Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 7
IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 fyrir, á hans dögum, er Heklugosið mikla 1760 og harðœrið þar á eftir. Þá er Jón 21 árs að aldri. Skaptár- eldarnir, landsk.jálftarnir í sam- liandi við þá og Móðurharðindin ganga yfir, þegar sr. Jón er um, fertugt. Ilann er þá bóndi í Galtar- dal. Allt landsfólkið var þá orðið nokkrum þúsundum fœrra en nú er í Reykjavík einni. Það var þá, sem í-áðgst var um í Kaupmannahöfn, hvort ekki væri rjettast að flytja þessar fáu hræður hjeðan til Jót- lands. Fimmta ólagið kemur yfir íslands byggð með siglingateppunni í Napoleons-styrjöldunum. Þá er sr. Jón á sjötugsaldri. Sjetta áfallið á dögum sr. Jóns er fjárhagshrun danska ríkisins, er hafði í för með sjer mikla fjárhagslega örðugleika fyrir íslendinga. Sjaldan eða aldrei í sögu Islend- inga hafa önnur eins ósköp yfir þá dunið samfleytt á sjötíu árum eins og á ævidögum Jóns Þorlákssonar: Eldgos, hafísar, verslunarkreppa, landsskjálftar, siglingateppa, bú- fjárpest, fjárhagshrun, fjárfellir, hungurdauði. Allar bjargir virðasfc bannaðar. Hvert ólagið reið yfir af öðru. Á æviárum Jóns Þorlákssonar urðu stórkostlegar byltingar í skólamál- um Islendinga, um kirkjustjórn og menningarstöðvar í landinu, einnig um dómaskipun. Gömlu skólarnir í Skálholti og á Hólum voru lagðir niður. Staðarhúsin í Skálholti höfðu fallið í landskjálftunum, er fylgdu Skaptáreldunum. Skóli var í stað- inn settur í Reykjavík, er Magnús Stephensen, áhrifamesti maður á Islandi um og eftir aldamótin 1800, reyndi að efla til höfuðstaðar. Hann vann að því, að lagður var niður biskupsstóll, skóli og prentsmiðja á Ilólum. Skálholt dró Iíóla uieð. sjer í fallinu. Reykjavíkurskóli inn fyrri var lagður niður litlu síðar en Hólaskóli, og í stað þeirra stofnað- ur einn skóli fyrir land allt, að Bessastöðum á Alftanesi. Ein dóm- kirkja var sett í Reykjavík, í stað tveggja áður. Prentsmiþjurnar voru fluttar frá Ilólum og Hrapps- ey og eitt prentverk sett í Leirár- görðum, er Magnús Stephensen fjekk síðar í hendur og stjórnaði upp frá því sína tíð. Alþingi á Þing vellii var lagt niður, en í staðinn var stofnaður landsyfirrjettur í Itvík. — Allar þessar brevtingar gerðust í tíð .Tóns Þorlákssonar. Stjórnarbyltingin mikla í Frakk- landi, ógnarstjórnin þar, valdataka Bonaparte 1799, keisaradæmi Napo- leons, fall þýsk-rómverska ríkisins 1806, inar langvinnu styrjaldir bylt- ingamanna og Napoleons við íhalds- öflin í Evrópu og loks fall hans og endurreisn furstavaldsins — all- ir þessir atburðir gerðust á dögum þjóðskáldsins á Bægisá. Þegar sr. Jón kom norður að Bægisá einn síns liðs 1788 og settist að þar í fásinninu, hefst ið frjóa starf hans í víngarði bókmennt- anna. Ilvert atriðið af öðru. Hann vinnur til æviloka í þjónustu menntagyðjanna. Hver er skýring- in á því, að hann — einmana, fá- tækur, við in örðugustu skilyrði um húsakost og bóka, afskekktur oft illa haldinn sakir veikinda og harðæris — fær orkað svo miklu? Ilann valdi sjer að vinum og fjelög- um nokkra mestu andans menn áflu vorrar, og eignaðist í samfjelagi við þá „sumar innra fyrir andann, þó ytra herti frost og kyngdi snjó“. I þessu sumarlandi, sem hann bjó sjer, dvaldist hann löngum og undi ævidögum. Þreytti hann kapp við andans jöfra og sýndi sig mikinn mann í þeim viðskiptum. Flestir Islendingar gátu um daga Jóns Þorlákssonar tekið sjer í munn- erindi hans um fátæktina: „Fátæktin var mín fylgjukona frá því jeg kom í þennan heim". Það er vafasamt, að nokkur þjóð, nema Islendingar hefðu þolað aðr- ar eins þrengingar og þeim voru búnar á tímabilinu 1750—1820. Þjóð in varðveitti undragott skap undir þessurn ósköpum. Hún sótti hugg- un og hressingu í trú sína og önn- ur þau verðmæti, sem mölur og ryð fá ekki grandað, trúði á and- ann í efnaleysinu og undi furðan- lega glöð við sinn hálfa hleif og halla ker, )tó að öskunni rigndi yf- ir jörðina, grár og úfinn hafísinn sigldi inn á víkur og voga og lok- aði landinu, þó að bæirnir hryndu til grunna og fjenaðurinn fjelli i högunum. Þrek fólksins, nægjusemi, iðjusemi og þolinmæði er svo að- dáanlegt, að vjer, sem nú lifum í allsnægtunum, eigum varla til orð yfir slíkt og þvílíkt. Jón Þorláksson var andans höf- uðsmaður þessarar hrjáðu þjóðar um sín daga. Iíann huggaði liana í raunum hennar og benti henni í náðarfaðm guðs. Hann fræddi hana og bar fvrir hana andans veigar bestu skáda fyrri tíðar og samtíð- ar. Ilann gerði að gamni sínu og kætti kúgaðan lýð með orðkingi sinni og bragfimi. Enginn kunni þá á við hann að tala við Islending* á þeirra eigin máli. Jón Þorláksson var ljettlyndur og bjartsýnn að eðlisfari. En stundum Ijek lífið hann svo hart, að hann andvarpaði undir byrðinni, sem var lögð á hann. Ilann leitaði hjálp ar á rjettum stað, og þess vegnp festi hann sjónir á sólskinsbletti f heiði, og það var lífslán hans. Niðurlagsorð. IIAMINGJUSAMAN má telja sr. Jón, mörgum skáldum framar, að því leyti, að hann fjekk þegar í lifandi lífi mikla \"iðurkenningu. Allir bestu menn landsins taka þar undir hver með öðrum: Bjarni Thorarensen, Benedikt Gröndal, Frnmh. á bls. 56.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.