Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 6
1G(’> LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sndavetur, hafi í Grímsnesi, verið tveir menn fátækastir, sem áttu sem svaraði 14 kýrverðum. „Þá var ekk- ert það kot, sem ekki var á 100 fjár, sumsstaðar 2 og enn 3 hundr- uð eður meira“. — Var þetta þo alveg við ,,gin biskupsvaldsins“ í Skálholti. Eins og áður getur, var ásælni konungsvaldsins til lausaíjár og jarðeigna hjer á landi, ekki ný af nálinni. Þó er það fyrst et'tir að ránsmenn konungs hremdu eignir Viðeyjarklausturs árið 1539, að svo virðist sem þeir hafi verulega kom- ist á bragðið, ef svo mætti segja, til jarð-náms hjer á landi. Þannig varð auðsöfnun klaustranna, sem áður var tiltölulega meinlítil, fyrir rás viðburðanna, snar þáttur í þeirri örlaga keðju, sem þjóð vor var fjötruð með um langan aldur. Því ólíklegt er að kongs-mönnum hefði tekist í fljótu bragði að sölsa undir „krúnuna“, svo miklar jarð- eignir sem raun varð á, ef þær þefði verið meira dreifðar íneðal margra eigenda. Flestir munu getn orðið á eitt sáttir um það, hvaða afstöðu seni þeir annars kunna að hafa til siða- skiftanna hjer á landi, að örlagarík- asta afleiðing þeirra, hafi orðið er fram í sótti. sá aukni og greiði aðgangur sem konungur þá fjekk. að eignum landsmanna, og varð það óhemju mikið fje, sem uni margar aldir rann viðstöðulítið hjeðan úr landi í konungss.jóð. Auk klaustur- eigna, voru þá einnig gerðar upp- tækar eignir Jóns biskups Arasonar og þeirra Ara og Björns, sona lians og einnig allur hinn mikli auður ögmundar biskups, var þar. svo hart eftir gengið af kongs-gæðing- unum, að hvorki voru spöruð svik nje prettir til að ná settu marki. Eignir kirkjunnar voru á siða- skiftatímum geysimiklar bæði í lausu og jarðeignum, og mun Skál- holtsstóll um þær mundir hafa átt ellefta hluta allra jarðeigria hjer á landi. Þessa auðs var að miklu leyti aflað á annan hátt, en klaustra- eignanna, sem eins og áður getur voru að mestu gjafafje. Biskups- stólarnir höfðu fastan og vissan teknastofn, þar sem var biskups-tí- undin, en auðvitað bárust stólnum, margskonar g.jafir og áheita-f.je, en drýgstur þátturinn í ]>essari auð- söfnun, mun þó að lfkindum hafa orðið dómsvald kirkjunnar í sifja- málum, sem var í höndum biskup- anna um langan aldur; munu þeir þó oftast hafa farið að þeim lög- um sem landsmenn sjálfir settu eða samþvktu. Samt er ekki að et'a að' á stundum hafi gætt hjá þeim ó- þarflega mikillar harðdrægni í þeim málum, til fjáröflunar. — Aðgæt- andi er þó í þessu sambandi, að klaustrin en þó einkum biskupsstól- arnir, h.jeldu uppi afarmikilli góð- gjörða-starfsemi, sem bætti að veru- legu leyti úr hinu m.jög ófullkomna fátækraframfæri á þeim tíma. Iljelst það fvrirkomulag að mestu levti ó- brevtt. þrátt fyrir siðaskiftin, á meðan biskupsstólarnir voru báðir við lýði, enda flestir biskupar hins ný.ja siðar ágætismenn í hví- vetna og stórménni í flestum grein- um. Virðist m.jer þó, sem þeir bisk- upar Skálholtsstóls. hafa verið öllu l ishæiTÍ, en stjettarbræður þeirra á Ilólum, auðvitað )>ó að undanskild- um Guðln-andi, sem gnæfði yfir flesta aðrá menti í sögu vorri, vegna gáfna, lærdóms, atorku, framtaks Og stórmensku, sem sagt, vegna kosta sinna og galla. Ekki tókst konungsvaldinu að ná' eignarhaldi á jarðeignum kirk.junn- ar, að neinu ráði, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir, sem ailar strönduðu á hinni traustu þjóðrækni Gissurs biskups Einarssonar, meðan hans naut við, og má seg.ja að giftu ieysi landsmanna hafi verið mikið, úr því sem komið var, að hiuna fá- gætu hæfileika hans skyldi ekki njóta lengur, því hann hafði undra- verð tök á því, að halda ásælbi konungsvaldsins í skefjum. Önnur saga og öllu ógeðfeldari, eru hins- vegar afskifti hans af handtöku ög- mundar biskups, en þessu máli ó- viðkomandi. ★ I ritinu: Saga Islendinga, 4. b. skýrir dr. Páll E. Ól. frá því að um, sumarið 1551 (þá var Gissur dáinn) hafi erindrekar konungs rúið llóla- dómkirkju og þr.jú klaustur í því biskupsdæmi, að ógrynni íjár, í gulli, silfri og dýrgriputn. Var þar á meðal gull-kaleikurinn mikli frát Ilólum og 9 gyltir kaleikar að auki, 3 baglar (biskups-stafir) úr rost- ungstönn silfurslegnir, og fleiri dýr- gripir, alt metfje, gull og silfur- peningar margskonar og 377G lóð silfurs. (Mun það hafa verið í smíð- uðum silfurgripum margskonar). — Má því seg.ja, að þessi eina „ver- tíð“ hafi orðið aflasæl h.já ]>eim. konungsmönnum, og sýnir um leið að allmikill auður var til h.jer á landi á þeim tímum. Þetta fje var að vísu kirkjueign, en hinar tíðu utanfarir Íslendinga. til forna, þar sem þeir hjeldu sig höfðinglega í ýmsum löndum, er órækur vottur þess að margir menn hafi verið vel fjáðir fyrr á tímum hjer á landi. Einnig gefur það bendingu um að þ.jóðin hafi verið sparsöm, ið.jusöm og hyggip í búnaðarháttum. Ári síðar, 1552, kom röðin að Skálholts- stól. Því þá færði Páll ITvítfeldur, konungj fjármuni fr.á SkáJholts- dómkirkju, sem dr. P. E. ó. metur, hvorki meira nje minna, en sem svarar til 12500 kýrverðum. Nú mun kýrverðið vera 12—15 hundr- uð krónur, og er fljótsjeð hversu geigvænleg þessi fjárhæð er. — Má nærri geta hvort fámenn þjóð í harðbýlu landi, þó iðjusöm og spar- söm væri, gæti til lengdar þolað þvílíkt arðrán. En er lausafje lands- manna var mjög þorrið, voru fund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.