Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Side 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS T.6 Framh. af bls. 47. Magnús Stephensen, Sigurður Pjet- ursson, sr. .Tón Iljaltalín, Pjetur prófastur á Víðivöllum, Stepán amt- maður, Jón Espólín, Finnur Magn- ússon, Ilalldór Iljálmarsson, Geir biskup, inir síðustu Ilólabisknpar, Árni stiftprófastur Ilelgason o. m. íl. — Henderson inn enski beittist fyrir því, að hnn fjekk fjárfúlgu nokkra frá Englandi fyrir þyðingar sínar og annan skáldskap, og eftir meðma-lum Rasks, sem heimsótti sr. Jón sumarið 1814, veitti Friðrik konungur VI. honum árlegan styrk allríflegan í viðurkenningarskyni fyrir skálskap hans. Varð hann góðfrægur í Englandi og Danmörku meðal ýmissa menntamanna. Fyrstur íslenskra skálda fær sr. Jón skáldalaun. Að vísu naut hann þeirra ekki sjálfur, heldur dánar- bú hans, en viðnrkenningin var in sama. Það skáld, er næst eftir hann, fjekk skáldalaun, mun hafa verið Matthías Juchumsson, um aldamót- in 1900. Sr. Jón Þorláksson var fulltrúi þeirra manna, sem metur andann meira en efnið og lætur því ekkert tímanlegt tjón hrella sig. áz SPJÁTRUNOUR nokkur fjekk lánað eintak af Plato hjá kunningja sínum. Þegar hann skilaði bókinni aftur, spurði kunninginn: „Jæja, líkaði þjer ekki bókin?“ „Jú, mjer líkaði hún ágætlega", var svarið, „en þessi Plato hefir fjöldan allan af mínum hugmynd- um“. ★ — En hvað er gaman að lesa um friðinn. Missti embættið fyrir konuna ENGUM stjórnarerindreka Egyptalands er leyft að kvænast erlendri konu. — Dr. Hassan Nachat Pasha, fyr- verandi sendiherra Egypta í London, varð þvi að láta af embætti til þess að geta gengið að eiga Patricia Mary Pansy Priest, 23 ára gamla breska kenslukonu. Dr. Pasha er sjálfur 55 ára að aldri. — Brúðhjónin sjást hjer á mynd- inni rjett eftir brúðkaupið í egyptska sendiherrabústaðnum — Hvað er um hann? Er kominn friður? — Já, allsstaðar friður. — Ekki stendur það í mínu blaði. — Hvenær var yðar gefið út? — Árið 1935, það var utan um morgunmatinn minn. ★ — Fáið þjer yður altaf kalt steypibað á morgnana. — Nei, það tók of langan tíma. — Það cr ómögulegt, maður cr ckki nema tvær mínútur undir bun- unni. — Nei, en svo varð jeg að liggja klukkutíma í rúminu, svo mjer hitn aði aftur. ★ Frúin: — Ilafið þjer sópað bak við hurðina, Jóna? Vinnustúlkan: — Já, frú, jcg sópaði öllu bak rið hurðina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.