Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGTJNBLÁÐSTNS 35 - FRÁ liðimum dögum - Frásögn Þorbjargar Steinsdóttur frá Mjarðvík Eftir Halldór Pjetursson Húsakynni. BAÐSTOFAN hjá okkur var Lygð á })i-opi. Bæjai'áyrnar voru þröngar og lápar, svo menn fengu oft að reka sig á í þeim. Göngin voru ekki riijög lág en þröng, skaint var til baðstofu. Baðstofan var í einu lagi og að- eins tvær rúmlengdir á lengd og stutt á milli rúmanna á breiddina. Engir husmunir voru þar inni nema lítið borð undir glugga, nelgt fast. Gluggarnir voru svonefndir skjá- gluggar, úr hildarskæni. Þeir vildu oft rifna þegar snjór var og ofviðri og báru þess utan ekki góða birtu. Baðstofan var með sperrum og þiljað á þær með reisufjöl, einnig var hún með trjególfi. Aldrei voru gólf þvegin fyrst þegar jeg man eftir mjer, heldur skafin, en eftir að við systurnar komust á legg, var farið að þvo gólfið. Bærinn og hlaðið var sópað með vendi. Faðir mihn var ákaflega hréinlátur eftir Jiví, sem þá gerðist, en samt þótti honum ekkert athugavert að spýta á gólfið frekar en öðrum. Jeg man ekki hvenær gler kom í glugga, en jeg hygg að það hafi ekki verið fyr en um 1880. Ógurlegur kuldi var í baðstofunni og þegar sem kaldast var, vornm við krakkamir klædd og farið rrieð okkur fram í fjós. Stundum var borin glóð í potti inn í baðstofu og hitnaði ofurlítið af því. Mjólkin var altaf flóuð í þotti og pótturinri bórinn inn til að notá hitan af gufunni. Itúmföt voru ekki úpþ á marga fiska óg fáir áttú yfirsængúr. Við fengum þó tiltölulega. fljótt vfir- sængtir af því pabhi skaut svo mik- 5ð af fngli. Anriars höfðu menh of- aná sjer ullarbrekán og aðrar tusk- úr, undirsængur áttu flestir. Inn úr göngunum fyrir innan baðstofu- dyr, var gengið inn í eldhúsið. Eldhiisið var stórt og var ann- ar endinn á því notaður fyrir búr. AIilli bita í búrínu voru lagðar fjalir eða renglnr og var þar geymdur harðfiskur og hangiket, þegar það var til. Vegna reyksins, var altaf reykbragð af fiskinum. Þarna var fugl einnig látinn hanga. Tnn úr eldhúsinu var gengið inn í fjósið. Fjósið var aðeins fyrir tvo nautgripi, enda höfðum við ekki tvær kýr fyr en á síðari árum. Þarna höfðumst við krakkarnir við þegar, sem kaldast var og lásum í Jíverinu. Fjósið var með skjáglugga og útidyrum. Einu sinni þegar jeg var að lesa 8 kapitulann í kverinu, þá sletti kýrin halanum yfir opnuna og var hún lítt læsileg eftir það. Alt vatn var borið lir læk,'sem rann neðan við túnið. Skemtanir. OPINBERAR SKEMTANIR voru engar í þá daga, nema brúðkaups- veislur. Þar var vel veitt bæði í jmat og drykk, því annað þótti ekki sæma, jáfnvel þó efnalítlir ættu í hlut. Maturinn var oftast smá- feteik hituð í feiti, flatbrauð. pott- hrauð og steikt brauð. Kaffi var veitt með lummurii, að ógleymdu brerinivfni, því ekki þótti veisla hfari víns og oft drukkið fast. Sumir hrutu fyrir borð er leið n nóttina, en aðrir spjölluðu, sögðu eögur, sungtt og kváðu. Enn aðrir kýttu og skömmuðust og jöfnuðu pakir sínar með hándalögmáli. Oft þurfti að stilla til friðar og gengu þá hinir friðsamari á milli. Hihir vígreifu vildu ekki láta sjer skilj- ast þetta og sneru sjer þá oft að því að berja þessa góðu menn, en af því að þeir voru líka kendir, þá hitnaði þeim í hamsi við þessar að- farir pg veittu viðnám. Þannig stækkaði hópurinn stundum þar til aflið af karhnönnunum var kom- ið í eina þvögu, þar*sem hver hugs- aði um að berja frá sjer. Kvenfólk aðeins dreypti í vín, því slíkt þótti biesta skömm ef kvenmaður sást drukkinn. Jeg man eftir einu til- felli, þar sem jeg sá drukkinn kven- piann. Karlmenn drukku yfirleitt allir á þeim árum, er svo bar und- ir en eins og nú, var það misjafnt hvernig menn fóru með vín. Vín var altaf haft við jarðarfarir. Börnum var strax leyft að bragða ú víni og var gefið það í skeiðum þegar komið var úr kaupstað. Fólk- ið fór stundum í heimsókn hvað til finnars og var þá farið í leiki. Leik- irnir voru, blindingaleikur, brynna- músum, pantaleikur og útásetn- ingarleikur. Af þessu þótti panta- leikur besta skemtnnin. Þá vóru farnar sleðaferðir upp í fjall og sló þá fólkið af bæjunum sjer saman. Pá sem stýrði sleðanum, var á broddúm. Væri hjarnfenni og far- Íð hátt upp, urðu stundnm af þessu smá slvs, annars þótti þetta besta skemtnri. Aldrei fengum við börriin að vera með í þessum férðum og þótti sárt. Við gátum stnndum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.