Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS -f.yF l* ' 179 fingrarímskenningar höfðu áður kennt, eftir því sem jeg best veit. Þeir sem hafa skrifað um fingra- rím, t. d. Jón biskup Árnason, hafa ekki getið um, svo að jeg viti, að neinn vafi væri á því að hægt væri að reikna páskakomu nák\ræmlega með því. Nú hefir komið í ljós eins og jeg hefi bent á að þetta hefir fimm sinnum brugðist á yfirstandandi öld, ef fylgt er þeim gömlu regl- um fingrarímsins, sem munu hafa gilt til síðustu aldamóta. Jeg skal taka það fram strax að með því að fylgja þeirri nýju reglu sem höfð hefir verið 1930 og 1950 við ákvörðun páskanna, þá verður síður hætt við að á milli beri um reikning páskakomu á milli almanaka og þeirra sem reikna eftir fingrarími. Má því máske líta á þessa ný- breytni sem leiðrjettingu á fingra- ríminu. Þó gæti að líkum borið þar á milli ef tunglfylhng yrði á laugar- degi, þegar fingrarímið gerir ráð fyrir henni á sunnudegi eins og kom fyrir stundum á síðastliðinni öld, t. d. 1822, 1842, 1893 og 1897. Býst jeg þá frekar við að það geri rugl í rímið hjá þeim sem reikna eftir fingrarími svo að páskar verði hafðir viku fyr en þeir reikna með. Jeg tek sem dæmi að hefði ver- ið tunglfylling að kvöldi hins 12. apríl 1930 í staðinn fyrir að hún var ekki fyr en á mánud. 14, þá hefði að líkum ekki verið komist hjá því að hafa páskadag 13. apríl. En það eru minni líkur til þess að svo verði heldur en að tungl- fyllingunni seinki um dag, sam- anb. 1902, 1906 og 1926. Þau ár sem fingrarímið hefir gert ráð fyrir að tunglfyllingin verði á sunnudegi verða hjer eft- ir, á þessi öld: 1954 — páskadagur 18. eða 25. apr. 1957 — 1970 — 1974 — 1977 — 1981 — 1994 — 1997 — _ 3. — 10. — — 22. — 29. — — 7. — 14. — _ 3. — 10. — — 19. — 26. — — 27. mars eða 3. apr. — 23. eða 30. mars. Fyrri dagsetning páskadagsíns þarna hvert ár, sýnir hann eins og hann hefði orðið samkvæmt fingra- rími Jóns biskups Árnasonar frá 1739, sem er mjer kunnugast, að undanteknum „leiðarvísi um fingrarím eftir Sigurþór Runólfs- son“, en seinni dagsetning er sam- kvæmt dagsetningu almanakanna á páskunum 1930 og 1950. Þó býst jeg við, eins og jeg tók fram áður að fyrri dagsetningin gilti hjer eftir sem hingað til ef tunglfylling páskatungls einhverra þessara ára yrði á laugardegi. Þess skal getið að í „leiðarvísi um fingrarím“ útg. 1939, eftir Sig- urþór Runólfsson segir, að á þess- um vafaárum sem jeg kalla svo, skuli ákveða seinni dagsetninguna sem páskadag. Tekur hann sem dæmi um það á bls. 8 hvernig skuli reikna páska- komu 1950, og svarið verður 9. apr. En á bls. 16 setur hann töflu, sem sýnir páskadag, hvítasunnu o. s. frv. eftir gyllinitali og sunnu- dagsbókstaf. Samkvæmt henni ætti páskadagur 1950 að vera 2. apríl. Á bls. 6—8 segir hann líka* „Þegar leitað er að hátíðum, skal byrjað á vissum mánaðardegi, eft- ir því hvaða hátíð á að finna. Ef það er níuviknafasta, þá 18. jan., sje það sjöviknafasta, þá 1. febr., eigi að finna páska er byrjað 22. marz“. Þetta er sú aðferð sem lengi hef- ir í gildi verið. Þetta þýðir það, að það hefir verið talið að páskar byrjuðu í fyrsta lagi 22. mars, hvítasunna 10. maí, níuviknafasta 18. jan. o. s. frv. Þetta samrýmist því að páska- dagur verði 2. apríl 1950. Þessu samkvæmt er líka að telja, eins og gert hefir verið, að páskar verði í síðasta lagi 25. apríl, eins og var árið 1943. GylKnital og sunnudags- bókstafur. En sje fylgt hinni reikningsað- ferðinni, sem jeg gat um að Sig- urþór kenndi á bls. 8, þá yrði páskar fyrst 23. mars t. d. ár 2008, að þessu tímatali og fingrarími óbreyttu, þá verður seinni sunnu- dagsbókstafurinn E og gyllinital 14, og þar næst á undan árið 1913 var það svo. Og í síðasta lagi verða þá páskar 26. apríl þegar gyllini- tal verður 6 og sunnudagsbókstaf- ur Ð. Það verður næst 1981, og var t. d. 1829. Þá var páskadagur 19. apr. Áður hefir verið tahð, að páska- dagur yrði í fyrsta lagi þegar gyllinital væri 14. og sunnudags- bókstafur D. Það var t. d. 1918 og þá var páskadagur 22. mars. Næst verður það 1970* en þá má búast við að páskadagur verði 29. mars, samkvæmt því sem um hefir ver- ið talað. Sú reikningsaðferð sem Sigurþór Runólfsson kennir í leiðarvísi sín- um, til að finna gyllinital, hefir ekki gildi nema til ársins 2000. Árið 1999 verður gyllinital 5 og á því að vera 6 árið 2000 en verð- ur 5 ef reiknað er með þeirri að- ferð, sem þar er kennd, og yrði svo áframhaldandi rangt. Jón Árnason biskup hefir aðra að- ferð, auðvelda og fljótlega, þar sem hann kennir að telja á fingrum sjer. Sigurþór Runólfsson telur að á hlaupárum gildi fyrri sunnudags- bókstafurinn fyrir tvo fyrstu mán- Frh. á bls. 183.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.