Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 8
80 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSENS VINNUHEIMILI S.Í.B.S, \JícjiLirœkci anaóar J4Á cjaóon ar ÞEGAR VINNUHEIMILI Sambands íslenskra berklasjúklinga að Reykjalundi í Mosfellssveit tók til starfa 1 þ. m., flutti Marí- us Helgason, varaforseti sambandsins, eftiríarandi rœöu. HATTVI KTUtt HEILBKIGÐIS- MÁLARÁÐILEBRA. Virðulegi sókn arprestur. Agætu blaðameun, og aðrir góðir gestir. Sjer hvað á sína forsögu, svo cr og um Vinnuhæli Sambands ís- lenskra berklasjúklinga. Fyrst er þá að segja írá upphafi samtaka berklasjúklinganna sjálfra. Vmsir víðsýnir áhugamenn er dvöldu sem sjúklingar á heilsuhælum landsins, fóru að brjóta heilan uin það, hvort sjúklingarnir sjálfir gætu ekki orð- ið virkir iiðsmenn í baráttunni gegn berklunum, í stað þess að vera þar aðeins þolendur. >eir fundu sárt til þess, þessir brautryðjendur, að þótt sjúklingar hælanna ættu allir eitt sameiginlegt áhugamál: útrýmingu berklanna, þá höí'ðu þeir engin sani- tök sín á milli er skipulagt gætu starfið í þágu þess málefnis. Þarna var saman kominn fjöldi af ungu fólki með sjúkdóm, er svo var hátt- að, að hann olli þeim ekki mikilla þjáninga, en lokaði þá hinsvegar inni í hælunuin frá lífinu utan þeirra um lengri eða skemmri tíma. Þetta fólk vantaði starf til að ynria af hendi, mark til áð keppa að. Hyersvegna ekki að skipuleggja fjelagsskap meðal berklasjúklinga til baráttu g“gn böli því er þjáði þá — gegn berklunum I Fyrir ötula forgöngu ýmsra a- gætra manna, scm á liælunum dvöldu,' var svo stofnþing S.I.B.S. háð á Vífilsstöðuin dagana 23. og 24. okt. 1938. Stofnþing þetta sóttu fulltrúar frá öllum heilsuhælum landsins og Landsspítalanum og Landakotsspítaia — 26 fulltrúar alls. A þinginu voru samþykkt lög og stefnuskrá fyrir Sambandið, kosin stjórn þess o. fl. l>etta var í stuttu máli sagan um upphaí S.I.B.S. Var i'yrst engu til að dreifa nema áhuganum cinum. En i'ljótt víU' íarið að ræða um sjer- stök viðfangsefni, og er hjer ekki tími til að segja sögu þeirra allra en eftir því' sem verkefnin skýrð- ustst var þá einnig Ijóst að safna þurfti fje til framkvæmda, ekki síst ]>ar sem fyrsta aðaláhugamál Sam- bandsins varð stofnun Vinnuheim- ilis, en sú ákvörðun var formlega gerð á þingi Sambandsins 1940. Aðdragandinn að þeirri satn- þykkt er í fáum orðum þessi: Hinar fyrstu raddir um nauðsyn á rækilegri aðstoð til handa þeim berklasjúklingum, sem burt hafa verið skráðir af berklahælunum koma fram í málgagni S.Í.B.S. blað- inu Berklavörn 1939, þó að stofnun vinnuheimilis sje ekki gerð þar sjer- staklega að umræðuefni, en þar segir svo í grein eftir Maríus lielgason, þar sem hann ræðir stefnu Maríus Helgason samtakanna. „Við ætluin að gera okkar ítrastii lil þess, að sá, sem orðið hefir fyrir því skipsbroti, að verða berklaveikur, geti fengið þá vinnu sem heilsa hans leyíir, cr hann heíir fengið þann bata, að. geta eitthvað unnið“. Ennfremur segir í sanm blaði í grein eftir Jón- as Sveinsson læknir, „slæm aðbúð og áhyggjur vekja hvíta dauðanu öðru írernur upp að nýju“. Og ennfremur segir hann í nefndri grein:. „Fátækur fjölskyldumaður Jeitar að sjálfsögðu heim til sín, er af hælinu kemur, þar sem máske mörg börn og kona hans bíða, cn líka fátækt og atvinnuleysi. Ennþá cr hantfsjúklingur, heim kominn úr „stríðum stormi“ hræddur við veik- ina og veigrar s.jcr, með rjettu, frá að vinna hvaða vinnu sem er, fá- tækrahjálpin hrekkur skammt, sje annað. ekki fyrir hendi. Reynslan sýnjr einnig að slíkur maður, sem einu sinni heíir sýkst, á erfitt með að fá vinnu við sitt hæfi“. Upphaf hugmyndarinnar um Vinnuheimilið mun eiga rót sína. að rekja til sjúklinga á Vífilsstöð nin. í’ar var þá fyrst veturinn 1940, kosin nefnd til þess að koma fram með tillögu um verkefni fyrir S.í.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.