Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 14
478 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * Jeg er að leita allsstaðar, .jeg er að leita allsstaðar eftir tóbakslaufi. Annað sinn kom Lárus trúboði — sem margir kannast við — að Asunnarstöðum og predikaði þar. Komu allir að hlýða á orðið, nema Jón Finnbogason, sem sat kvrr í sínum kofa hjá mórauðu og mis- litu kindunum sínum. Nokkru síð- ar mætir Lárus manni á förnum vegi í Breiðdalnum og spyr hann að heiti. Jón Finnbogason heiti jeg“, svaraði hann. „Ert þú mað- urinn, sem ekki vildir koma til Krists?“ spyr Lárus. — „Þykist ]>ú vera Kristur, greyiðf' svaraði Jón og samtalið varð ekki lengra. í Álftafirðinum var mjer sögð eftirfarandi saga, seni þar hafði gerst á efi'i árum Jóns Finnboga- sonar. Jón hafði eitt sinn setið yfir einni meiri háttar húsfreyju í ná- grcnni Djúpavogs. Alllöngu síðar var Jón staddur í verslunarbúðinni á Djúpavogi og mun hafa vcrið tötralegur til fara. því hann var jafnan fátækur, eins og fyrr cr sagt. Vildi þá svo til að áðurnefnd húsfrcyja kom þar inn og varð henni starsýnt á Jón og spurði hvaða maður þetta væri. Páll Ól- afsson skáld, sem var staddur þarna við þetta tækifæri, varð fyrstur til svars og sagði samstundis við hús- frcyju: „Þekkirðu ekki þennan maun? Þú hefir fyrri sjeð ’ann; sínum höndum hefir ’ann haldið um þig neðan", Er þá sagt að hún hafi kannast við manninn. Á sumrin stundaði Jón Finn- bogason vcgagcrð og hafði verk- stjórn á héndi. Fórst honum það frábærrlega vel, og til dæmis um það er. að þegar bih-egur ^ar lagð- ur yfir Brejðdalsheiði fyrir fáum . árum 6tóðu ræsi, sem Jón hafði u lilaðið yfir gil óhögguð og voru notuð undir végginn, enda þótt þau væru hlaðin fyrir um 60 árum. Þorvaldur Thóroddsen prófessor fór um þennan veg 1888, og segir hann svo um hann í Ferðabók sinni, að þar hafi hann sjeð veg lagðan af mestri skvnsemi á tslandi. Þegar Jón var við vegagerðina á Breið- dalsheiði kom sýslumaðUr Sunn- mýlinga þar við og ræddi við Jón, en végaménnirnir hættu vinnu á njeðan. Ilafði sýslumaður orð á að ekki væru afköstin mikil þá stund- ina. ..Þeir eru að horfa á ])ig, grey- ið“, svaraði Jón. Öll vðru önnur verk Jóns, vegghleðslur og smíðar járn og trje sambærilegt við vega- gcrð hans, og mun hann hafa verið frábær að atgerfi. Eins var fjárrækt hans, þær kind- ur, sem hanú átti fór hann afbragðs vel með, þær .voru allar mórauðar eða mislitar. og voru vænni en fje annarra. Frá ]>essu sagði mjer Sig- urður Einarsson á Keldhðlum á Völlum, bróðir Magnúsar heitins dýralæknis, — en hann er fæddur á Höskuldsstöðum í Breiðdal og þekti Jón vel í æsku sinni. ,,Á allan hátt sá Jón Finnboga- son lengra en aðrir menn, bæði eðli lega og óeðlilega", voru orð Sig- urðar við mig, og mun það vera rjett. Mjer þótti vænt um að fyrir góðvilja Sigurpáls söðlasmiðs á IIÓli í Breidal var rúmfjöl, sem Jón skar iit handá Guðlaugu konu sinni lítil handvog — reisla — látin á Minjasafn Austurlands. Að síðustu er hjer saga, sem lýsir mannmum ekki síst. Hann var sóttur til að sitja yfir konu. Þegar hann kom á bæinn var þar köttur kominn að goti, sem gat ekki fætt ketlingana.. Var því ekki um annað að gera en lóga kettinum, og var það ákveðið. En þa bar Jón Fmn- bogason þar að garði. jeg vérð að reyna að hjálpa ])jer fyrst, greyið“, sagði Jón, og tókst ]>að svo vel að nokkru síðar var kisa hin sælasta með hóp af kettlingum í bólinu sínu, og svo sat Jón yfir húsmóðurinni á eftir og allt fór vel. Líknarstörf Jóns voru aldrei unnin til fjár, en þar sem hann vissi á sinn dularfulla hátt, að hans var þörf, þangað var hann óðar kom- inn. Enga sögn heyrði jeg um, að hann hefði komið of seint þar scm hans var þörf. Um borgun var ald- rei spurt og fátæk munu þau hjón lengstum hafa verið eða alltaf. Enda voru þá færri peningar handa milli hjá fólki en nú eru. Þó var oft glatt í kofanum hjá Jóni og Guð- laugu. segir Pjetur á Ásunnarstöð- um. Unga fólkið sótti þangað, og þó • húsplássið væri lítið var oft gripið í harmónikuna og dansað frameftir, cn Jón vakti og gladdist er æskan skemmti sjer. Jón and- aðist skömmu eftir aldamótin, en Guðlaug lifði hann lengi og dó í hárri elli á Ósi í Breiðdal. Jón Finn- bogason ritaði margt um dagana, t. d. skrifaði hann daghækur mik- inn hluta ævinnar. Fróðlcgt, hcfði nú verið að geta flett upp í þeim og öðru því, sem ritað var af Jóni. En þess er nú enginn kostur. Þcg- ar lfk Jóns Finnbogasonar var kistu lagt var handritunum raðað í kist- una í kringum hann, þétta sagði mjer sá maður, sem það gerði, samkvæmt vilja Jóns eða Gúðlaug- ar. — En það er mcir en hörmulegt, að hugsa til þess, þegar reynsla kynslóðanna cr þannig grafin með þeim. Ekki hirði jcg að grcina, alla hcimildarmenn, að þessu sera hjer er sagt frá Jóni Finnbogasyni, en það er þeirra, sem nutu starfa hans og liknarverka að sjá um, að hanu falli ekki í gleymsku. Að Breiðdæl- ir vilja heiðra mirmmgu þegsarra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.