Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 10
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS föður Jarðþrfiðar, on synir þoirra voru þoir biskuparnir: Gísli Þor- láksson á Hólum og Þórður Þor- láksson í Skálholti. Er Kristín sú eina íslonska kona, som sjált’ er biskupsekkja, on sjer tvo syni sína skipa biskupsstólana báða. Þar að auki var móðurbróðir Jarþrúðar, Yísi-Gísli, á næstu grösum, í Skál- holti. Einnig voru margir aðrir, sem auðvitað hofðu komið í veg fyr ir þennnn ráðahag, ef þeir hefðu ekki verið fullkomlega ánægðir með Magnús. Ilákon, faðir Jarþrúðar dó aðoins 39 ára gamall, og þótti verið hafa mikilmenni, spakur í lund og auð- maður mikill. En gáfur þótti hann ekki hafa til jafns við Vigfús bróð- ir sinn, en var þó maður vel lærður. Það er því gefið mál að þau Magnús og Jarþrúður hafa okki byrjað neinn hokurbúskap í Bræðratungu, þar sem jaf'n mikil auðsöfnun hafði verið á allar hliðar. Ilvorki varð þó hjónaband þeirra Magnúsar langvint nje hamingjusríkt. Fjög- ur börn þeirra fæddust andvana og sjálf dó Jarþrúður af barnsförum, eftir 6 ára hjónaband. Svo ekki áttu þau erfing.ja. Magnús tók sjer þessa harma mjög nærri, og vafa samt að hann hafi nokkurtíma náð sjer að fullu eftir þetta áfall. Þó að Magnús hafi harmað mjög missi konu sinnar og barna, hefir honum verið ljóst, að lífið heldur áfram og gerir sínar kröfur, því að þremur árum liðnum giftist hann að nvju og vegur enn í sama kn.jerunn, ef svo mætti segja. En seinni kona hans var Þórdís, dóttir Jóns Vigfússonar (Bauka .Tóns) Ilólabiskups. Voru þau Jón biskup og Jarþrúður fyrri kona Magnúsar, bræðrabörn. Þórdís var þá að heita má barn að aldri, aðeins 16 ára gömul, en Magnús 20 árum eldri. Ekki er vafi á því, að Magnús hefir verið mikils metinn maður er þetta brúðkaup fór fram. Því að öðrum kosti hefði hunn ekki feng- ið þennan ráðahag. Geta má þess, að auk alls annars, voru niðjar Gísla lögmanns Hákonarsonar, fríð- leiksfólk, og mætti því ætla að Þór- dís hafi einnig verið fríð kona. Þetta brúðkaup hefir líka vakið athygli, sem Ijóst má vera af því, að það er hið eina brúðkaup sem Fitjaannáll getnr um það ár 1689. Brúðkaupið fór fram að Borg á Mýrum. en þar var Þórdís hjá Sal- vöru föðursystii' sihni, ekk.ju Sæ- mundar prófasts Oddssonar, í Hítar- dal móðurbróður Magnúsar. Enginn vafi er á því að þetta brúðkaup, hefir verið stofnsett með vitund og vilja Jóns Ilólabiskups. Hann var maður svo óvæginn og ráðríkur, að áreiðanlegt er að þeir sem þektu hann best, hefðu ekki dirfst að ganga á móti vil.ja hans, í svo mik- ilsvarðandí máli. Fullvíst verður og að telja að Jón biskup hafi s.jálfur setið brúðkaupið.því hanti tor ein- mitt utan með Grundarfjarðar- skipi þá um sumarið, vegna mála- vasturs síns. Um Jón biskup er ástæðulaust að vera margorður. I lanv var yngsti sonur Vigfúsar sýslumanns Gísla- sonar lögmanns Ilákonarsonar. Jón biskup var gáfumaðnr, sem Vig- fús faðir hans. En samkvæmt heim- ildum, var Vigfús talinn fljótskarp- ur og mjög vel gáfaður; hann út- skrifaðist úr SkálholtSskóla 16 ára gamall og um tvítugt hafði hann lokið háskólanámi í Danmörku og Ilollandi, en þangað hefir hann tví- mælalaust leitað til montunar, að' áeggjan Vísa-Gísla, sem sjálfur hafði hlotið hina bestu mentun þar í landi. Móðir Jóns biskups var einnig nafnfræg kona, Katrín Er- lendsdóttir á Stórólfshvoli. Miklurn ÖrðugleikUm átti hann í bæði sem sýslumaður og biskup, og margs- sonar málaþrasi, sem ekki verður rakið hjer. Itona .Tótis biskupS, en móðir Þórdísar var Guðríður dóttir sjera Þórðar Jónssoijar og konu hans, llelgu dóttir Ama lögmanns Odds- sonar. Sjera Þórður var einn hinna lærðustu Islendinga á sinni tíð, með þeim Vísa-Gísla og Brynjólfi bisk- upi. En Brynjólfur vildi, að sjera Þórður yrði Skálholtsbiskup, þeg- ar honum var s.jálfum þröngvað í það embætti. Sennilegt er að Þórdís, hin korn- unga biskupsdóttir, hafi ekki verið vel undir það búin, að takast á hendur stjórn inrian stokks á stóru sveitaheimili, sem varð að standa efnalega undir sjer sjálft, en hafði engar embættistekjur til búdrýg- inda. Líklegt er það einnig að henni hafi.brugðið svo til ættevn- is síns, að hún hafi verið lundstór. Ennfremur er ekki ósennilegt, að þegar fram í sótti hafi henni, sem sjálf var af og nátengd göfugustu valdaættum landsins, þótt háðung að því, að giftast embættislausum bóndamanni, ]ió á höfuðbóli væri. Einkum gæti }iað hafa komið til greina, eftir að Sigríður (yngri) systir hennar, var orðin biskupsfrú í Skálholti, og bróðir hennar skóla- meistari þar. En Jón Vídalín varð fekálholtsbiskup 1698, og giftist Sig- ríoi ári seinna. En eftir það virðist sem heimilisraunir Magnúsar byrji, eða að minstakosti ágerist að mun. Meira. Smælki — Jeg held þú drekkir of mikið, Appollo. — Það er ekki jeg, heldur annar maður. Á hverjuni morgni, þegar jeg vakna, þarf jeg endilega að fá mjer einn lítinn, og strax og það er búið, verð jeg allur annar maður^ og það er hann, sem er f\ þessu fylliríi alla daga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.