Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 2
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hjeruð hafi um langt skeið búið við sitt sjerstaka húsalag. En það er ekki meining mín að koma hjer rrleð neinar tilgátur um húsalag fyxri alda í sveitum lands- ins, slíkt verkefni er mjer ofvaxið. En með þessum línum vildi jeg minnast á eitt merkilegt bæarhús, sem sennilega hefur lengst af verið bygt með sama lagi, en var ómiss- andi á hverjum sveitarbæ, þótt stærð þess og lögun hafi verið misjöfn eftir efnum og ástæðum eigandans. Þetta hús er skemman, en hún hefur nú vikið af flestum sveitarbæurti, en kjallarar hlaðnir eða steyptir tekið við hlutverki hennar. Orðið skemma er meðal þeirra orða sem mjög hefur breytt um merkingu; að vísu merkir það nú sem fyr hús skamt frá bæ, en á söguöld var þetta viðhafnarhús gjarnan bústaður hefðarkvenna, en nú merkir það aðeins geymsluhús, sem á fyrri tímum hefði verið nefnt útibúr og er þetta rjettnefni, þó skemmunafnið verði hjer notað. En áður en lýst er geymsluskemm- unni og hlutverki hennar í búskap bóndans, er rjett að litast um í skemmu sögualdarinnar, en stutt- orða og góða lýsingu hennar er að finna í Víglundarsögu (bls. 2) og hljóðar þannig: „Jarl unni mikið dóttur sinni, ok var svá vandlátr um hana, að eng- inn karlmaður mátti tala við hana. Jarl ljet gera henni eina skemmu; það hús Ijet hann vanda með allri smíð. Skemman var víða grafin og gagnskorin, og rent gulli í skurðir.a. Þetta hús var þakit með blýi ok steint alt innan. Skíðgarðr hár var um skemmuna ok læst grindarhlið með sterkum járnhurðum. Eigi var þetta hús miðr vandat utan en inn- an. Þessa skcmmu bygði jarlsdótt- ir ok hénnar þjónustulið." Þo þessi skrmma hafi ekki staðið á íslenskri grund, er vafalaust o- hætt að telja hana sem fyrirmynd sögualdarskemmunnar. En nú skal vikið að geymslu- skemmum síðari tíma. Bygging torfhúsa er eitt af þeim vinnubrögðum, sem ekki eru leng- ur tíðkuð. Jeg ætla því í þessu stutta máli að biðja lesandann að fylgjast með byggingu skemmunn- ar, sem jeg geri ráð fyrir að fari fram í maí og júní, og síðan að bjóða honum að litast um í skemm- unni í októbermánuði, þegar bónd- inn hefur komið þar fyrir vetrar- forða sínum. Við hugsum okkur þá ungan bónda, sem hefur tekið við jörð og búi af fyrirrennara sínum. Bærinn er torfbær, og snúa þil móti suðri. Vestast í bæarröndinni er smiðja, þá hjallur, næst baðstofa og bæar- dyr, og síðast búr, en eldhús er að húsabaki. En á þessum bæ vantar skemmu, bóndinn hefur því ákveð- ið að byggja hana og skal hún standa austast í bæjarröðinni, og snúa þili fram á hlaðið sem hin bæarhúsin. Um haustið hefur bóndinn látið rífa upp allmikið af hleðslugrjóti í hlíðinni fyrir ofan bæinn, hann hefur sett það í stórar hrúgur, en dregið það síðan heim á hjarni um veturinn. Því standa nú stórar grjóthrúgur austan við bæinn. — Grjótið er grágrýti misjafnt að stærð og lögun, en fremur gott að slá á það kant; stærstu steinarnir eru ekki eins manns meðfæri. Blettinum austan við búrið, þar sem skemman á að standa, hallar dálítið til suðurs, fram að stjett- inni, og þegar bóndinn hefur skemmubygginguna, eftir að hafa lokið við voryrkjur, er það hans fyrsta verk að grafa þarna inn í hallann lárjettan flöt, dálítið stærri en gólf skémmunnar á að vera. Moldinni mokar hann upp á barm- ana, og hugsar gott til að nota hana sióar i veggina. Þegar greftinum er lokið er næst að ákveðna nánar stærð skemm- unnar. Bóndinn ákveður að hún skuli vera 3 faðmar (6 m.) á lengd og 2 faðmar (4 m.) á breidd. Næst velur hann stærstu steinana og leggur þá í undirstöðu, fyrst í hliðveggi en síðan í gaflhlað, en gaflinn fram að stjettinni er opinn, því þar á að vera trjeþil. Þegar þessu er lokið er næst að ákveða þykt veggjanna, hann hefur þá 5 fet að neðan, og leggur þannig ytri hleðslu úr grasgróinni snyddu, fyrir gaflhlaði og þeirri hlið sem veit frá búrinu, en hliðvegginn sem að búrinu veit hyggst hann að hlaða upp með búrveggnum, og ákveður þykt hans 3—4 fet. Þessu næst mokar hann mold upp í vegg- inn, svo að vel sje sljettfult milli grjót- og snydduhleðslu. Næsta verk var svo að slutla og troða vegginn. Til að stutla vegg- inn gerði hann sjer verkfæri sem hann nefndi stutul. Það var spýta mjó í annan endann. Með stutlinum tróð hann vandlega í hverja holu kring um steinana, en síðan stígur hann upp í vegginn og treður hann með fótunum. Það þótti sjerstaklega einkenna góða hleðslumenn að þeir lögðu mikla áherslu á að troða vel vegg- ina. Um þetta sannfærðist jeg eitt sinn er jeg heyrði á samtal tveggja manna. Jeg kom þar að sem gam- all og góður hleðslumaður var að hlaða vegg sem hann vandaði mjög til. Unglingur var honum til að- stoðar og var að stutla vegginn, en var latur við verkið, og virtist ekki skilja þá miklu vandvirkni sem gamli maðurinn krafðist. Að lok- um spyr drengurinn hvort þörf sje að troða meira vegginn, en þá drundi í þeim gamla: „Þú skalt pissa á vegginn í kvöld, drengur minn, og ef pollurinn stendur þar á morgun, þá er nóg troðið“ En þo ekki ben að taka þessi orð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.