Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Qupperneq 14
38 ‘ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Alþingiskosningar í Húna- vatnssýslu fyrir 70 árum Úr brjei'i þ. 20. apríl 1S75) — Það mun sumurn þykja fýsilegt að frjetta af kjörfundi Húnvetn- inga, sem baldinn var að Miðhús- um á íæðingardag konungs vors þ. 8. apríl. Þó kalt væri dagana á uudan, var fundardaginn hið besta veður. Voru menn því árla á fótum, eins og jafnan, þá er mikill cr ferðahugurinn. Unr hádegi var því æðimikill mannfjöldi kominn á fundarstaðinn, ckki einungis þeir, er kosningarjett höfðu, heldur og allmargir af. hinum yngri mönnum víðsvegar að úr-sýslunni. Sýslumaður — en með honum voru í kjörstjóminni sr. Jón Þórð- arson á Auðkúlu og sr. Páll Sig- urðsson á Hjaltaþakka, kaljaði menn nú bráðum imi í fundai-húsið, sem að kalla mátti undir eins varð troðfullt, sctti síðan fundinn með stuttri ræðu. Síðan gat hann þess, að epfir áskorun margra manna, ætlaði hann fyrst að halda undir- búningsfund, til þess menn gætu fengið að vita, hverjir vildu gefa kost á sjer til alþingissetu. Loksins gat sýslumaður þess, að 2 menn utan kjördæmisins, hcfðu sent sjer tiiboð sitt, að taka á móti kosningu til alþingis, fyrir Húnavatnssýslu, nl« Lárus sýslumaður Blöndal í JDalasýslu, og Arnljótur prestur ó- lafsson að Bægisá. Óskaði sýslu- maður jafnfi’amt að heyra álit manna um, hvort tiltækilegt myndi, að þyggja tilboð þessara manna. Brátt heyrðist það á umræðun- um, að um þetta mundu menn ekki verða á eitt sóttir. Var þá íarið að stinga uppá nokkrum mönnum maan sýslu, en a£ þeim skoruðust 1 (ó bssadur eg 2 prestar) undau l að taka við kosrungu. Síra Sveiaft Skúlason á Staðarbakka bauð sig fram til þingmensku, og 2 bændur, Pájl Pálsson í Dælum og Jóhannes Guðmundsson á Hólabæ, kváðust ekki munda neita kosningu. Það var hvorttveggja að cnginn stakk uppá Ásgeiri bónda Einars- syni á Þingeyrum, enda bauð hann sig ekki fram. En margir munu áður hafa verið búnir að lrugsa sjer að kjósa hann. Loksins var þá farið að kjósa, og lentu 95 atkv. (a£ 118) á Ás- geiri Einarssyni á Þingeyrum, en 66 á Páli Pálssyni á Dælum. Voru þeir því rjett kjörnir alþingis- menn. Auk þeirra fengu þessir at- kvæði: Sr. Árnljótur 30, Jóhannes í Hólabæ 29, Lárus Blöndal 14 og sr. Sveinn á Staðarbakka 1. Var síðan fundi slitið í mesta bróðerni. (Ofan rituð frásögn er í Isafold þ. 31. maí 1875. — Þeir hafa verið friðsamir Húnvetningar í stjórn- málunum á þeim árum). Smælki Maður nokkur sagði Samuel Foote eitt sinn, að hann hefði iát- ið konuna sína elskulegu liafa þús- und pund. „Einmitt", sagði Samúel, „hún er bannarlega elskulega konan þin“. ★ • — Hæ, lögregluþjónn, hvað hefir hann gert af sjer þessil — Þetta er hættulegur brenni- yargur. — Ætli hann eigi þá ekkj el<Í- Epitu haada mjer? Vorvísur 9 Eftir langa vetravá, vetrar stranga daginn, vor, sem sprangar láð og lá, lít jeg ganga í bæinn. Blærinn þess er blíðumál, bugað hvessir þoriðí Hvað það hressir hug og sál himinblessað vorið! Æfir lóa yndisblíð og hann spói róminn; út um móa, upp í hlið, anga og gróa blómin. Listahröð til Ijóða kvödd, leiðans tröðum ofar, himnaföður hver ein rödd huga glöðum lofar. Þannig sveigjast alt ef á óðs að vegi hreinum, mundi eigi minkun þá mjer að þegja einum? Jeg til gildis ei þótt mjer eigi snildarhljóma, alvalds mildi miklu er margföld skylda að róma. Föður alda, lýðs og lands, lofgjörð balda eigum; þökkum gjalda gæsku hans gleyma aldrei megum. B. B. —r Þetta var ifldæl ferð til ar, en dýr. Fimmtíu krópur kost- aði aðgöngumiðipa á nautaatið. — Þær hefðirðu getað sparað með því að vera kyr heima. Hjer er ekki seldur aðgangur að uauta- atinu. Hvar er það káð hjer" i — I lyotþúðujium, meðgji ekkert t»it diltáiuötið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.