Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 þeir augastað á Valona í Albaníu Þetta er lítil borg. Þar voru þá aðeins 8000 íbúar. Þegar Rússar gerðu sig nú að húsbændum þarna, sendi borgar- stjórinn harðorð mótmæli til al- bönsku stjórnarinnar, og hershöfð- ingi setuliðsins á staðnum var bál- reiður út af því að Rússar höfðu þýska sjerfræðinga með sjer. En þá hafði Stalin gert Enver Hoxha að einvaldstjóra í leppríkinu, og hann svaraði þessum mótmælum með því, að ef nokkur færi að æmta eða skræmta út af framferði Rússa, þá mundi það skoðað sem upp- reisnartilraun. Næsta verk Rússa var svo að senda þangað flokk manna úr leyni íögreglunni MVD. — Þessir menn rannsökuðu „hjörtu og nýru“ Val- onabúa, og þeir sem ekki voru „hreinir“ voru fluttir eitthvað á burt, og varð það um helmingur borgarbúa. Þeim, sem eftir voru, var harðbannað að yfirgefa stað- inn, nema með sjerstöku leyfi, en ckkert slíkt leyfi hefur verið út gefið. Þegar hjer var komið þótt- ust Rússar hafa komið ár sinni vel fyrir borð og nú fóru að drífa þang að rússnesk skip. Þau voru full- hlaðin af tötralegu fólki, sem Rúss- ar höfðu tekið' í Eystrasaltslöndum og hnept í þrælavinnu. Þessu fólki var komið fyrir í íangabúðum, sem voru reistar i skyndi utan við borg- ina. Nú var gefin út fyrirskipun um það, að allir sem vetling gátu vald- ið og heima áttu í Valona og í 40 kilómetra umhverfi á báðar hend- ur, skyldu gefa sig fram til „bygg- ingarvinnu“. Meðal þeirra, sem smalað var saman á þennan hátt, voru 12 ára drengir, 13 ára telpur og' allir rólfærir vistmenn á elli- heimilinu. Fólk þetta komst fljótt að raun um að vinnan var afar erf- ið, vninutimi langur og fæði bæði ilt og lxtxð. Fjoldi þeirra reyndi þa Bulqane, títkuivfseœráé* MÍ»*»**»*< •/4 (U/ Itýtnpiíiitttétt'i iHnt’j. J MWi&KUV »■/ ,,*tt ut**' x. ’tSAMSK iú.-trár **■*» . ' ikQOCO U>au ..■* Styttuér xutctí -* *e; Skut&r i (Vrj| jtlbmtíen. Ji tw Saiznlkt j 1/ . , *v»* AWlAMM'* < • “7*. v '&TJíÁ, t' ±\ ue\ n i Ijílíifcw I Itllli i ^ piuMatvmiFi í trt’Maj'id Hjer sjest hvernig Júgóslavia klýfur sundur leppríki Russa á Balkan. — — og reynir enn — að flýja, og sumum hepnast það, þrátt fyrir hin ströngustu varðhöld Rússa. Þýsku sjerfræðingarnir bentu á það, að virkjagerð sú, sem ítalir höfðu framkvæmt þarna, væri mjög bágborin. Tundurskeytastöðv unum væri illa fyrir komið og fall- byssurnar væri gamlar og ónýtar. En hellarnir og göngin á milli þeirra væri afbragð, og sýndu að ítalir væri snillingar í öllu því er lýtur að steinsmíði. Vegna þess töldu þeir hægt að gera þarna ó- vinnandi vígi. Nú hafa verið flutt- ar þangað stórar rússneskar fall- byssur af nýustu gerð og' nýtísku rákettubyssur. Þrælarnir eru látn- ir hlaða öflugar víggirðingar og göng á milli þeirra. Jafnhliða þessu vinna Rússar 'að því að styrkja varnir á landi. Þeir hafa gert óteljandi fallbyssulireið- ur í Karaburun fjöllunum strand- megin, suðaustur af Valona, og margar stöðvar fyrir rákettubyssur. í mýraflákanum innar af borginni hafa þeir steypt palla fyrir fall- byssur og loftvarnabyssur. Þrjá flugvelli hafa þeir og gert þar, og er eldsneyti flugvjelanna geymt i neðanjarðar byrgjum, likt og þeir hafa í VladiVostock. ÞÝÐINGARMEST við þennan hernaðar undirbúning er þó talið það, að Rússar eru samtímis að gera volduga kafbátahöfn í Vallona flóanum. Inst við flóann ganga klettar í sjó fram og eru þar marg- ir hellar stórir. Hinn nafnkunnasti þeirra er Pasha Liman-hellirinn, sem er svo rúmgóður að þar mætti hafa stórt loftskip inni. Nokkuð fyrir framan þennan helli skerst þriggja kílómetra langur tangi út í flóann og er þarna því sjálfgerð höfn af náttúrunnar hendi. Undir yfirstjórn þýsku verkfræðingan ia er nú hellunum þarna breytt í fe! u- staði fyrir kafbáta. En í gegn um tangann eða rifið hafa verið sprengdar rásir svo að kafbátanur geti siglt þar beint inn. Það er nú sannfrjett, að í Pasha Liman-hellinum geyma Rússar marga kafbáta, flesta af nýtísku gerð, liina svokölluðu Walther- kafbáta, samskonar og þá, er Þjóð- verjar voru að srníða í stríðslok. Orðromur kom upp um það í stríðs lok, að eftir fyrirskipan Dömtz

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.