Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Page 10
82 TÆRRÓK MORGUNr.TiAÐSTNS Eiríkur Albertsson , Sæmundur Einarsson stofnun á prenti. Þar segir meðal annars: Okkur vantar tengilið milli heilsuhælisins og hins daglega lífs. Það er verkefni vinnuhælanna að vera þessi tengiliður. « Vinnuhælismálið hefir mikið ver- ið rætt \it um allan heim á síðustu árum og vinnuhælum fjölgar óðum. Mörg slík hæll eiga sjer þegar langa og merka sögu. Verkefni vinnuhæl- anr.a eru: Að hagnýta til fullnustu, í þágu þjóðfjelagsins, starfkorku sjúklings ins, án þess þó að ofbjóða honum. Að fylgjast nákvæmlega með. heilsu og vinnuþoli sjúklingsins og auka vinnutíma og afköst eftir því, sem heilsan batnar. Að hafa vekjandi áhrif á sjálfs- bjargarviðleitni sjúklingsins og gera hann sjer þess meðvitandi, að hann er ekki lengur ómagi þjóðfjelagsins. Að tryggja þjóðfjelagið gegn smithættu af sjúklingnum hættulegasta tímann, þ. e. fvrsta árið eftir brottskráningu af heilsu- hælinu, en reynslan sýnir, að versn- anir (Ricidiv) verða hlutfallslega flestar á þeim tíma og þótt sjúk- lingurinn sje smitlaus, er hann \it- skrifast af hælinu, getur hann orðj ið smitandi aftur, ef sjúkdómurinn versnar. Hlutverk vinnuhælanna eru fleiri:. Þau ljetta á heilsúhælunum, losa þau við sjúklingana, fyrr en annars væri hægt, þau bæta þess vegna úr þörfinni fyrir fjölgun sjúkra- rúmanna. Þau veita sjúklingnum dýrmæt- an tíma til þess að svipast um eftir framtíðaratvinnu, þau æfa hann og stvrkja og búa hann eftir föng- um undir að leysa af hendi þessa vinnu, sem fullgildur maður. Dvöl sjúklinganna á vinnuhæl- unum, er misjafnlega löng og fer eftir heilsu og atvinnuhorfum. Æski legast mun vera að hafa sjúkling- ana þar eitt til þrjú ár. Þarna geta sjúklingarnir unnið að' smáiðnaði, landbúnaði og fleiru, allt eftir staðháttum, og möguleik- ar ^ru til þess, að þeir með vinnu sinni geti borgað aðalreksturskostn- að vinnuhælisins". Eftir þetta allt fram á þennan dag, hafa margir ágætis menn þjóð- arinnar, stjórnmálamenn, kirkjunn- ar menn, læknar og ýmsir fleiri, skrifað um nauðsyn þessa máþs, og komið alþjóð í skilning um mikil- vægi þess. En aðalþunginn hefir }>ó vitanlega hvílt á stjói-n samtakanna og ýmsum mönnum innan þeirra. Fyrir þ'essi samstilltu átök þessara manna safnaðist mikið fje í vinnu- heimilissjóð, sem sjá má af fjár- hagsyfirliti sambandsins, en þau voru þessi:Árið 1941, kr. 149.549,12, 1942 kr. 90.041.40, 1943 kr. 351.031. 73 og nú er söfnunin komin vfir eina og kvart miljón, auk þess hafa sambandinu borist gjafir til rekst- ursins, sem ekki hafa verið metnar til fjár, svo sem fiskur og allur brauðmatur fyrir stofnunina eitt ár, Þrátt fyrir þessar miklu fjársafn- anir var aukin geta sambandsms til þess að hefjast handa um bygg- ingu vinnuheimilisins að sama skapi ekki mikil, vegna mjnkandi verð- gildi krónunnar og vaxandi dýrtíð- ar í landinu, og þá ekki síst hvað húsbyggingar snerti. Varð því 1 jóst er kom fram á árið 1943 að til nýrra ráða þurfti að taka, ef að hugmynd okkar um vinnuheimiji ætti að verða að veruleika á næstu árum. Því var það, að leitað var til Al- þingis um skattfrelsi á gjöfum til Vinnuheimilisins. Voru það ýmsir menn innan samtakanna sem manna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.