Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 429 með tímanum yrði hægt að knýja hafskip umhverfis jörðina með at- ómorku, sem fælist í einum bolla af vatni. Tilbúin geislaverkun. A’ÍSINDAMENN byrjuðu á því að gera tilraunir með atómkjarna köfnunarefnisins. Með geislaverk- andi efnum tókst Rurherford að breyta nokkrum köfnunarefiiisat- ómum í súrefni. Árið 1932 uppgötvaði Englending urinn James Chadwick neutronurn- ar, agnir, sem hafa enga rafhleðslu og komast þess vegna auðveldlega í gegti um hinn öfluga rafmagnaða' varnargarð, sem er fyrir utan þung , atóm og inni í þeim. Brátt tók hinn stórgáfaði Itali, Enrico Fermi (semi htfur dvalið í Bandaríkjunum síð- an 1939) að gera árásir á allskonar þung atóm m. a. í uranium með neutronum. Þannig voru neutronurnar notað- ar sem nokkurs konar skotvopn. Árið 1934 tókst þeim Jean-Frede- rie og Irene Joliot-Curie og gera boron, magnesium og aluminium geislaverkandi (radioaktíf). Atóm þessara efna hjeldu áfram að senda frá s.jer smáagnir í nokkrar mín- útur eftir að búið var að sk.jóta á þau. Tilbúin geislaverkun er ]tað grundvallaratriði, sem framleiðsla atómsprengjunnar byggist á. Óvænt uppg'ötvun. SEINT á árinu 1938 var frægur þýskur efnafræðingur, Otto llahn að nafni, starfsmaður við stofnun Vilhjálms keisara í Berlín að reyna að kljúfa uranium með „hægfara" neutronum, sem höfðu litla orku. Við þessar tilraunir sínar komst hann að raun um, að efnið barium myndaðist. Þetta kom honum í nokk urn bobba og hann skrifaði grein í Natui’wissenschaften, þar sem hann lýsti vandræðum sínum. Hann hafði verið að endurtaka tilraunir, sem áður höfðu ver- ið framkvæmdar af fyrri starfsfje- laga hans, Lise Meitner, gyðinga- konu, sem hafði flúið ríki Ilitlers og haldið til Kaupmannahafnar. Tilraunir Lise Meitner höfðu einnig komið henni í bobba — en þegar hún sá skýrslu Hahns gat hún s.jer þess til, að hið geysistóra uranium» atóm hefði klofnað í tvo næstum því jafna hluta. llún kom þessari hugmynd á fram færi við hinn mikla danska atóm- fræðing Niels Bohr, sem þá var í þann veginn að leggja af stað til Princeton. Bohr flutti bandarísk- um vísindamönnum hugmyndina. Þeir tóku þegar til við að rannsaka, hvort tilgáta þessi væri rjett og komust að þeirri niðurstöðu, að svo mundi vera. Þeir drógu sig kurteis- lega í hlje á meðan dr. Meitner skýrði frá fyrstu niðurstöðum sín- um um umbreytingarnar á urani- um. Ilún nefndi fyrirbrigðið klofn- ingu, vel þekkt orð meðal lífeðlis- fræðinga, en lítt notað fram að því í heimi eðlisfræðinnar. Orkusparnaður. KLOFNINGIN olli fullkominni byltingu, hún var stórk.ostleg —■ ekki aðeins fyrir þá sök, að hið þyngsta atli'a efna hafði verið klof- ið, heldur vegna hins gífurlega orkusparnaðar. Fram að þessum tíma höfðu vísindamenn alltaf orð- ið að nota meiri orku í „skevti“ sín en orku þá, sem leystist úr læð- ingi vij) klofninguna. Nú mýndaðist 200,000,000 eletrónvolta orka af neutronum með minna en einnar eleftrónvolta orku. Efni, sem jafn- gilti hjer um bil einum fimmta af massa -neutronunnar var breytt í orku í samræmi við formúlu Ein- steins. Hugsanlegur möguleiki. VIÐ FÝRSTU uranium sprenging arnar mynduðust nýjar neutronur, sem virtust hafa hæfileika til að myiida enn fleiri neutronur o. s. frv. Þessar keðjuverkanir virtust geta bent til þess, að takast mætti að leysa atómorkuna í stórum stíl. - Joliot-Curie tókst raunverule^ ú framleiða þessar keðjuverkt ' en ]tær voru ekki nógu langvarandi. Nú þurfti að finna upp ráð til þess að kom'a í veg fyrir að þær dæju út og rmð til að láta þær aukast og margfaldast. Þetta er erfitt verk, en þó var von til þess pð það mætti takast. Dr. Louis A. Turner í Princeton á- lyktaði sem svo í grein, sem hann birti í Reviews of Modern Physics. — Nú virðist í fyrsta skifti vera hugsanlegur möguleki fyrir því að hægt verða að notfæra orkuna, sem fellst í kjarna þungra atóma. Hin tæknilegu vandkvæði verðasjálfsagt ekki lengi neinn Þrándur í Götu. Skömmu eftir þetta hættu að ber- ast frjettir af atómsjerfræðingun- um. Þeir voru að finna lausn á „hinum tæknilegu vandkvæðum". Á bak við tjöldin tóku vísinda- mennirnir á móti skipunum sínum. örfáir voru svo skelkaðir yfir því, sem fara átti að gera, að þeir neit- uðu að'hlýða fyrirskipununum. En flestir lögðu sig alla fram, vitandi það, að úr því sem komið var, var ekki hægt að koma í veg fyrir upp- götvunina og Bandaríkin urðu að verða fyrgt til. Margir vonuðust til, að tilraunirnar mundu mistakast og það svo eftirminnilega, að aldrei yrði byrjað á þeim aftur. í síðustu viku skýrði hermála- ráðuneytið frá árangri þeirra. Pró- fessor II. D. Smyth forstjóri eðlis- fræðideildarinnar í Princeton, sá er skýrsluna skrifaði, gat ekki skýrt frá öllum rannsóknunum. En það sem hann gat skýrt frá á sínu leynd ardómsfulla máli, var þó stórkost- legasta og þýðingarmesta sagan, sem nókkur maður hefur sagt á sf vr j ald ar árunum. Niðurlag í næstu Lesbók. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.