Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 20
638 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GUÐRXJN í HAGA Saga frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum ^JCristmann Cjukmunclí óson Á BÝLINU Haga í Vestmannaeyj um bjó vel stæður bóndi; var hann ekkjumaður og átti eina dóttur barna. Hjet hún Guðrún og var kvenkostur góður. en talin stolt og einþvkk. Auk ])ess hafði bóndinn tekið að sjer foreldralausa telpu, er nefndist Katrín. Stúlkurnar voru jafnöldrur og mjög samrýndar, lenda þótt þær væru jafn ólíkar sem dagur og nótt. Katrin var hávaxin, grönn, ljós yfirlitum, með barns- legt andlit og stór spvrjandi augu. Ekki var hún vel fallin til vinnu. Ilún var draumlynd, hafði gaman af skáldskap og eyddi miklum tíma í rósasaum, er hún var framúrskar- andi vel að sjer í. Allií ungu menn- irnir 1 Eyjum voru hrifnir af henni, Iþótt þeir þyrðu ekki að iáta það í Ijós. Hún var svo falleg, fíngerð bg aðlaðandi, að þeir urðu ósjálf- rátt þögulir og háttprúðir í návist hennar. Guðrún þótti einnig lagleg stúlka. Hún var í meðallagi há, dökkhærð með grá augu, er gátu orðið nokk- uð hvöss á stundum. Um fermingu hafði hún orðið að taka að s.jer hússtjórftina, því að þá andaðist hióðir hennar. En henni fórst það vandaverk vel úr hendi frá byrjun. Hún var hraust og dugleg og vinnu- fólkinu þótti hún ströng, en allir báru virðingu fyrir henni og ekki tjáði að sýna henni óhlýðni eða þrjósku. .Tafnvel fullorðnir húskarl- ar gátu átt von á því að fá vel úti látinn löðrung hjá henni, ef þeir gerðu ekki það sem hún skipaði þeim. En hversdagslega var hún tnild og góð hjúum sínum. — Ungu tnönnunum þótti fas hennar heldur fráhrindandi. En sökum þess að' hún var ein ríkasta .heimasætan í Eyjum, og auk þess fyrirmyndar- ihúsmóðir, litu margir hana hýru auga. VORDAG einn kom ungur maður siglandi til ey.janna í nýjum, tjörg- uðum bát, með hvítum seglum. — Hann var skartlega klæddur, í föt- um úr útlendnm dúk og með falleg- an, gráan hatt á höfði. Þetta var hávaxinn piltur, Ijós á hár, axla- breiður og útlimagrannur, með ljóm andi augu og brosandi munn. Ilann dró bátinn sinn á land og gekk heim að Haga. Það kom upp úr kafinu að hann var eitthvað skyldur Hagabóndan- um, en ekki hijfðu þeir áður sjest. Gerðist hann heimamaður hjá frænda sínum og varð þar brátt hvers manns hugljúfi. Nú hófst nýtt tímabil í lífi fóst- ursystranna. Þeim leist báðum mæta vel á piltinn, cnda var hann svö kátur og skemtilegur að af bar. Jlann gaspraði við þær báðar og söng fyrir þær fögur kvæði. En hann gerði þeim jafnt undir höfði og virtist taka hvoruga fram vfir hina. Ilann kysti þær fyrir allra augum og hló að þeim, þegar þær roðnuðu. Gaman hans var græsku- laust og hann varð ekki sakaður um ljettúð. Margar stúlkur í Eyj- um litu hann hýru auga og reyndu að koma honum til við sig, en ár- angurslaust. Hann leit ekki við öðrum en heimasætunum í ITaga. ÍMenn þóttust vita að önnurhvor þeirra myndi verða konan hans; en gallinn var að hann virtist vera jafnhrifinn af þeim báðum. Og þegar frá leið tóku ýmsir að jhalda því fram að hann myndi vilja þvoruga. Er sumri hallaði sat hann oft tímum saman uppi hlíð og horfði til lands. Sveitin hans var undir Eyjafj- °g þar var fagurt. Ef til vill beið einhver eftir honum þar. Ekkert vissu menn um það, en hver þugsaði sitt, Og mest hugsuðu þær um það, Guðrún og Katrín. Því þær urðu báðar heillaðar af hinum fagra ókunna sveini; það gat ekki öðru- vísi farið. Um miðsumarleytið tóku að berast fregnir um að sjóræningjar hefðu gert strandhögg á Vestfjörðum. Sló óhug á fólk við þessi tíðindi og var mikið um þau rætt. En þetta var um annatímann og margt að starfa; óttinn gleymdist brátt yfir stritinu. Ókunni pilturinn — Ormar hjet hann — hló að frjettunum um ræn- ingjana, eins og öllu öðru. Hann var síhlæjandi. Sama dag söng þann fyrir stúlkurnar kvæði um fagra mey, sem dökkbrýndir út- lendingar náðu á vald sitt og fóru með í fjarlægt land. Leit allilla út fyrir henni um tíma, en svo gekk ihún að eiga sjálfan ræningjaforingj- ann og gerði hann að fyrirtaks- manni. Síðan urðu þau ofan í kaup- ið konungur og drottning. ■— Fóst- ursysturnar vissu vel, að hann hafði brkt kvæðið sjálfur og gerðu að því góðan róm. Næst er þau voru ein saman, Guö !rún*og hann, spurði hún: „Er það satt, sem fólkið segir, að þig langi heim aftur? Ormar hló. — „Ekki þegar þú ert hjá mjer!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.