Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Page 17
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 635 OG RANNSÓKNIR Á ÞYÍ HITINN UNDIR JÖKLINUM gerir þannig vart við sig, að sigkatlar myndast, eins og hjer sjest. Fremsti sigketiliinn er um 80 metra djúpur, 800 metrar í þvermál, og vatn i botninum. Móta sjest fyrir vatnsfarveginum undir jöklinum frá dökka blettinuni til vinstri skáhalt niður að hægra horni my ndarinnar. einkum undir kvöld og svo nóttina á eftir. Komu þá eyrar upp milli ál- anna hver af annari, en áin helst þó í allmiklum vexti fram um mánaða- mót. Þetta er mesta hlaupið, sem kom- ið hefir í Skeiðará síðan 1938. Þáu hlaup. sem komið hafa þar á milli, hafa verið miklu minni. Vorið 1939 kom óeðlilegur vöxtur í ána, og ann- ar meirl í maí 1941. En í hvorugu því hlaupi brotnaði jökullinn svo teljandi væri. En þetta hlaup bar allstóra ís- inn eftir, miðvikudag, óx áin enn og þóttust þeir þá vita, að hverju færi, enda var vatnið í ánni þá orðið mik- ið meira heldur en að sumarlagi. Fimtudaginn 20. sept. fór Oddur í Skaftafelli við annan mann út yfir jökul. Ætluðu þeir að vitja um reka- timbur, sem þeir áttu á sandinum fram á miili kvísla. Fóru þeir yfir ána á jökli. Var hún þá orðin ærið vatnsmikil, en helst þó enn í útfalli sínu. Tveimur dögum seinna, laugardag- inn 22. sept. sprengdi svo vatnið nýtt útfall vestar en hið fyrra var. Sást þá og einnig til vatns austan við sæluhúsið á sandinum, en ekki voru menn vissir um, hvort nokkur útföll væri þar fyrir vestan. Um helgina óx vatnsmagnið svo til mikilla muna og virtist hlaupið ná hámatki sínu á þriðjudagsnótt 24. sept. Alla þessa daga var megn jökulfýla af hlaup- inu, og 'fell þá mjög á þil í Skafta- felli, einkum á mánudaginn, svo þau sýhdust dökkgrá eða svört, en voru áður hvítleit. Á þriðjudaginn tók vatnið að fjara,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.