Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 11
LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS 475 cru ný tíðindi. Þcss vegna snertir ]x‘tta oss nú. Goðafoss horfinn. 14 skipverjar, þ. e. 13 karlar og 1 kona burtu kölluð, stýrimaðíir, 3 vjelstjórar, loftskeytamaður, 3 hásetar, 1 yf- irkyndari, 2 kyndarar, 1 matsveinn, 1 þjónn og þerna skipsins. Vjer sjáum þá fylgjast að, föð- ur og son, og trygga vini á starfs- og þroskaskeiði. Þetta er g'ömul saga, en átakan- lega ný. — Foreldrar heima, móðir sem bíður, systkipin þungbúin. Eig- inkona í sárri sorg, og börnin þög- ul horfa spyrjandi á elskaða móð- ur sína. Ástvinir heima, sem bíða og þiðja. Iljer horfum vjer á hinsta hvílu- rúm Eyjólfs Eðvaldskonar loft- skeytamanns. Ilann ljet sjer ekki bregða hvorki við sár nje bana. Altaf var hann hjer í kirkju, er hann gat því við komið. Nú er hans síðasta helgiför farin í dag. Kveðjurnar fylgja honum frá konu og börnum, og skeyti hefi jeg feng- ið frá Seyðisfirði frá vinum hans og kunningjum, sem biðja um, að frá þeim sje sú kveðja send, að minning hans sje hjá þeim í heiðri geymd. Víða er nú með hrygð horft á hið auða sæti. Oft hljótum vjer að segja: M.jer ofbauð hve allur kraft- ur kulnar fljótt fyrir kaldri feigð. Þau orð eru í huga mínum, er jeg hugsa um farþegana 10, lækn- ishjónin og börnin þeirra 3. IIví- líkur missir, og sorg. öldurnar báru iitlu drengina. lík þeirra að landi. Þannig var kveðja send harm- þrungnum vinum. Drottinn notar svo oft þá aðfei'ð að senda börnin með þá kveðju, er öðrum skal flutt, Litlu drengirnir voru í fyrradag lagðir til hvíldar í jurtagarði dauð- an. En vjer leitum í himninum að þeirra sál. Jeg hugsa um unga móður, sem, var á leiðinni heim með sitt elskaða barn. Jeg hugsa um soninn, sem, var á leiðinni heim til sjúkrar móður, stúlkunnar á heimleið til ástvina, og kæran vin á leið til ættmenna sinna. Þetta er sorgin. ★ En einblínum ekki á hið dapra. Munum, að ofar öllum skýjum ljómar sólin. Hún, nær í gegnum hvert ský. Vjer íinnum sárt til, er vjer hugsum uni ástvinina, sem á sama augnabliki urðu herfang dauðans. En minnumst þá þessa orðs: Ástúð- leg í lífinu, skildu ekki heldur í dauðanum. Það er oft sagt: „Dauð- inn einn skal skilja okkur að“. En hjer skildi dauðinn þá ekki að. Erfiðar hugsanir búa hjá oss. En hvað segir heilagt orð? „Þetta var erfitt í augum mínum“. En svo er bætt við: „LTns jeg kom inn í helgidóm Guðs.“ Þá erum vjer á rjettum stað. Þá sjáum vjer þetta frá öðru sjónar- miði, þá horfum vjer á það frá sjónarmiði eilífðarinnar. Þá sjáum vjer frammi fyrir hinum lifandi Guði ekki hið kalda lögmál. Vjer sjáum eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr. Vjer sjáum Drottinn á hans veldisstóli. En vjer sjáum hinn sama Drottinn beygja sig niður að duftsins barni, beygja sig niður að hinu titrandi blómi og skjálf- andi laufblaði. Þá er andvarpi sorgarinnar svarað með náð og krafti frá honum, sem er bæði Guð vonarinnar og Guð allrar hugg unar. Jeg bið þess, að þessi stund sje til huggunar hinum songbitnu, bæði hjer og annarstaðar á land- inu. Jeg bið þess, að hún sje þakk- arstund þeirra, sem björguðust. Þeir voru í baráttu með vinum sínum og þeir eru einnig hluttak- andi í hugguninni. ★ Þessi stund er oss gefin til þess að vjer hljótum huggun og frið. En hún er oss einnig gefin til þess að vjer vöknum til starfs og nýrra. dáða. Við oss er sagt: Statt ' upp Vakna þú, sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þjer. Látum ekki hugfallast í skamm- degi sorgarinnar. Jólin eru fram- undan; kveikjum á kertunum við hið heilaga jólaljós. Leyfum Drottni að vekja oss. Upp, upp, því Kristur kemur, hvað knýr þitt hjarta fremur. Það hefir verið talað til vor, svo að oss kennir til. En Drottinn talar við oss á máli kærleikans og segir við þjóð vora: Jeg þekki þær fyrirætlanir, sem jeg hefi í hyggju með yður, fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Fulltreystum þessum orðum, er töluð eru til þjóðar A'orrar: Þú átt, þú átt að lifa, 'öll ár og tákn að skrifa. Myrkur grúfir yfii; jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En náð er oss boðin. Gefum oss Drottni, sem vill vera oss eilíft Ijós og geisl- andi röðull. Felum oss Prottni og segjum: I almáttugri hendi hans, er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor bygð og gröf, þótt búum við hin yztu höf. Það er hlutverk kristinnar kii’kju að benda á handleiðslu Drottins. Þessvegna er í guðsþjónustum safnaðanna beðið um, að blessast megi atvinnuvegir vorir til lands og sjávar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.