úr Vatnsmýrinni miljónum saman og Reykjavík orðna auðuga borg eftir fáein ár. Hjer var alveg óvænt tækifæri fyrir framsýna menn að afla sjer auðs. Og áður cn vikan var liðin liafði hjer verið stofnað fjelag til þess að hagnýta þessa auðsuppsprcttu. Fjelag þetta nefndist ,,Málmur“ og aðalhvata- maðurinn að stofnun þcss var Sturla Jónsson kaupmaður. ÞAÐ MUN hafa verið H. Hanson, síðar kaupmaður, sem kom gull- sögunni á loft. Hann var þá ný- lega kominn heim til íslands frá Ameríku, cn þar hafði hann meðal annars stundað gullgröft. Hann náði í einhverjar glóandi agnir af jarðnafrinum og fullyrti að það væri skírt gull. Rannsókn Han- sons fór fram á þann hátt, að hann tók málmkornið og sló sem þynst, lagði þynnuna yfir rakhnífsegg hárbeitta, og lagðist þynnan niður með egginni báðum megin, en brotnaði ekki. Þannig kvað Han- son gullnemana vestra (í Klon- dyke) fara að, og skeikaði ekki að það væri gull, er svo mætti með fara. Hann fór og með sýnishorn til Erlendar gullsmiðs Magnússonar og ljet hann reyna það, og kvað Erlendur það vera gull. Þetta var það sem „Reykjavík“ bygði á sögu sína um gullfundinn. En þegar fram á vikuna leið fór heldur að draga úr þessu. Lyfsal- inn hafði fengið eina glóandi ögn af jarðbomum og rannsakað, og reyndist það vera kopar. Á sömu leið fór um sýnishorn, sem Björn Kristjánsson kaupmaður náði í og rannsakaði. Fóru nú að koma upp ýmsar sögur um það í bænum, að einhver brögð eða hrekkur væri í tafli. Meðal annars komst sú saga á prent, að Hanson hefði skafið þessar gullagnir, sem hann var með, af „brjóstnálinni sinni“. Fóru því hin blöðin mjög varlega og vildu ekki fullyrða neitt um það hvort gull hefði fundist þarna. EIN AFLEIÐING af „gullfundin- um“ var sú, að lóðir hækkuðu hjer mjög í verði. Allir lóðareigendur bjuggust við því að gull mundi vera hjer í jörð alls staðar, og „allir vildu fara að grafa gull“, cins og segir í einu blaðinu frá þeim tíma. Velmetinn borgari, sem átti lóð austan í Skólavörðuholtinu, rauk þegar upp til handa og fóta og Ijet grafa þar miklar geilar í holtið. Og þegar menn komu þangað og' spurðu hvernig gengi, sýndi hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.