Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGPUNBLAÐSINS 421 ungt skáld þráir. Fátækt hafði hún að bjóða og áhyggjur um dagleg- ar þaríir, órífleg húsakynni, stranga vinnu hversdagslega, lítið og stop- ult næði til andlegra starfa eða ekkert, nauman bókakost, fámenni og einangrun. Að öðru var hún rík: Stórbrotinni náttúru, trölls- lcgri og ógnandi, ef því var* að skipta, cn oft töfrafagurri og óvið- jafnanlega yndislegri. Mannlífið á þessum slóðum var að sínu leyti áþekkt náttúrunni: Auðugt að mannraun, cr skapar í fábreytni sinni og fátækt margvísleg örlög, að vísu sjaldan stórbrotin og sjald- an yndisleg, oft sorgleg, átakan- lcg, cinstaka sinn hrífandi, aðdáun- arverð, í ætt við guðspjöll og háva- mál. , , Bær Guðmundar Friðjónsson- ar, Sandur, stendur fyrir botni Skjálfandaflóa vestanvert, eigi all- langt frá sjó. Skjálfandafljót íell- ur í brciðum og lygnum álum milli sandeyi’a og víðivaxinna eyja, skammt fyrir vestan bæinn. Þar á grágæsamóðir mikið ríki sumar- langt, en landselurinn dottar á cyr- unum og meltir flyðru og lax, eftir því sem gefur til A’eiða úti fyrir ósi eða inni í fljóti. En handan við l'ljótið gnæfa Kinnarfjöll, gróður- rík hið neðra, en hið efra með hvöss um gnýpum og skessuskálum, sem hima á fönn fram undir haust. Ut með flóanum gerist fjallgarðurinn hrikalegri, þar sem hágöng Köldu- kinnar hvessa brúnir langt til hafs: Vakir þungur þögull trcgi þrátt við landsins öndvert naust. Lætur hátt á dauðans degi djúpsins kvein og fjallsins raust. Byljir geysa á láði og legi: Lundin skyldi jöfn og traust. Tjón og háski á tæpum vegi: Traust á drottni efalaust. . Svo kvað Indriði á I’jalli. — Þar ytra í aðkreppu hafsins og fjall- anna eru Náttfaravíkur, elsta byggð arlag á landi hjer, ef sögum má trúa. Þar myndi Skessuskál vera, er frá segir í Útbyggingu. Nú er þar auðn. Norðan í fjallgarðinn skerst Flateyjardalur og „Fjörður", heimkynni Hrólfs þögla. Austan megin Skjálfandaflóa hillir upp eyjar og dranga við Tjörnes, þar sem Þórarinn Nefjúlfsson bjó við útskcr forðum, mikilhæfur maður og undarlegur, náinn vinur Ólafs konungs helga, að því er sagan hermir. Iljer ytra l)jó fyrir um 30 árum snauður bóndi, Jón Jakobsson, gáfáður snilldarmaður, er flests fór á mis nema harðrar lífsbaráttu, er kyrkti gáfur hans og hæfileika ha>gt og örugglega í járngreip sinni. \ Frá Sandi er bjart og fagurt til hal's að líta yfir grösugar engjar hið næsta, vötn og hægstreymar lindir, cr trauðlega leggur á vetr- um, heimkynni rnikils fjölda and- fugls. Ilið næsta sjávarströndinni melgrónir sandhólar, er hefjast og síga í bragandi hillingum sólskins- morgunsins. 1 austur frá Sandi, ekki alllöngu, er bærinn Sílalækur, annar ættargarður Guðmundar Frið jónssonar, en lengra burtu sand- orpið hraun austur að Laxá, yndis- lcgasta vatnsfalli þessa lands. Þar stendur Laxamýri, fæðingarstaður Jóhanns Sigurjónssonar, skálds, skammt frá Laxá, í laufgrónum faðmi heiðanna, er loka sjóndeild- arhringnum í austri. í suður frá Sandsbænum er Aðaldalshraun, furðu víðlent, þekur dalinn allan norðanverðan milli Laxár og Skjálf- andafljóts, vaxið skógi, undra marg brcytt að gróðri og landslagi, mik- ill griðastaður alls fuglalífs frá náttúrunnar hendi, Upp frá Laxa- niýri, inn með Laxá að austan, er bærinn Núpar, þar sem Kristján Jóhauuesson var ferjumaðtu’ langa hríð, en litlu ofar, í hraunjaðrinum vestan við ána, eru Knútsstaðir. Þar bjó ekkjan við ána í æsku Guð- mundar og mátti kalla nágranna. Til suðurs yfir hraunið ávalar heiða- bungur og í suðaustri nokkru hærri fjöll og fjallranar í áttina til Mý- vatns, Ódáðahrauns og Vatnajök- uls. Hjer er byggðin dreifð inn um hjeraðið, meðfram hraunum og heið um, ám og vötnum, allt frarn til afdala og öræfa. — Þú er fátæk, fóstra kær, kvað Guðmundur um Þingeyj- arsýslu, og það cr rjett. — H.jeraðið er harðbýlt, móts við mörg hjeruð önnur í landi voru. Beiti-' land er hjer að vísu ágætt víða og sumarhagar búpeningi öllum, en cngjalönd minni og túnrækt í minsta lagi fram til síðustu áratuga. Vetr- arríki er hjer oft í mesta lagi, eða svo var fyrrum, meðan vetrar hjetu og voru, og líkast til bregður aftur til þeirrar fornu venju, þótt slotað hafi vetrarríkinu um sinn. Þegar svo bar við var háski á ferðum og geig- vænlegt um að lítast þeim, sem urðu að treysta á vetrarbeitina, og þolraun meiri en trúlegt mætti þýkja að þreyja af þorrann og góuna og allan einmánuð við lát- laust fannfergi og jarðbönn, halda sumarpáska, er: Eygló fer austan í úlfakreppu, logar á lognfönn ljemagna skin. llækkar á lofti hríðarbakki. Arnði er .á varðbergi. Vá fyrir dyi’um. • A þessum slóðum var Geiri hus- maður alinn, fjármaðurinn, sá sem unni skepnunum sínum meira en öllu öðru. Hjer varð Gamla heyið grasi gróið, stóð af sjer margan klakavetur, en varð þó að lokum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.