Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 Gísla treysti jeg mjer ekki að rengja, því hann er margfróður og sjerstaklega minnugur á allt það, sem að þessu efni lýtur. Gísli seg- ir: Það, sem menn vita næst um ferðir manna í Hagafell er þoð, að fyrir 80—90 árum, fór þangað fyr- ir forvitnissakir ungur röskleika- maður, Þorsteinn Þorsteinsson frá Úthlíð, bróðir sjera Árna síðast prests á Kálfatjörn, voru þeir bræð ur ættaðir frá Úthlíð. í þessari ferð fann Þorsteinn einn veturgamlan hrút, höfuðsóttarveikan (vanki). Talið var víst að kind þessi hefði þangað ranglað sökum höfuðsótt- arinnar, því alkunna er það að kindur með þá veiki eigra með ám og vötnum og komast þá stundum á ólíklegustu staði. Svo líða 30—40 ár, sem enginn veit til að farið væri á fellið. Næst fer þangað Þor- steinn Vígfússon frá Helludal, og fann þar tvo lambgeldinga frá Hrosshaga, svartan og mórauðan. Frá því var farið að fara í fellið við og við, — en þó liðu ár svo að ekki var farið, og þar sem vatnið lá stöðugt upp að jöklinum, trúðu menn því, að fje færi ekki út á hann til þess að komast á fellið. S''ð ustu 20 árin, eða sem næst því, hefir verið farið árlega þangað, og er það hluti af fjallskilum þeirra, sem þangað fara. Þeir, sem leita fellið eru ekki bundnir við almenn- ar göngur nje lögrjettir, enda illt að sameina það, sökum þess hve oft hefir verið erfitt að komast í fellið, og ekki síður vegna hins, hve það tekur venjulega langan tíma að ná þeim kindum, sem þar eru úr fellinu, og gæti því leit í heild. tafist um of, af þeim sökum. Mjög er það áberandi, hve kindur, sem ganga í Hagafelli yfir sumarið, eru styggar og erfiðar viðureignar. Þær mega helst ekki menn sjá, fyrr en þeir hafa umkringt þær svo, að helst sje ekki undankomu auðið. Fyrir kemur það, að menn verði að fara 2—4 ferðir í fellið á hausti, svo illar viðureignar eru á stund- um þessar sárfáu kindur, sem halda sig á þessum einstæða af- rjetti. Þegar dönsku landmælinga- mennirnir voru þar 1905—’07 fund- ust beinagrindur nokkurra kinda, sem úti höfðu orðið þar. Flest mun hafa komið úr fell- inu á einu hausti nær 20 kindur. Engin sjást þar merki eftir menn. utan ein lítil varða, sýnilega forn, og er hún á litlum hól framarlega á fellinu, og getur hún vel hafa verið byggð, meðan jökullinn lá lengra fram á fellið. Nú mun vera um einnar stundar gangur inn fellið, þar til á jökul kemur. Þannig sagðist Gísla frá, og sann- ar þessi fróðlega frásögn, sem jeg tel að nefna mætti „landnám í Hagafelli", enn einu sinni, hve greindir og fróðir alþýðumenn geta lengi lúrt á óskráðum sögum úr lífi og starfi íslenskrar alþýðu. Engin fann jeg ellimörk á frá- sögn þessari þrátt fyrir það, þótt sögumaðurinn sje kominn á átt- ræðisaldur, svo ljett sagði hann frá og hiklaust. Þó hygg jeg þessi ljettleiki í frásögninni stafi ekki frá því, að þessi saga hafi svo oft verið áður sögð, og dreg jeg það af því, að við Gísli erum búnir að þekkjast allvel nær tuttugu árurn, og stundum verið samvistum um lengri tíma, þó hefir hann ekki fyrr sagt mjer þessa sögu, og var það tilviljun ein, að hana bar á góma í haust. Eftir að það varð að fastri venju, að senda menn til leita hvert haust í Hagafell, varð það að samkomulagi milh Tungna- manna og Laugdæla, að senda þangað sitt árið hvor, þar eð talið er að fellið sje í mörkum tjeðra hreppa. Flestar kindur sem úr fell- inu koma, eru úr Biskupstungum, þó ber til, að kindur eru þar úr Laugardal. Venjulega fara þangað, þ. e. í fellið, þrír menn til leita og hafa þeir um það nokk- urt sjálfdæmi hvenær farið er, en venjulega mun það vera snemma í október, og þá eftir tíð og tungli í Helgafell fara tæplega nema fráir menn og reyndir smalar. Að lokum vil jeg geta þess, að jeg hef nokkuð leitað, bæði í forn- sögum okkar, svo og ýmsum ferða- bókum, eftir nöfnunum, Hagafell og Hagavatn. íslendingasögurnar geta hvergi um þéssi nöfn. í ferða- bókum Sveins Pálssonar og Eggerts Ólafssonar, er aðeins minst á Haga- vatn, en Hagafells hvergi getið, svo að jeg gæti fundið. 1 ferðabók Þ. Thoroddsen I., bls. 197, segir: .,Upp af Hagavatni gengur langpr og breiður hamrarani (Hagafell) snjó- laus langt upp í jökul, íiafa skrið- jöklarnir klofist um þetta fell.“ í umgetnum bókum hef jeg ekkert fundið, sem bent gæti á uppruna þessara nafna, og verða menn víst að hafa sínar meiningar þar um, enn um sinn, en gaman væri ef einhver gæti komið með líklegri skýringu á nafni Hagafells, en þær sem hjer hafa nokkuð verið rædd- ar, en verði það ekki, verður víst hver að trúa því, sem honum þyk- ir trúlegast þar um. Saga sú, sem að framan er sögð, er meira sögð hjer til gamans og fróðleiks, heldur en fullgild sönnun, þótt jeg telji hana ekki allólíklega. Drykkjuskapur og sjálfsmorð. Fyrir hálfri öld var svo talið, að náið samband væri milli drykkju- skapar og sjálfsmorða. Þá var í sjálfu vínlandinu Spáni minni drykkjuskapur heldur en í nokkru öðru landi í Evrópu og jafnframt minst um sjálfsmorð,aðeins 30 af hverri miljón manna á ári. í þðr- um löndum voru tölurnar þessar: Englandi 175, Frakklandi 186, Svisslandi 239, Danmörk 251 og Saxlandi 392 af hverri miljón. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.