Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 8
1G8 LEÖBÓK MOKGUNBLAÐSINS WASSMUSS (tdjacjurinn, óem íar&Lót cjecjn tíret- um l jPeróiu — œ tla&L ak cjeraót drottnari (andóLnó — en dó öreLcjL LeLma L (öchAríandi óLnu. — í CHAIIGUDAK. uni þrjátíu kílóinetra fyrir austan persnesku hafnarborgina Bushire getur að líta hrörlegar leifar af búgarði Evrópu- jnanns. Manni verður á að uiulrast hjartsýni þess manns. sem hefir ætl- að sjer að stunda búskap í þessari sólbrendu auðn. sem nær frá Persa- flóa upp til fjalla. Ef litið er inn ’fyrir veggi þessa búgarðs, þá sjest að tilraunin hefir mistekist. Vjel- arnar eru ryðfallnar,' íbúðarhúsin tóm og engin lifandi vera sjáanleg. Eitt sinn stóð Englendingur nokk- ur, Sykes að nafni, niðursokkinn í sýn þessa dapurlega býlis, þegar hann skyndilega kom auga á inn- fæddan mann sem gekk í áttina íil hans. Sykes skildi persnesku mállýsk una sem þarna er töluð og hann varð þess brátt vísari að maðurinn dvaldi á búgarðinum og beið komu eigandans, Wassmuss. Hann kalL aði sig Munammad Wassmussi og sagðist gæta búgarðsins þangað til Wassmuss hinn rjetti eigandi hans kæmi aftur. Einmitt það, hugsaði Sykes með sjer, þá á Wassmuss þó ennþá að minnsta kosti einn tryggan íylgis- mann í Suður-Persíu. Eins og allir þeir sem nokkuð Wassmuss þekkja til í Persíu. vissi Sykes hver Wassmuss var. Vegna þessa atviks hjá búgarðinuni fjekk Sykes hug- myndina að bók, sein hann liefir skrifaö um Wassmuss. I síðustu heimsstyrjöld hafði þessi Wassmuss svipuðu hlutverki að gegna í Persíu og Lawrence hafði í Arabíu. Þegar Englendingar í þá Haga gerðu landabrjef af Persíu, |>á settu þeir nafn Þjóðverjans Wassmuss á svæði, sem er sviþað Frakklandi að stærð. Af öllum þeim æfintýralegu verkefnum sem mikil- hæfum mönnum voru falin í síðustu heimsstyrjöld, var sennilega ekk- ert eins merkilegt og það sem Wass muss var falið, en það var: að æsa Múhamedstrúarmenn til heilagrar styrjaldar, og þá auðvitað gegn bandamönnum. Þegar í byrjun ágústmánaðar árið 1914 höfðu ba:ði í Berlín og London verið gerðar ákveðnar á- ætlanir varðandi Persíu. Englend- ingar óskuðu vinsamlegs hlutleysis Persíu. A þann hátt varð nefnilega komið í veg fyrir tilraunir Tyrkja til þess að ráðast á Indland. Þjóð- verjar kepptu hinsvegar að því að fá Persíu í styrjöldina gegn Eng- lendingum og Kússum. Þeim var a. m. k. mikilsvirði að skapa svo mikla ólgu í Persíu, að Englendingar yrðu neyddir til þess að senda þangað verulegt varaíið, en við það mundu þeir verða veikari fyrir annarsstað- ar. ★ WASSMlTSS var kjörinn formaður þýsks leiðangurs, er leggja skyldi leið sína frá Tyrklandi til Persíu og Afghanistan. Leiðangurinn komst aldrei nema til Suður-Persíu. Þar starfaði Wass- muss öll styrjaldarárin, algjörlega á eigin spýtur, þar eð honum gátu ekki borist neinar fyrirskipanir frá Berlín. Starf hans bar mikinn ár- angur, en það var með aðferðum. sern þýsku stjórnina hefði aldrei getað órað fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.