Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 4
176 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að lögum á þinginu 1907, og má því segja að uppnámið út af gullinu í Vatnsmýripni yrði til þess að vier fengum riáraalögin. MAÐUR ER nefndur Arnór Árna- son, sonur sjera Árna Böðvarsson- ar, er seinast var prestur í ísa- firði. Arnór fór til Ameríku og gerðist malmhreinsunarmaður í Chicago og hafði unnið að því starfi í 16—17.ár^og kynst malmsýnis- hornum hvaðanæva úr Bandaríkj- unum. Hann hafði tröllatrú á því að malmar væri í jörð á íslandi. Hafði hann ritað um það grein og bent á, að ísland væri á ná- kvæmlega sama breiddarstigi og þau lönd heimsins, sem auðug- ust, hafa reynst að malmum, eink- um gulli. Þessi maður kom nú hingað að vestan í öndverðum október 1905 og Ijék hönum mikill hugur á að fá nú úr því skorið hvort trú sín á malmnámur hjer væri rjett. og bjóst við að sönnunin fengist hjer norðan úndan Öskjuhlíðinni. Hann fekk til rann$óknar sand og mylsnu úr einni borholu þar af þremur, og komst að þeirri niðurstöðu að í því væri gull, silfur, kopar zink og áluminium,, og auk þess brenni- steinn til muna. Ljet hann blöðin hjer háfa það eftir sjer, að gull- magnið þarna mundi samsvara því að 144.50 krónur fengist úr smálest hverri. En þar sem þarna hafi fundist þessir fimm malmar, sje mjög mikil ástæða til að ætla, að þarna geti verið um auðlegð að ræða þegar lengra komi niður. Út af þessu birti Björn Kristj- ánsson grein í „Fjallkonunni“ hinn 3. nóvember og segir þar, að ekki sje hægt að rannsaka hve mikið sje af malmi í hinum ýmsu jarðlög- um, því að iðulega hafi verið sprengt í borholunni með dyna- miti. Hylkin utan um dynamitið hafi verið úr zinki og í þeim hafi líka verið látún og hreinn eir. Sje það því enn ósannað mál, að zink hafi fundist þarna. Mánuði seinna ritar Arnór grein í „ísafold“. Talar hann þar fvrst um það hvílík lyftistöng námur hafi orðið öðrum þjóðum og spyr svo: Eru námur til á íslandi? Hann svarar sjer síðan sjálfur á þessa leið: .„Jeg held því afdráttarlaust fram að svo sje, og sá tími kem- ur, að hjer verða opnaðar námur. Veruleg gullöld íslands er aðeins að byrja“. Síðan skorar hann á menn að kaupa hlutabrjef „Malms“ og „sjá ekki eftir nokkrum krónum, þar sem ef til vill getur verið um miljónir að tefla.“ VATNSLEITINNI í Vatnsmýrinni lauk með því, að þar var ekki nóg vatn handa Reykjavíkurbæ. Hinn danski bormaður fór því heim aft- ur með bor sinn. Og aftur varð kyrð og friður í Vatnsmýrinni. Kýr gengu þar næsta sumar, gæddu sjer á grasinu og höfðu enga hug- mynd um að þær gengu á gulli. Og það var eins og mennirnir hefði líka gleymt gullinu. Ekkert bólaði á framkvæmdum hins nýa námu- fjelags. Fjelagið beið eftir hentugum bor. Sumarið 1906 var Klemens Jóns- son sendur utan til þess að ná í borinn, en hann kom jafn nær heim aftur. Um haustið var Rost- gaard nokkur vjelstjóri sendur ut- an til að sækja borinn. Hann kom ekki heim fyr en í janúar 1907 og ekki kom hann með borinn, en sagði að hann „kæmi með Ceres í næsta mánuði“. Mönnum fór nú að þykja hálf- gert sleifarlag á starfsemi fjelags- ins, og var ekki laust við að dreg- ið væri dár að því, var t. d. farið að kalla það „gylta fjelagið“ í skopi. Og seinast í febrúar segir í einu blaðinu: „Ekki kom borinn með Ceres. Bótin er, að gullið þolir biðina“. Annað blað sagði: „Nú er komið á annað ár síðan sagt var að gull borsins væri von þá og þegar. Má samt vænta, að svo snemma verði byrjað á rannsóknum, að sýna megi konungi í sumar gullið úr Eskihlíðarmýrinni“. Vegna dráttar þess, sem varð á því að borinn kæmi kom upp mál- tækið: „Við sjáum nú til, þegar Ceres kemur,“ og hefur það lifað í alþýðumáli hjer fram á þennan dag. SAMT kom nú borinn með Ceres — en það var ekki fyr en í maí. Var þetta þá höggbor, sem muldi undir sig og varð að dæla muln- ingnum upp úr holunni með vatni og rannsaka síðan þá leðju er upp kom. Ekki var nú hægt að byrja á gullgreftrinum þegar í stað, því að Rostgaard, sem átti að hafa alla umsjón með verkinu, lá þá í tauga- veiki. Leið svo og beið fram yfir miðjan júlí. Þá kom hingað dansk- ur verkfræðingur, Jonas Popp frá Helsingjaeyri, sem h.f. Malmur hafði ráðið í þjónustu sína til þess að vera forstöðumaður eða fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Ekki voru notaðar hinar gömlu holur, er áður höfðu verið borað- ar, heldur var nú byrjað að bora á öðrum stað nokkuð frá. í nóvem- ber var borinn kominn niður í 114 feta dýpi og þar nálægt höfðu orð- ið fyrir honum tvö lög af zinki. Þótti það góður fyrirboði, því að talið er að í námunda við zink megi vænta annara málma, jafnvel gulls. Litlu seinna fanst vottur gulls úr tveimur sýnishornum, öðru úr 119 feta dýpi en hinu úr 124 feta dýpi. Þá fannst þar og eitt lag af zinki enn. Þegar komið var niður í 133—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.