Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS 109, Ilversvegna var Wassmuss fyrir valinu! Af því a'ð hann hafði árið 1909 verið skipaður fyrsti þýski ræðismaðurinn í Bushire og honum var falið það hlutverk að afla þýskum skipum sömu rjettinda og énsk skip nutu í persneskum höfn- um. Ilann hafði bakað sjer óvild ensku yfirvaldanna í Bushire, en Englendingar höfðu verið þar alls- ráðandi um sextíu ára skeið, og jþegar hann hvarf heim til Þýska- lands árið effir, þá vonuðu Englend ingar að hann kæmi aldrei aftur. Wassmuss kom aftur árið 1913 -r— ten þá var hann allur annar, því að: i stað þess að vera ruddalegur og bráður, eins og vhann hafði áður verið, þá var hann nú ástúðlegur maður, sem með hinum greindar- lega svip sínum, milda augnaráði bg glæsimennsku, ávann sjer virð- ingu og traust. Hann er fæddur í smáþorpi við Goslar í Ilarzen. Ibúarnir þar fá; orð fyrir að vera þráir í lund, enda má segja að örlög Wassmuss mót- uöust af þráa hans. Arið 190fi varð hann starfsmað- ur í þýska " utanríkisráðuneytinu. liinu fyrsta embætti gegndi hann Ú eyjunni Madagascar, en íbúar hennar eru álitnir vera af persnesk- um uppruna. Það er ekki ólíklegt að áhugi Wassmuss fyrir öllu pers- nesku hafi einmitt vaknað á þenn- an hátt. Þegar Wassmuss settist að í Bushire í annað sinn árið 1913 (þá var hann búinn að vera tvö ár á Madagascar) ásetti hann sjer að kynnast þjóðinni til hlítar. Hann þafði náð fullkomnu valdi á mál- inu, og komst brátt í vinfengi við íbúana. Fram á þcnna dag má finna múlreka og brunngrafara í Bushire sem segja: „Já, Wassmuss, jeg þekkti hann. Ilann var vinur miun, jeg var vinur hans. ★ WASSMUSS samdi sig að siðum íbúanna. Ilann klæddist úlfalda- húðum, setti upp höfuðbúnað Persa, hinn kringlótta fez, og fór ríðandi um nærliggjandi hjei’uð. Þar komst hann í kynni við Sheikana, vann vináttu þeirra og var eins og heima hjá sjer í leirhöllum þeirra. Dag nokkurn þegar hann sat í fátækleg- um kofa í Tangistan (að austurlensk um sið tók hann af sjer skóna, en hafði hattinn á höfðinu) snerust umræðurnar um Englendinga. IIús- bóndinn sagði m. a.: „Með höndina á kirtli þínum, Wassmuss, Englend- ingar eru sannarlega orðnir óvinir ökkar!“ Ilinir gestirnir kinkuðu kolli til samþykkis. „Þeir ætla að sölsa undir sig akra okkar og láta okkur þræla fyrir sig. Áður fyrr báru Englendingar virðingu fyrir okkur og við fyrir þeim, en nú eru þeir komnir liingað með byssur og sverð. Svo sannarlega sem til er einn guð, og einn mikill guð: ráðist þeir á okkur þá skulu þeir fá varmar viðtökur". HannJ baröi hnefanum í gólfið, og allir gestirnir hrópuðu: Við skulum stökkva á þá eins og ljón. Þetta varð Wassmuss umhugs- únarefni. ★ IIEIMSSTYRJÖLDIN braust út, ‘og Wassmuss fór heim til Þýska- lands til þess að ganga í herinn. En honum voru ætluð önnur störf. llann átti. ásamt nokkrum mönnum: öðrum, að sjá um hin nálægari Aust- urlönd, skipuleggja ,.Jehad“ — heilagt stríð — og með blaðaáróðri að fá Afghanistan á band með Miðveldunum. Wassmuss og menn hans sigldu spölkoi'n niður Tigris-ána, og lögðu svo leið sína yfir eyðimörkina þang að til þeir konm að persnesku landa mærunum, sem þeir fóru yfir að næturlagi. Þeim tókst að komast til Dizful, sem er snotur smábær, og þar hafð- ist Wassmuss við dögum saman. Orðrómur um veru hans í bænum hafði borist til eyrna Englendinga. ög áður en hann vissi af var hann umkringdur. En honum tókst þó að komast undan, og það spurðist' ekkert til ferða hans fyrr en hann kom til Behbehar sem er um tvö hundruð kílómetra þaðan. Þar kcmst hann í alvarlega klípu. Ilöfð- ingi nokkur þar um slóðir, nem hafði verið vinur Wassmuss fyrir styrjöldina, sá sjer leik á borði. Ilanu áleit að Angli (Englending- ar) mundu sigra í styrjöldinni. og ef að honum tækist að handsamá Wassmuss, sem hann vissi að var Almanni (Þjóðverji) vonaðist hann til álitlegra launa. Þegar Wassmuss kom til Behbehan þanð höfðinginn honum heim til sín — og þar var hann handtekinn. Hermenn voru kvaddir frá Bushire til þess að gæta hans, og hinn fá- ráði vinur hans var þegar farinn að hlakka til verðlaunanna — en Wassmuss tókst aftur að komast undan. I Borazjan var liann tekinn til fanga í þriðja sinn. Þá h.jelt nann því fram að hestur hans væri Veikur og krafðist þess að fá að líta til hans á hálftíma frest.i. Þeg- ar leið á nóttina, var varðmaður- inn orðinn svo syfjaður og þreytt- ur á hinum stöðugu ferðum yfir til hestsins, að hann ljet hann fara ein- an. Hesturinn var fullfrískur og augnabliki síðar þeysti Wassmuss af stað. ★ ENCLENDINGAR höfðu æmar ástæður til þess að reyna að hand- santa Wassmuss. Þeir urðu brátt varir áhrifanna af starfsemi hans, en hún var fólgin í samtölum aðt næturþeli við Sheikana: Samtal ud Dawla, Qawam ul Mulk, Nasir Diwan o. fl. Óeirðir brutust út í Suður-Persíu, en Englendingar og RúSsar höfðu samið um það áriö 1907 að hún skyldi vera enskt á- hrifasvæði, og það varð að kveðja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.