Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 13
LESBÓTv MORGUN^LAÐSINS 85 Truarreynslan dýpkar með aldrinum — Samtal við sextugan prest — SÍRA PÁLL SIGURÐSSON í •, Bolungarvík varð sextugur 29. á- gúst síðastl. ITann hefir gegnt prests- og kennsiu-störfum í Bol- ungarvík og meðal íslendinga í Norður-Dakota í þriðjung aldar. Hann loggur iit á námsbrautina fvrir áhrif og tilstvrk síra Friðriks Friðrikssonar og mótast í K.F.LF. M. fyrstu námsárin í skóla. Þegar til Kaupmannaha fnar kemur er ný- guðfrœðin í uppgangi þar og síra Páll verður hugfanginn af henni og tekur þátt í fjelagsskap nýgtiðfræð- inga. í Vesturheimi kvnnist síra Páll nýguðfræðinni þar, svo og á- berandi spíritisma, en veitt útyfir hvorutveggja. Eigi að síður talar hann um báðar þessar stefnur af samúðarfullum skilningi, álítur þær hafa fullkominn rjett á sjer, hverja á sínu rannsóknarsviði, telnr sjer ávinning að hafa kvnnst þeim og tekur það fram um guðfræðina, að eigi hún ekki að dragast aftur úr og verða fjötur um fót, en fylgjast með framvindu tímans til gleggri skilnings og frjórri hugsunar, verði hún ávalt að vera nýguðfræði. En; svo mun fara hjá öllum alvöru- mönnum, að trúarreynslan dýpkar með aldrinum. Kennisetningar og form þoka til hliðar. Hin persónu- lega trúarsannfæring, öryggi, vissa, fær úrskurðarvaldið öðrum fremur. Nám og störf sfra Páls fylgja öld- inni. Hann hefir því haft góð tæki- færi til þess að fylgjast með öllum breytingum, vega þær og meta, bæði sökum lærdóms og gáfna. Jeg ætla ekki að draga merg úr viðtali okkar síra Páls en vil þó benda hjer á ummælin um áhrif og starf Páll Sigurðsson. síra Friðriks Friðrikssonar. Áreið- anlega ski]ita þeir íslenskir æsku- menn mörgum hundruðum, sem geta sagt sama og síra Páll, að áhrif og starf síra Friðriks sje ómetanlegt. Auk þessa á síra Friðrik mikið starf erlendis og einnig nokkuð hjá Islendingum í Vesturheimi. Hann hefir verið hinn mikli sáðmaður allt frá stofnun K.F.U.M. til þessa dags, og það öllu meira með hjartí anu en höfðinu, þó hvorutveggja hafi fylgst að, hugur og hönd. Svo hefst hjer viðtalið við síra Pál : — Þú ert fæddur 29. ágúst 188-t að Oarðhúsum í Leiru. — Og foreldrar? — Sigurður ísleifsson sjómaður og Kristín Nikulásdóttir kona hans. Þau fluttu austur á Seyðisfjörði 3, þegar þegar jeg var á 1. ári, en undu þar ekki lengi, og fluttu aft- ur, að Vatnagarði í Garði og ólst jeg þar upp til fermingaraldurs. — Og svo? — Veturinn eftir fermingu rjeð- ist jeg sem hótelþjónn á Hótel Reykjavík hjá Einari Zoega. Þá kynntist jeg (hinum ógleymanlega) síra Friðriki Friðrikssyni. TTann* dreif mig til náms. Tók mig til kennslu um veturinn og vorið .1900 gekk jeg undir inntökupróf í hin- um almenna menntaskóla. Varð stúdent 1906. Sigldi þá um haustið til Kaupmannahafnar og lauk prófi í guðfræði við ITafnarháskóla 1912. — Þú fylgir alveg öldinni með námið. Segðu mjer dálítið um það, sem mest hreif þig á þeim árum? — Það sem mjer er hugstæðapt frá latínuskólaárunum er K.F.U.M. og allt starf síra Friðriks Friðriks- sonar. Áhrif hans eru þung á met- unum. Þá vil jeg nefna kýnningu mina við hjónin Jón Gíslasoh sjó- mann og. Guðríði Pjetursdóttur. Þau hjón urðu mjer drjúg fjárhags- leg stoð á námsárunum og tryggða- vinir jafnan síðan. Þessi hjón fluttu frá Revkjávík til Bolungarvíkur um 1907. Flutningur þeirrá hjóna varð til þess, að jeg kom hingað vestur. Jón óskaði, að jeg kæmí vestur til fimdar við sig. Varð jég við því vorið 1909. Þá vantaði skólá stjóra við barnaskólann í Bolung- arvík og var lagt fast að tnjef'áð' taka því starfi. Varð það úr að jeg & yarnaóon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.