Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 14
LESBÓK MOlvG UNBLAÐSINS r 174 íiti ^JJa (Lló. orííon, 1/erRI-rcedinatA.r: k 8EXTÍI) DAGAR I li. S. A ÞAt) VAK sunnudaginn 10. <1es- emher. 5-sýning í Gamla Btó. Stór- kostleg flugárás á Þýskaland. Lit- mynd og vel tekin. Flugvjelafylk- ingarnar morra áfram í háloftunum. Mótordrunur. Bráðum eiga spréngj- urnar að falla. Áhorfendur standa á öndinni. Þá l)irtist texti neðan- vert á tjaldinu: „Gísli Halldórsson er beðinn að koma strax“. Fyrst ætlaði jeg ekki að trúa mínuin eigin augum. Hvað er ])etta? Er nú árásin að fara i hund og kött ? Og nú vilja þeir að jeg komi strax, og bjargi þeim úr klípunni! Jeg stend upp í flýti og kveð litlu Strákana mína, sem höfðu farið Ineð mjer í bíó rtm leið og jegl hvísla að þeim: ,..Ieg verð að fara 'til Ameríku strax. FlUgvjelin bíður eftir mjer“. Og þegar jeg kem út i fordyrið á Gamla bíó, þá stendur par Garðar Þorsteinsson all-víga- mannlegur 6g segist hafa fengið skilaboð um að jeg eigi að vera ferðbúinn eftir ‘20 naínútur. Allur ameríski flugherinn bíði með eftir- væntingu. Jeg hafði búist við að fá 24 tíma fyrirvara, en hafði aðeins fengið 40 mínútgr, og nú voru 20 mínúturnar liðnar. Æ, mikill skolli. Jeg sem atti eftir að pakka öllu niður. En Ihjer dugði ekkert víl. Eftir 20 mín- ur sat jeg í bifreiðinni áleiðis til flugvallarins, Jeg hafði boðið nokkrum góðuni vinum mínum til kvöldverðar þetta: kvöld. Kú bjóst jeg ekki við að sjá þá í bráðina. En þegar til flugvall- arins kom, þá reyndist það svo, að! flugvjelin átti ekki að fara fyrr en< í býtið morguninn eftir, og nú vildi \ svo vel til að höfuðsmaður einn áttl ferð í bæinn, og bauð m.jer að koma með s.jer. Gat jeg því skroppið heim, nm kvöldið. Notaði jeg mjer þetta ágæta tilboð. Og er jeg barði að dvrum og birtist heimilisfólkinu á ný. vakti þessi óvenju skjóta Ame- ríkuferð mín mikið glens. Voru um, kvöldið drukknar all-margar end- urfunda-skálar. Eri er menn höfðu etið og drukkið nægju sína og glatt: sig vel, leitaði hver heim til sín, en jeg og hinn ameríski kunningi minn stigum á ný upp í bifreiðina og snerum til flugvallarins. Klukkan er hálf fjögur um nótt- ina. .Teg er staddur í herbergi á hinu fræga flugvallarhóteli, Hótel de Gink, og er að týna af mjer spjarirnar, guðs lifandi feginti að geta eftir nokkur augnablik skrið- ið upp í rúmið og hvílt mín lúnu bein. Varla verður mjer kalt í „þess- um“, enda þótt við verðum að. nauðlenda á Grænlandsjöklum, hugsa jeg um leið og jeg fleygi tomniu þykkum íslenskum prjóna- nærbtíxum út í horn! En um leið og jeg ætla að smevgja mjer upp í rúmið, þá er drepið á dyr, og m.jer er tilkynnt að nú eigi jeg að vera tilbúinn að fara. 0- væntan gest haði borið að garði og hann ætlaði aðeins að hafa mjög skanima viðdvöl. Þegar klukkuna vantar tíu mínútur í fjögur um nótt- ina, klöngrast jeg upp í vjelina. Vænghaf þessa mikla farfugls er gríðarmikið, og búkurinn ekki síð-. ur rúmgóður. Þegar inn kemur sitja þarna fyrir 30 herflugmenn á< löngum bekkjum, en margir ligg.ja á gólfinu. Flestir eru menn þessir ungir og kemst jeg síðar að því, að flestir þeirra bafa fengið 30 daga heinifararleyfi vegna hernrannlegra afreka. Sumir þeirra hafa verið skotnir niður yfir Þýskalandi, bjarg ast í fallhlífum og komist með leynd leiðar sinnar yfir landamærin. Sjeð á bak bestu viua sinna. Við bíðum þarna allir í myrkrinu. Það er snjór úti og kalt, og það er kalt inni í vjelinni. Það líður drykklöng stund. Það þarf að útfylla ýmiskonar pap))íra og skýrslur, afgreiða póst, athnga veðurútlitit og margt fleira. Loks tekur flugmaðurinn að undir- búa brottferðina með því að prófai hvern hreyfilinn á fætur öðrum. Fyrsti hreyfillinn er óþekkur og vilí ekki fara í gang. Hann hixtai1 og er greinilega kaldur. En það er engiu riiiskun h.já Magnúsi. Ilver mótor verður að hlýða. Hver þeirra býr yfir orku eins og 2500 hestar, og allur þessi geigvænlegi kraftur húðstrýkur loftið! Ilver mótor orgar eins og mann- ýgt naut, er flugmaðurinn stillir orku þeirra til hins ýtrasta og hlust- ar með nærgætni eftir þvi, hvort nokkursstaðar heyrist falskur tómn Einn falskur tónn getur þýtt dauða fyrir alla áhöfn og farþega. En íi fjölmörgum mælum lesa flugmenn- irnir hjartaslátt vjelanna, blóðþrýst itig og hita. Þeir veita athygli við- bragðsflýti taugakerfisins. Þúsund atriði verða að yfirvegast. Það er of seint að athuga þetta þegar flug- vjelin er stödd langt úti á Atlants- hafi. Drunurnar frá vjclinni láta í eyr- um mjer sem fegursti hljóðfæraslátt- ur og jeg fyllist aðdáun yfir þeírri tækni sem gerði fært að smíða slíkar vjelar og því hugviti scm þurft hefir til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.