Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 2
það er hvernig Hliðarhús með Ána- naustum komst undir Helgafells kirkju. Einkennilegt er það líka, ef þjóð- saga þessi hefur myndast i Reykjavík, því að þar átti ölivim að vera kunnugt u'm það, að bæði Skálholtskot og Hlíð- arhús voru upphaflega hjáleigur, og cf nokkur veiði heföi verið i tjörn- inni, þá var liún eign Reykjavikur. Að vísu var Hlíðarhús orðin sjalistæð jörö nokkru áður en hún komst undir Helgafell. ÞEGAR Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var samin 1703, segir að Hliðarhús sje sjerstök jörð og í eigu Elínar Hákonardóttur, sem þá átti heima á Látrum við Ingólfsfjörð. Hlíðarhús er talin sjöttungur úr Reykjavíkurlandi, eða 10 hndr. „óskift úr heimalandi jarðarinnar að öllu nema því að töðuvallamerki eru af- deild og eigna sjer Hlíðarhúsa ábú- endur og eigendur alla tiltölu til sjött- ungs úr Reykjavíkur heimalands kost- um og ókostum til lands og sjávar“. Tvíbýli var þá á jörðinni og tvó kú- giJdi sitt hjá hvorum ábúanda. „Leig- ur betalast í peningum upp á fiskatal, eður fiski til eigandans meðtökumanns lveima -----Heimræði og skipsupp- sátur brúliar jörðin undir töðuvelli sínum.“ Á þessu seinasta sjest, að Hlíðarhúsatún mun þá hafa náð nið- ur að Grófinni, því að kunnugt er að þar höfðu Hlíðarhúsamenn haft upp- sátur frá ómunatið. Um Ánanaust, „hjáleigu frá IJlíðar- húsum" segir: Landskuld XLVIII alin. Betalast með 2 vættum og 3 íjórðungum fiska, eða peningum upp á fiskatal til landsdrottins Elínar Há- konardóttur, og meðtaka hennar um- boðsmenn lieima á hjáleigunni." Eitt leigukúgildi var þar. SainkVæmt Jarðabókinni átti Ehn Hákonardóttir þá einnig Engey og Laugarnes, og mun hafa erft þær jarð ir eftir föður sinn. En ekki er kunnugt með hverjum liætti hún hefur eignast Hlíöarhús. Lr ekki óhugsandi að Gísli lögmaður Hákonarson afi hennar hafi átt jörðina. Þá giska og sumir á að jörðin hafi verið komin í hennar eign sem arfur frá hinum afanum, Magn- úsi lögmanni Björnssyni á Munka- þverá, sem var auðmaður mikill og átti fjölda jarða. Þá er og ekki loku fyrir það skotið að hún hafi sjálf keypt jörðina, eða fengið hana í maka skiftum. En 25. júní 1708 selur hún Hlíðar- hús með Ánanaustum Ólaíi nokkrum Ólafssyni, fyrir 100 rdl. í lausafje. Þessi Ólafur gaf svo Helgafellskirkju jarðirnar 1723. Sjest það á vísitazíu Jóns biskups Árnasonar 1724, því að þar stendur svo: „Hjer að auki hefur sá dánumaður, Ólafur Ólafsson, gef- ið kirkjunni að Helgafelli á næst liðnu ári jörðina Hlíðarhús á Seltjarnar- nesi, 10 lindr. að dýrleika með hjá- leigunni Ánanaustum." Ekki er nú vitað hver þessi Ólafur Jiefur verið, nje af hvaða ástæðum hann gefur kirkjunni jörðina. Liklega heíur hann átt lieima fyrir vestan og hefur máske kynst Elínu meðan hún var prófastsfrú í Vatnsfirði. Vigfús sonur Elínar var prestui- að Iielgafelli og dó þar úr stórubólu árið 1707, eða árinu áður en Ólafur kaupir Hlíðar- hús. Eftir Vigl'ús varð prestur á Helga felli síra Guðinundur Jónsson, bróðir Valgerðar konu Steins biskups. Hann druknaði í ósi nolikrum, er liann var á heimleið frá Bjarnarhaíuar kirkju 2. sunnudag í íöstu 1716. .Þá koru að Helgafelli sjera Þórður ÞórÖarson annálaritari og var þar prestur 2 ár. Þá íekk Snorri Jónsson (launsonur Jóns Magnússonar bróður Árna) stað- inn og fluttist þangað 1720 norðan frá Hólum, þar sem hann hafði verið kennari. Er óvíst hvort nokkuð er á því að græða um tilgang gjafarinnar, hverjir voru Helgafells-prestar um það leyti. UM upphaf Hliðai-liúsa og nafn hefur Ólafur prófessor Lárusson ritað, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að þar hafi upphaflega verið fjárltús frá Reykjavík. Hallinn norður af Landa- kotshæðinni hafi þá verið kallaður hlíð, og f járhúsin kölluð húsin x hlíð- inni, Hlíðarhúsin. Síðan hafi þar verið bygð hjáleiga með því nafni. Það sje að minsta kosti enginn vafi á þvi, að Hlíðarhús sje bygð í Reykjavíkur- landi. Hliðarliús munu hafa orðið sjálf- stæö jörð um það bil er konungur eign aðist Reykjavík, annað hvort í Iok 16. aldar eða í upphaíi 17. aldar. Þau áttu beitarhús í Sels-landi, þar sem kaliað var Sauðagerði, og liefur það mafn haldist fram á þenrian dag. Selstöðu áttu þau og suðvestan undir Óskju- liliðinni og heitir þar síðan Seljamýri (norður af Nautliól). Árið 1828 gaf Elín* Þórðardóttir Sighvatssonar i * Hún var tnóðir Soffúgmóður Berg- Ijotar fyrri konu Haralds.próf.:Níels- sonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.