Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 22
640 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Þeir voru margir og gráir fýrir járnum, svo engri mótstöðu varð komið við. Nokkrir þeirra smöluðu íbúunum saman eins og fjárhóp við dönsku verslunarhúsin. — Ef ein- Jiverjir þrjóskuðust, voru þeir höggnir þegar í stað. llinir rændu bæina og tóku alt fjemætt, sein ]»eir gátu komist með. Síðan kveiktu þeir í byggingunum. — Eyj an öll unidi af angistarkveinuin hræddra, særðra og deyjandi nianna Alt var á ringulreið. Fáeinir sluppu og gátu falið sig, en sumir þeirra fundust aftur. Nokkrir klifruðu í kletta, en ræning.jarnir skutu þá ílesta niður. Þetta voru viltir og grimmir menn. Þeir drápu miskunn arlaust alla sem voru gamlir og ellihrumir, en þyrrndu unga fólk- inu: Það átti að -seljast mansali. Ormar var að vinnu sinni í einu af fjárhúsunum, þegar hann heyrði fyrsta ópið. Ilann varpaði frá s.jer verkfærunum og tók á rás heim. En hann hafði skammt farið et- hann mætti Guðrúnu. Andlit hennar var náfölt og afmyndað. „Þeir — þeir hafa drepið pabba!“ stamaði hún. En í sama bili var sem hún áttaði sig. Hún þreif í hönd honum og dró hann með s.jer. Þau hlupu til fjalls. Enginn elti þau og þau kom- Ust heilu og höldnu að helli einum lippi í hlíðinni. Þar skriðu þau inu og fleygðu s.jer niður 'örþreytt. Úr hellinum höfðu þau gott út- pýni yfir byggðina og það var hræði leg s.jón er mætti augum þeirra. — Hæirnir stóðu flestir í ljósum loga og úr öllum áttum voru menn rekn- ir til strandar af æpandi ræningjum. Orvæntingaró]) og sársaukavein heyrðust hyaðanæfa. Ormar virtist ekki s.já það sem fram fór. Ilann starði án afláts til lands, á Eyjafjallajökul. — Alt í einu brosti hann og sagði: „Guði sje lof fyrir að hún var íatin hjeðan, að hún er örugg!“ Guðrún leit til hans og hoi;fði á hann lengi. Fölt og harðlegt andlit hennar varð einkennilega milt og viðkvæmnislegt. — voru nú að leita að þeim, er hlaup- voru nú að leta að þeim. er hlaup- ist höfðu á brott. Tvisvar liinnum fóru nokkrir þeirra fram hjá, neð- ar í hlíðinni, en þeir litu ekki i áttina til hellisins. Dagur leið að kvöldi; brátt myndi myrkrið detta á og frelsa þau. Þeim kom samau um að leita hærra til fjalls um nótt- ina og finna sjer öruggari felustað Alt í einu greip Guðrún í hand- legg Ormars. llann hrökk við og leit út. — Skamhit fyrir neðan hell- inn stóðu þrír vopnaðir ræningj- ar og störðu á munnann; þeir höfðu auðsýnilega komið auga á hann og voru nú að ræða íuálið sín á milli. Það leit út fyrir að þeir væru eitt- hvað ósammála: en að lokum h.jelt einn þeira af stað upp að hellinum og hinir fylgdu í humátt á eftir. Guðrún og Ormar litu hvort á annað. Ormar brosti, en hún sá hve fölur hann var og að angistin skein úr augum hans. ..Orinar!“ hvíslaði hún og færði sig nær honum. „Ormar, — elskarðu Katrínu?“ Hann kinkaði kolli. „Og ]ni ætlar að verða henni góð- ur — altaf og æfinlega?“ „Já,“ svaraði hann; ,,jeg hefði orðið henni mjög góður. Hún er eina konan sem — —“ Ilann lauk aldrei við setninguna. Hún hafði tekið uj)p hnefastór- an stein. Ilúri vissi hvar hún átti að slá svo að hann misti meðvitund, en biði ekki bana af högginu. Á augabragði fann hún blettinn á höfði hans og ljet höggið ríða. Hann hneig niður án þess að gefa hljóð frá s.jer. Síðan dró hún hann inn í dimmasta skotið í hellinum. Þar kraup hún við hlið hans og horfði stundarbil á am-litið sem hún unni. Er ræningjarnir þrír nálguðust hellinn hljóp æpandi kona út úr honum. Hún þaut fram hjá þeim og stefndi á bygðina. Þeir tóku þeg- ar á rás á eftir henni, en náðu henni ekki fyrr en kom að húsum dönsku verslunarinnar. ÞEGAB Ormar raknaði úr rotiuu var komin koldimm nótt. Enn gusu logar u])|) úr rústum sumra hæanna en algjör þögn grúfði, yfir ðllu. llann verkjaði í höíuðið og var máttlítill í hnjánum, en var að öðru leiti óskaddaður. Eftir nokkra hvíld h.jelt hann til bygðar. Við dönsku verslunarhúsin liitti nann nokkrar örvinglaðar mann- tskjur, sem sátu þar og vermdu sig við glóðina í brunarústunum. —1 Ræningjarnir voru farnir fyrir stundu. Þeir höfðu flutt á brott tneð sjer flest vinnufært fólk úr Ey.j um. Eins og kunnugt er. voru nokkr- ar af þessum óhamingjusömu mann- esk.jum leystar úr ánauð síðar. En meðal þeirra, sem aldrei spurðist neitt til framar, vav Guðrún íllaga. - Molar - Þegar kristnir menn tala um „Land,- ið helga“ eiga þeir við Gyðingaland, þar sem Jesús Kristur lifði og starf- aði. Þegar Múhameðstrúarmenn tala um „Landið helga“ eiga þeir við Ara- bíu. Buddhatrúarmenn kalla Indland aftur á móti því nafni. Laugardagur var einu sinni kallað- ur þvottdagur, aðfaranótt laugardags þvottnótt og laugardagskvöld þvott- aftan. Sögnin að öxa var til í fornu máli og þýddi að höggva.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.