Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 4
428 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ár. Þetta var ekki stórvægileg xipp- hæð, lausl. áætlað jafng. hún kostn- aði af hernaðarrekstri Bandaríkj- anna um 2ja vikna skeið. Svo mikið er víst, að framleiðslukostnaðurinn takmarkar ekki framleiðslu sprengj unnar við stórveldin ein. \ „Leifturárásir“. ÞAÐ var ekki aðeins, að atóm- sprengjan nálgaðist það að skipa smáþjóðunum og ríkjum af meðal- stærð á bekk með Bandaríkjunum, heldur skapaði hún þeim einnig möguleika á því að taka upp hern- að með „leifturárásum“ þar sem minni þjóð hafði mikla möguleika til að leggja undir sig aðra stærri. Atómsprengjan skapaði nýja mögu- leika til yfirgangs, það er að segja möguleika til skyndiárása og mikið var undir heppni komið. Veldi Bandaríkjanna var hámark 150 ára þróunar, sem beindist að því að gera herina stærri og stærri og á sama tíma óx herbúnaðurinn á hvern hermann jafnvel enn meira. Yfirhurðir Bandaríkjanna koma m. a. í ljós af þessum tölum: 100,000 flugvjelar (miklu meiri fjöldi en allra annara þjóða), járnhrautir, sem jafnast á við helming ' allra annara járnhrauta í heiminum, skip, sem samtals hafa 60,000.000 tonna burðarmagn (tveir þriðju hlutar af skipastóli heimsins). Þessi veld- istákn höfðu nú ekki gömu þýðingu og áður. Aukin mannrjettindi? ÞEGAR hinar sameinuðu þjóðir komu saman í San Francisco ræddu þær um einkennilegt samkomulag, sem gera átti í einkennilegum heimi, þar sem örfáar þjóðir virtust vera miklu öflugri en allar þjóðir til samans. Bandaríkin og Sovjetríkin byggðu ákvarðanir sínar í grund- vallaratriðum á þeirri trú, að þau hefðu bolmagn til að verja sig. Á því byggðist reglan um neitunar- vald eins ríkis og margar aðrar reglur, sem samkomulag varð urn. Mundi sú staðreynd, að Banda- ríkin nú hafa umráð atómsprengj- unnar koma Rússum til að ganga lengra í því að tryggja fjöldanum öryggi og koma á hjá s.jer lýðræðis- legri stjórnarskrá ? Mundi mögu- leikinn á því, að einhver önnur þjóð kvnni að geta framleitt enn hræðilegri atómsprengju verða til þess að Bandaríkin gengju einnig lengra í j>essa átt ? Byrjunin. 1 UEIMSSTÝRJÖLDINNI fyrri, Þegar Bretar ráku vísindamenn sína ekki áfram í sama mæli og nú, var einhver, sem spurði hinn lítt við- mótsþíða Sir Ernst Rutherford (síðar Rutherford lávarð), hvort hann vildi ekki gjöra svo vel að hætta við atómiö og vinna fullan vinnutíma við ný kafhátatæki, sem þá var verið að fullkomna, Ruther- ford svaraði samstundis: —Herrar mínir. Jeg er að reyna að kljúfa atómið. Ef mjer tekst, þá hefur jiað meiri þýðingu en stvrjöldin. llcnum heppnaðist tilraunin árið 1919 og hann hafði á rjettu að standa um mikilvægi uppgötvunar- innar. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn. SUMAR hinna ruglkendu frjetta, sem í síðustu viku voru birta r um atómsprengjuna gáfu til kynna, að framleiðslu hennar væri að þakka jæirri gífurlegu áherslu, sem af skilj anlegum ástæðum var lögð á það að fullkomna hana í styrjöldinni. Ekkert er meira ranghermi. Að vísu hafði mikilvægi þess, að taka hana í notkun í styrjöldiniji flýtt fyrir þróuninni. En sprengikraft- ur atómsins hafði um langt skeið verið þekktur af atómfræðingum. Tilraunir, sem gerðar voru fvrjr fimm árum um allan heim (einnig í Japan) voru byggðar á ýmsum undirstöðuuppgötvunum, sem gerð- ar höfðu verið verið síðustu 50 árin. Efni og orka. ÁRIÐ 1896 komst llenry Becqu- erel að raun um geislaverkun (radio aktivitet) vissra efna, sem hyggist á því, að atómorka er ósjálfrátt leyst úr læðingi af vissum þungum málmum. Becquerel ljet nokkrar Ijósmyndaplötur liggja í ntyrkri niðri í skúffu nálægt dálitlu af uranium; hann komst að raun um, aðJjós hafði komist að þeim. Rann- sóknir hans leiddu til þess, að þau Pierre og Marie Curie fundu upp radium og það var með því að nota radium til Ijóslækninga við krabba- meini, að mannkynið beislaði fyrst atómorkuna og notaði hana sjer til gagns og blessunar. Árið 1905 setti Albert Einstein, sem ekki var neinn viðvaningur, fram kenninguna um það, að efni og orka sje eitt og hið sama, en komi aðeins fram í mismunandi mynd. Efnið í ató'mkjarnanum (sem í raun og veru er allt efni, sem til er) var álitið vera orka í mjög sarganþjöpp- uðu formi. Um breytingu efnisins í orku skrifaði Einstein sennilega þá jrýðingarmestu líkingu, sem nokk ur maðúr hefur skrifað: orkan er jafnt og efnið margfaldað með Ijóshraðanum í öðru veldi. Hraði l.jóssns er svo gífurlegur (nálægt 300,000 kílómetrar á sekúndu) og hann í öðru veldi (margfaldaður með sjálfum sjer) svo ótrúlega mik- ill, að eitt pund efnis jafngildir meira en tíu biljón kílówattstund- um af orku. Fyrir þá, sem skildu hvað Ein- stein var að fara, skýrði þessi lík- ing, hvernig málmar, sem hafa geislaverkun, gátu haldið áfram að senda frá sjer smáagnir og geisla svo miljónum ára skifti og hvernig sólin getur haldið áfrarn að skína í það óendanlega. Þessi líking vakti einnig þær vonir hjá mönnum, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.