Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1945, Blaðsíða 6
430 V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS X VEGAVINNA Á ÞORSKAFJARÐ- ARHEIÐI ÞORSKAFJAKÐAKl l EIÐ1 er eiu iiiniia ej ðilegustu heiða þessa lands. í>ar skit'tast á •urðir, gróðurlausir melar og tjarnir, sem betur hæt'ðu lífvænlegra Umhverl'i. Xokkrir lág- ir hálsar teygja sig upp úr auðninni en þeir eru svo ávalir, að þeir mynda ekkert skjól t'yrir gróður. sem kynni að vilja taka sjer þar bólfestu. Aftur á inóti hafa í'annir fundið sjer þar ákjósanlegt aðset- ur. ILafa margar kunnað svo vel við sig þar, að þær hreyítt sig hvergi allt árið. en aðraF taka sjer sumar- frí, þó aðeins um hásumarið og sleppa því jafnvel stundum alveg, ef illa árar. A melunum má sumstaðar sjá einstakar mosaþúfur, sem bera seiglu lífsins fagurt vitni. Fegurð þessara mosaþúfna fær sá einn skil- ið, sem lengi hefir dvalist á þeiin auðnum. sem þær vaxa upp af. Og tef eitthvert lítið blóm hefur fundið köllun sína í að spretta upp úr ein- hverri þúfunni, þá geislar af þvi langar leiðir yfir auðnina uinhverf- is það, það er eins og cinstök skær stjarna á bláum himni. Oft næðir kalt um þetta einmana líf, en það ber sig vel eins og het.ja. Lífið get- ur verið hreykið af þessum litlu blóiustjörnum, fulltrúuni sínum með al hinna dauðu, köldu auðna. Oftast hylur þoka, heiðaþokan svarta, þessar auðnir og lífmyndir. Allar þa*r veðrategundir, sein hafa vætu í för með sjer, eru þar tíðir gestir. Vindur er þar heimagangur, þótt hann sje á misjaínlega hraðri ferð. Oi'tast nær dylja samfelldar skýjabreiður fegurð himinsins. þeg- ar þokunni sleppir. En stundum hyería [lær einnig og þá blasir við heiðblár himinn og skínandi sól. Þá hýrnar yfir mosaþúfunum sináu, hlómin litlu verða eitt sólskinbros, og ferðameun halda á höttum sín- um. Þá er unaðslegt upp til heiða, víðsýnt og fagurt, o'g unaðuriiin er mikill ekki síst vegna þess. hve sjaldan hann birtist. Öld eftir öld haía menn íerðast yfir Þorskafjarðarheiði, eins og aðrar lieiðar [iessa lands. ýmist á hestum eða fótgangandi. ÞesSir ferðahættir hafa reynst menningu ‘J0. aldarinnar algerlega ófullnægj- andi. Ilún hefir því 'sent útverði sína til Þorskafjarðarheiðar lil þess að ryð.ja veg yfir hana, sem i'ær s.je farartækjum hennar. Hún hefur fengið þeim til búsetu allmörg hvít Ijöld til íbúðar. einn lítinn, grænan skúr til eldunar nauðsyn.ja sinna, og auk þess 2 stríðstjöld, sem rúma eiga til geymslu það, sem ekki get- ttr komist fyrir í hinum tjöldunum, og þar sem þeir geta matast, sern ekki komast fyrir í skúrnum: Þessir útverðir hvíla lúin bein sín í syo- nefndum kojum. sem reknar eru saman úr 6 tommu borðum með 2 tommu nöglum, og eru sum borðiu hefluð öðru megin. Vegna [iess að náðarblettur þessara vegamanna er Bústaðir vegagerðarmannanna. . í 500 ínctra hæð, njóta [teir þeirrgr sjerstöðu að fá 4 borða hlera i livert tjald, eru þeir vegamaniiii á milli nefndir t.jaldgólf daglegu tali. Þeir eru óheflaðir, og er það þessvegna, sem vegamenn taka aldrei af s.jer skóna fyrr en upp í hvílurúmið er komið. Að'al húsdýrin, sein þrífast þarna, eru köngulær. Vegamönnunt .þykir ]>ær helst til vergjaruar, enda eru þao' óðfúsar að skríða uppí lil þeirra á nóttunni. Þeir kannast líka vel við járnsmiði, tólffótunga og dorditigla. en enginn urinull er tiI af þeim á Þorskafjarðarheiði. Þykir þeim sennilega ekki lífvænlegt þar, enda er ekkert gert til að búa í haginn fyrir þau kvikindi, scm þar eru heimilisföst. Að sjálfsögðu er aðsetur vega- manna langt frá mannabygðum. Eu þcir geta fengið að komast þangað. ef þeir vilja gjörg svo vel og standa aftan á pallinum á vörubfl flokks- ins og viðrast þar í nokkra tíma. Enginn kaupstaður er nálægur, en kaupfjelag er þar hálfa aðra þing- rnantialeið í burtu. Ilal'a vegagerð- armenn ,keypt þar óhemju mikið af sveskjum í staðinn fyrir það sæl- gæti, sem alls ekki hefir fengist þar. Við þessar aðstæður ræk.ja vega- inenn I>raut,ryð'jendastarf sitt, og nú skulum við bregða okkur til þeirra og dveljast með þeim einn vinnudag. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.