Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 16
40 LESBÚK MORGUNBLAÐSIN3 — A vígstöðvunum — Það er altítt að hermenn hafi hvolpa hjá sjer í herbúðunum og í sjálf- um hildarleiknum. — Þessir tveir, sem myndin er af, g’aeta stálhjálms eiganda síns — Bradley hershöfðingja. jd!irkennara, en var dóttir Þórðar umboðsmanns Bjarnasonar í Svið- holti og konu hans Gudlaugar Ara- dóttur frá Flugumýri. Hinsvegarvar hún um það leyti er hún dó, stjúp- dóttir Björns Gunnlaugssonar, því Guðlaug móðir hennar var síðari kona hans og voru þau bæði á lífi 1868 (Guðlaug dó 1873 og Björn 17. mars 1876). — Stafar ranghermið eða misminnið um; faðerni Sesselju sennilega af þessimi atvikum. — Þau Guð- laug Aradóttir og Björn Gunnlaugsí son höfðu áður verið gift systkin- um, Guðlaug Þórði Bjarnasyni frá Sviðholti, svo sem fyrr greinir, en Björn Ragnheiði Bjamadóttur frá Sviðholti. Áttu þau Björn og Ragn- heiður eina dóttur, sem kom til full- orðins aldurs, Ólöfu, konu Jens Sigurðssonar rektors. Björn var síðari maður Ragnheiðar, en hún var áður gift Jóni skólakennara Jónssyni, sem drukknaði undir Svörtuloptum árið 1817 og sonut* þeirra var B.jarni Johnsen, rektor. Má nærri geta, að ýms flókin skyld- leika- og tengdabönd sköpuðust við! þessi hjónabönd sum, svo sem eink- um þeirra Guðlaugar Aradóttur og Björns Gunnlaugssonar, sem stofn- að var að látnum Sviðholtssvstkin- unum, fvrri maka þeirra hvors um sig. Björn Gunnlaugsson og Ragnheið ur Bjarnadóttir eignuðust son, sem skírður var Helgi, hinn 10. október 1826, en mistu hann úr kighósta hinn 1. nóv. s. á., 3ja vikna gaml- an. Samkvæmt því, sem Matthías þjóðmiii javörður Þórðarson telur vai'alaust, sbr. Rit Jónasar Ilall- grímssonar, I. B. bls. 319, er kvæði .1. II., sem birtist á bls. 7 í sama bindi, undir nafninu ,,Ad Matrern. Orbatem", orkt til frii Ragnheiðar í tilefni sonarmissisin.s. Aðrar athugasemdir skortir mig þekkingu til að gera við nafngrein- ingarnar, enda eru þær vonandi reistar á styrkari grundvelli. ITafnarfirði, 2ó. des. 1944 Bergur Jónsson. Smælki ÞAÐ VAR EITT sinn í Chicago að nokkrir háskólakennarar komu saman í gistihúsi þar og ræddu vandamál sín. Þó þarna væru sam- ankomnir margir vel menntaðir og fróðir menn rak þá samt í vörð- urnar, sem ekki var nema mann- legt. Einn þeirra hleypur niður f skrifstofu hótelsins og spyr af- greiðslumanninn: ,,Er Enoyclo- pædia Britannica til í húsinu?“ „Nei, mjer þykir það leitt“, sagði maðurinn, „hún er ekki til, en hvað er það, sem þjer viljið fá upplýsingar um?“ ★ — Jeg heyri að Pjetur hafi ver- ið barinn til óbóta af fullum dólg- um. — Já, það eru ósköp að sjá hann. — Honum hlýtur að þykja þetta leitt. — Onei, hann ætlaði á grímu- ball í kvöld, hvort sem var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.