Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 af höndum. Ilúsfreyja kferúi sig“ kollótta um ]>að bókvitr áem ekki Arei-ður látið í askana. Viðkvæm' lund skáldsins þráði ástarblíðu, og þegar engin fullnæging fjekst þeirr- ar þrár, kom kergja í skapið; keskni og hroki voru svarið við kulda og heimshyggju. Niðurstaðan varð ó- Iiærileg samhúð. En ljósglæta var í þessum skuggadöluin. ITjónunum varð auðið einnar dóttur. En það nægði ekki til þess að gera sam- húðina farsæln. Galtardalsárin hafa vafalaust verið örðugustu æviár sr. .Tóns. Andlegt starf er fáskrúðugt. Iiann nýtur sín ekki. Vonin var dauf um uppreisn öðru sinni, en hann hugð- ist revna fyrir sjer. — Vinur hans,, sr. Árni Þórarinsson, ■ var orðinn hiskup á Hólum. .Tón leitáði hans fnlltingis. Vonarglætan varð að skíru Ijósi. Uppreisn öðru sinni. Bægisárprestur. ÞEGAR Árni Þórarinsson sótti hiskupsvígslu til Kaupm.hafnar ár- ið 1784, leitaði hann fyrir sjer um uppreisn til prestsskapar handa Jóni Þorlákssyni, og fjekk hann' hana að áliðnu sumri 178G. Um þessar mundir var sr. Jón farinn’ að yrkja sálma, og er víst, að sáíma kveðskapur hans hefir ríkt stutt að uppreisn hans, en því skilyrði var hún þó bundin, að hann mætti ekkij vera prestur í Skálholtshiskups- dæmi. Ilvatti Árni biskup vin sinn til ]>ess að neyta skáldskaþargáfu sinnar í þjónustu kristni og kirkju. Mun biskup hafa ætlað sr. Jóni gott brauð í Hólabiskupsdæmi, en, til þess að velja honum brauð ent- ist biskupi ekki aldur, því að hann' andaðist 5. júlí 1787. Árið eftir (1788) fjekk sr. Jón veitingu fyrir Bægisá. Var til þess tekið, hve fá- tæklegur hann var, er hann koml gangandi norður til Ilóla. Ilann var settur inn í embættið á afmælisdag sinn 1788, þá 44 ára gamall. Við' staðnum tók hann vorið 1789 og sat hann 30 ár.. Ekki fjekk, hann konu sína til þess að fara með sjer norður, og dóttir þeirra, Guð- rún, varð einnig eftir véstra og ólst upp með móður sinni. Það er til mikils sóma merkum mönnum hjer nyrðra, hve vel þeir tóku sr. Jóni. Voru ]>ar fremstir í flokki' Stephán atntm. Thorarensen, Magnús próf. Erlendsson. Þorlákur Hallgrímsson bóndi í Skriðu og Einar Iljaltesteð kaupsýslumaður á Akureyri. Undir eins og sr. Jón er kpminn að Bægisá tekur hann sjer fyrir hendur að snúa á íslensku kvæðum merkra, erlendra skálda. Fyrstur íslenskra skálda verður hann til þe^s að kynna íslendingum skáld- skap erlendra höfunda. Hann hafði þegar byrjað á því í Ilrappsey, er hann þýddi kvæði Chr. Tullin, ep það skáld hafði setið við fætur ins enska skákljöfurs, Alexanders Pope (1688—1744). — Fyrsta verkefnið, sem sr. Jón velur sjer sem við- fangsefni á Bægisá, er einmitt að snara einu kvæði eftir Pope á ís- lensku. Það var „Tilraun um mann- inn“ (Essay on Man). Var þaðl frægt, bæði heima í föðurlandi skáldsins og á megihlandi Evrópu, heimspekilegt kvæði í anda upp- lýsingar — eða skyhsemistefnunn- ar. Fræðslu- og nytsemihyggjan ein kennir þetta tímabil, og höfuðskáld Englendinga á fyrra hluta 18. ald- ar var Alexander Pope. Formfegurð’ er annáluð hjá honum. Kvæði það, er sr. Jón snaraði á íslensku á ár- unum 1789—1796, er kristileg sið- speki um stöðu mannsins í heim- inum. Benedikt Gröndal eldri þýðir Must- eri mannorðsins eftir Pope. Sr. Jón kemur í slóð hans, og Magnús Stéphensen snýr á íslensku bænar- sálmi Pope: „ó, Guð, Jehóva, Júþþ- iter!“ Sveinbjörn Egilsson þýðir kafla úr Essay on Criticism, og vitað er, að bæði TTannes biskup Finnsson og sr. Tómas Sæmunds- son höfðu mætur á þessu höfuð- skáldi Englendinga. Þýðing sr. Jóns kom út í Leirárgörðum 1798, helg- uð Stepháni amtmanni Þórarins- syni. Er jafnvel talið, að amtmaður hafi hvatt sr. Jón til þess að ráðast í þetta verk, er hann leysti mjög sómasamlega af hendi að dómi þeirra, sem þar á kunna góð skil. Næsta stórvirki, sem sr. Jón ræðst í, á sviði bókmenntanna, er aA snara Paradísarmissi (Paradise lost) eftir enska höfuðskáldið Milton á íslensku. Dönsk þýðing kom út af þessum ljóðabálki 1790. Þegar árið eftir fær llalldór Hjálmarsson, konrektor í ITofstaðaseli þessa þýð- ingu. Sendir hann þegar sr. Jóni vini sínum á Bægisá bókina til lestrar. En þegar prestur kynnistí kvæðinu, tók það hug hans allan og byrjaði undir eins að leggja það út á íslensku. Sendi Halldór Lær- dómslistafjelaginu, sem þá var eina bókmenntafjelagið í landinu, þýð- ingar sr. Jóns jafnóðum af kvæðinu, og voru þrjár fvrstu bækur þess prentaðar í ritum fjelagsins, eu þýðandinn var kjörinn heiðursfje- lagi Lærdómslistafjelagsins 1793, og hvatti það sr. Jón til að halda verkinu áfram, en fjelagið hætti störfttm von bráðar sem kunnugt er. Síðai' komst sr. Jón yfir ]>ýska þýð- ingu af „Paradísarmissi“ og studd- ist við hana með danska textanum, en þó að hann þýddi ekki eftir enska frumtextanum, þótti verkið samt hafa tekist égæta vel. Sr. Jón hóf að þýða Paradísarmissi árið 1791 og lauk því árið 1805, svo að fyrstu fimm árin hefir hann undir tvær þýðingar samtfmis, eftir Popö og Miltón. Þá er skáldið háfði lokið við þýðingu á Miltön,' snýr hanii á ís- lensku fyrstu bókinni úr söguljóð- um danska skáldsins Tlertz: — Framh. á bls. 39.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.