Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 9
LESBÓK MORG/UNBLAÐSINS 425 liggja í sandinum, því að tímans tönn hefir etið fæturnar undan báðum. En stytturnar eru margar mannhæðir, og hvor höggin úr einu bjargi önnur úr alabasti, en hin úr granít. Þær eru eins og aðrir forn- ‘egypskir hlutir, gerðar af fádæma hagleik — en samt er það stór- hugurinn, að láta sjer detta í hug, að gera þessi bákn, að hika ekki við þá firna fyrirhöfn, sem hfýtur að hafa verið á öllum flutningi, — það er þcssi stórhugur, sem mjer finnst aðdáanlegastur bæði við pjramidana og stytturnar og graf- liýsin. Grafhýsin. Grafhýsin í Sakkara eru neðan- jarðar, höggin í klöpp. Jeg kom inn í tvö, annað skreytt mörgum lágmyndum. er skýrðu frá sögu íbúans og vinsældum hans. Hitt var enn. merkilegra, því það var gröf iiinna heilögu nauta. Yoru tarf- arnir grafnir þarna með mikilli viðhöfn, og múmíur þeirra látnar í granítkistur, kistan vitanlega úr einum steini, og lokið úr öðrum. Þarna hvíldu þeir 22 talsins, en múmíurnar hafa verið fluttar burtu. Ekki sá jeg neitt at' þeim, því að söfnin í Kairo cru lokuð og hinir ótrúlegu fjársjóðir sem upp hafa verið grafnir, og geymdir eru í Kairo, eru nú neðanjarðar aftur, vegna hættu þeirrar, sem talin var af loftárásum. Fjársjóðir Tut-Ank- Ammons er mjer sagt að geymdir sjeu í nautagryfjunni, og eru vopn- aðir verðir þar nærri með fótfráa úlfalda, til þess að elta hverja þá ræningja, sem inn reyna að brjót- ast. Af Öðrum hlpturn, sem jeg sá. má nefna staðinn þar sem sagt er að dóttir Faraós (sem í einni íslenskri biblíuþýðingunni er kölluð Jedok), fann Móses, og þar nálægt er elsta kristin kirkja í Kairó, á þcim stað Frá Kairo þar scm sagt er, að Jósef, María og Jesús hafi falið sig, cr þatt flúðu frá Egyptalandi. Mikill hluti af Kairó er ný borg og risabyggiugar, stórar versianir, stór hóteí, stórir matsölustaðir, lát- laus untferð. Þessi hluti bæjarins er að mestu Kvrópumannabær eða bær Egypta, sem tekið hafa upp háttn Evrópumanna a. m. k. í klæðnaði. (Þó svíkja þeir sjaldan rauða stromphattinn með svarta silkiskúfnum). Gamli bærinn. En í eldri bæjarhluta búa lands- ins börn. Þar Iifir önnur menning, önnur trúarbrögð, sennilega allt annað mat á verðmætunum. Kven- fólkið sýnir sig ekki úti öðruvísi en sveipað svörtum hjúp, ríkar jafnt sem fátækar. Þessi hjúpur tekur upp yfir höfuðið og sjer oft aðeins í augun, en ekki hafa þó allar slæður fyrir andlitinu. Á enninu, milli höfuðbúnaðarins og slæðunnar er gullinn hójkur, niður við nasrótina, ekki alveg óáþekkur íslenskum skúfhólk. Að öðrn leyti er búningurinn svartur sem bik. Karlar ganga i síðum kyrtlum, scm taka niður undir ökla, ermavíðum og opnum nokkuð í hálsinn. Oft eru kyrtlar þessir biáir eða gráir, einlitir eða með daufum röndum, stundum hvítir eða öðruvisi litir. Sniðið ekki ólíkt gamaldags nátt- kjólum. Með hvítum kyrtlum eru oft rauð mittisbönd, breið, en ekki er það alltaf. HÖfuðbúnaðurinn oftast eins og jeg lýsti áðurj en stundum túrban. Þetta er virðuleg- ur búningur og fer flestum vel, ef þeir eru ekki of feitir. Afleit firra, þegar sumir harðstjórar þeirra eystra taka upp á því, að láta þá Ieggja niður þennan búning og taka upp í staðinn óhentugri, ljótari og dýrari búning vestrænna maiuia. Jeg íór lalsvert um þennan bæj- arhluta, stundum með leiðsögu- manni, stundum einn. Kom í nokkr- ar moskur, sem ávalt eru íburðar- miklar og oft fallegar byggingar — en fantarnir sóttu grjót í pyramid- ana, til þess að reisa sumar þeirra, tóku ysta lagið að mestu utan af þeim þrem, sem næstir eru Kairó, og gerðu fleiri spjöll. Aftur koma þarna í Ijós einkenni- legir greflrunarsiðir. Fyrir Allah eru allir jafnir. Menn eru grafnir í jörð niður án nokkurra skrautkíæða nje, skartgripa — en engin hefir heyrt Allah banna virðulegt minnismerki ofanjapðar yfir gröfinni. Þar kem- ur því hinn ó'trúlegasti íburður. —. Þetta er allt, lifandi enn, því að nuverandi konungur hefir látið gera við og endurreisa margar mosk ur og ekkert tií sparað. Jeg hefi gengið um basarana, eða hluta þeirra og horft á vinnubrögð Egyptanna og varning þeirra. —. Margt er þarna framleitt tii þess að pranga inn á ferðamenn og næsta óvandað. Sannast sagt, sá jeg furðu lítið af vandaðri guli- og silfur- sraíði, cn firn af rusli. En mest gamau er að vnsu um, og horfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.