Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 7
ÞAÐ ER MORGUNN ura hásuraar, eiun algengan veðurdag á Þorska- fjarðarheiði. Þoka takmarkar skygn ið niður í örfáa metra. Uði, bróðir þokunnar, vætir alkmeð hinni mestu nákvæmni. Það er hrollkalt og hrá- slagalegt í l)esta lagi. Ut úr einu tjaldinu kemur hár maður og þrekinn. Það er verk- stjórinn. Ilann gengur að hverju tjaldi og býður góðan dag, hátt og snjallt og hressilega. Ef tjaldbúar svara þessu engu endurtekur hann ávarpið. Oftast er honum svarað fljótt og ákveðið, en stundufti ó- glöggt vir fjarska draumalandsins eða þeirra vermilanda, sem hafa sæng fyrir himin. Nú er fótaferða- tími, Það verður öllum að skil.jast. Ef einhvern brestur skilning á því eða gleymir því, er hann hiklaust minntur á það af tjaldfjelögum sín- um. Ef skilningsleysi og gleymska grípur alla tjaldfjelagana, er maður sendur áður en langt um líður þeim til skilningsauka. Það er nokkurn veginn jafn kalt inni í tjöldunum sem úti. Þó hitar enginn upp, það tekur því ekki að kveikja á olíuvjelinni. Snmir hend- ast upp úr rúnvinu jáfnskjót og þeir vakna, en aðrir doka ögn við, ylur- inn undir sænginni lokkar. En allir eiga þeir sammerkt í því, að þegar þeir fara á fætur, þá þjóta þeir upp úr rúminu og æða í fötin. -— Þegar menn hafa klæðst, bíður þeirra hafragrautur í matarskúrn- um. Þann graut jeta þeir allir. ef ekki af matarlyst, þá af forsjálni, því að þeir eiga fyrir höndum 4 stunda vinnu, þangað til þeir nær- ast aftur. Skyndilega stendur flokk stjórinn upp frá borðum og gengur rakleitt út. Rjett á eftir heyrist blístur úr flautu hans, sem tilkynn- ir, að vinnutími sje hafinn. Menn standa undir eins upp og ganga út, taka hlífðarföt sín og klifra upp á pall vörubifreiðar, sem flytur þá að vegarendanum, sem altaf LESBÖK MOROUNBLAÐSINS 431 fjarlægist með hverri vinnustund- inni sem líður. Á bílnum er kæti mikil, enda eru þar eingöngu ung- ir menn. Spaugsyrði þjóta eins og örfar, skammimar eru vel meintar og grínið græskulaust og fvndið. Hláturinn er óþvingaður, menn hlægja með öllum líkamanum. —■ Stundnm taka þeir lagið, hver eins og hann hefur krafta til, raddbönd og vind. Söngurinn er óheflaður. en nógu góður fyrir þoku og gráa steina. Einn piltanna, með feikna stóran sjóhatt spyr við og við, hvernig veðrið sje. „Þarna er sjó- hattur með mann“, segir einn f.je- laga hans óspurðúr. Tveir menn velta því fyrir sjer upphátt, hvort þriðji maður beri ástarhug til lieima sætunnar feitu. sem bauð honum. upp i dömufríinu á síðasta balli. Þeir taka af honum ómakið að vrk.ja ttl hennar og yrkja því fvrir hans hönd: Elsku feita Fríða mín, fagurt er kattarandlit þitt. Ot't verma þíu h.jartað veika mitt vatnsbláu, pírðu augun þín. Það er einnig spurt fyrir hans hönd :• Meyjan, sem hjartað og huga minn tók, hvaðá hún mikið á Sparisjóðsbók? Einum finnst það r.jett að minna ti þær staðreyndir að: Borið við lærin er mittið mjótt, og mátulega’ er hún hjólbeinótt! Og annar segir fyrir munn hlut- aðeigandi: Mitt hjarta af ást við brosið ' brennur. Fagrar eru hennar fölsku tennur! Nú leggur sá ,.ástfangni“ loks- ins sjálfur orð í belg og lýsir því yfir, að hann sje á móti öllu kven- fólki og ætli sjer aldrei að skifta s.jer af því, og eignist hann börn, þá voni hann, að það verði allt saman strákar!! Þá er bíllinn kominn á áfanga- stað og strákarnir „hjálpa“ hverjir öðrum að komast ofan af vörupall- íuum. Hvar maður fer á sinn stað og tekur til við sín áhöld. Tveir og tveir vinna saman í hverri færu, en svo kallast það svæði, sem er á milli stika. Er það kapp í mönnum að ljúka við sem flestar færur á degi hverjum. En færurnar eru misjafnar, sumar stórgrýttar og erf- iðar viðfangs en aðrar þannig, að lítið þarf við þær að gera. Það er því enginn mælikvarði á afköst manna, hva,ð margar færur þeir hafa lokið við um daginn. Vinnan er fólgin í því, að gera færuna akfæra. Til þess þarf ýmist að taka grjót burt, þar sem er of mik- ið af því, eða setja gr.jót til að styrkja jarðveginn, þar sem hann er of gljúpur. Þá þarf einnig að jafna til. moka möl í veginn o. s. frv. Stundum verða svo stórir stein- ar í vegi fyrir vegamönnum, að fleiri hendur þarf til heldur en þær fjórar, sem fást við hverja færu. Þá koma menn úr nágranna- færunum, og h.jálpa til, ]>ví hvað má höndin ein og ein, allir leggjum' saman. Þannig h.jálpast vegamenn að til þess að ryð.ja burt öllum þeim hindrunum, sem á vegi þeirra verða á leið að hinu helga takmarki að koina á vegasambandi við Isaf.jarð- ardjúp. Það eni að vísu ennþá margar færur eftir óunnar þangaðx tiþ því takmarki verður náð, en þeim fækk ar óðum. En hverjir eru það nú, sem vinna þarna? Það geta ekki verið neinir aumingjar. Nei, auðvitað eru það engir aum- ingjar. Það eru strákar 16—20 ára frá Reykjavík og Isafirði. Hinn „úrkyn.jaði kaupstaðarlýður" vinn- ur að því uppi í óbygðum að koma á vegasambandi milli bygða, þár sem hetjurnar bíða eftir því að geta komist á bílum yfir. Og ekki er ómögulegt, að umræðuefnið í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.