Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 7
NiTstn ái'in oftir að Úr heima- högum kom .íit, hjelt Guðmundur uppteknum hætti, ritaði stutta þætti og sögur, orti kvæði og birti sumt af þessu hjer og þar. Ilann skrif- aði ritgerðir um ýmis efni í blöð og tímarit. Þá ferðaðist hann nokk- uð, las upp og flutti eripdi, og hjelt hann þeirri háttsemi alllengi fram eftjr ævi. 1 lann var nú viðurkenndur snjall rithöfundur og efnilegt skáld, orðskár ræðumaður. sjerkennileg- ur og nokkuð \un hann deilt, svo sem jafnan vill verða um þá, sem ógjarnt er að þræða troðnar braut- ir. Arið 1904 gaf hann út dýrasög- ur, Undir beru lofti. Guðmundur var jafnan dýravinur mikill og elsk- liugi náttúrunnar, málsvari mállevs- ingjanna snemma á aldri og hjelt þeim hætti alla ævi, sbr, bók hans Úti á víðavangi, er út kom 1938. Árið 1.907 kemur út lengsta sag- an hans, Ólöf í Ási. Saga þessi hlaut misjafna dóma hjá ýmsinn, þótti klúr og jafnvel ósiðleg með köflum, eigi síst kvenfólki, og var sagan þó rituð til stuðnings rjetti kon- unnar til þess að rísa gegn óham- ingju sinni. Lítið bragð mun mi þykja að ósiðsemi }>essarar bókar, en gölluð var hún að ýmsu og eigi gerði Guðmundur fleiri iang- ar sögur. Var og kostum hans til ritstarfa lengstum þannig farið, að hann mun hafa átt örðugt með að taka fyyir ritverk, er kröfðu langrar aðsetu. Kvæði og stuttar sögur voru hægari í vöfum, hent- uðu betur ígripum frá öðrum störf- um, er að kölluðir og kröfðust fvrirrúms, en þau voru starfskjör skáldsins á Sandi lengst ævinnar. Eftir að Ólöf í Ási kom út, varð um sinn nokkurt hlje á útgáfu bóka af hendi Guðmundar. Þó iá hann eigi á liði sínu, m. a. orti hann mörg ágæt kvæði þessi næstu ár og birti hjer og þar, en eigi safnaði hann LESBÓK MORGTJNBLAÐSTNS kvæðum sínum í bók fyrri en 1925. Árið 1915 gaf hann út Tólf sögur og næstu tíu árin mátti kalla, að hver bókin ræki aðra frá hans hendi: Haustlöng, 120 hringhendur 1915. Tíu sögur 1918, Úr öllum átt- um 1919. Sólhvörf 1921, Uppspretttu lindir 1921, Kveldglæður 1923, Hjeðan og handan og Kvæði 1925. Þessi ár, frá 1915, eða nokkru fyrr, frá um 1910 og fram um 1925, eru bestu ár skáldsins á Sandi. Frá þeiín tíma eru flestar sögur hans og bestar og líkt má seg.ja um kvæðin. En þar með er ekki sagt, að lítils sje um það vert, er hann orti og ritaði síðar, enda er það líka nokkuð að vöxtum: Kviðlingar 1929. Úr byggð og borg 1934, Úti á víðavangi, er fvrr var getið — að nokkru leyti endurprentun úr llndir beru lofti — 1938 og loks kvæðabók, Utan af víðavangi 1942. Ekki er það á mínu færi að fella dóm um ritverk Guðmundar Frið- jónssonar, nje er þess nokkur kost- ur að gera tilraun um það hjer. Eigi mun það ])ó ofmælt, að hann hafi verið eitt sjerkennilegasta og ramm-íslenskasta skáld síns tíma. ITann lagði alla ævi mikla rækt við sjerkennilegan stíl og málfar, er að vissu leyti minnir á hið forna skáldamál. Minnir á það, sagði jeg, er í ætt við það. Iljer kemur þá líka til greina, hversu skyggn hann var á líf náttúrunnar, líka þeirrar, sem oft er dauð kölluð. Ilann s.jer alls staðar líkingar og orð tungunn- ar eru honum skuggs.já, er spegla þessar líkingar, þessar myndir, — eru s.jálf myndir. Orðgnótt hans og málfimi er oft aðdáunarverð, mjög oft snjöll, en að vísu stundum langsótt. Smekkur hans ekki ætíð óbrigðull eða gætt hófs, sem stund- um hendir þá, er ráða eiga miklum auði, sem kalla mætti óþrjótanda. Jeg gat þess áður, að Guðmundur 423 hefði haft miklar mætur á mann- gildinu, þreki því, sem æðrulaust tekur á sig þyngstu byrði, sem lífið leggur barni sínu á herðar. 1 þessu er fólgin sterk einstaklings- hyggja, því lík sem fram kemur í fornum kvæðum og sögum og að vísu -sömu ættar. Mætur hans á fornum dyggðum skapa honum illan bifur og ótrú á nýungagirni og losa-ði, er honum þótti ofmjög á brydda í fari hinnar yngri kyn- slóðar. Þegar litið er yfir rjtverk Guð- mundar Friðjónssonar er eðlilegt að spurt sje, hvort honum hafi betur látið að rita sögur eða kvæði. Fm það verða ef til vill skiftar skoðanir, þótt litlu varði raunar. Jeg ætla, að fullkomnustu verk hans sje efalaust að finna meðal kvæðanna. Þar hefir honum heppn- ast að skapa verk, sem standa jafn- fætis því besta sinnar tegundar. Á jeg hjer einkum við minningar- kvæði hans. Sögur hans margar eru líka frábærlega góðar, mann- lýsingar víða ágætar í stuttu máli. En höfuðgildi þeirra ætla jeg að s.je og verði það, að þær geyma, marg- ar þeirra, sannar og skrumlausar myndir úr íslensku þjóðlífi og koma þar í fremstu röð. Þjóðlífinu, sagði jeg. Rjettara sagt, lífi sveita- fólksins. Þar var hann gagnkunn- ugur af eigin sjón og raun. Fer og jafnan best, er skáldin lýsa því, er þau eru kunnug, og er Guð- mundur hjer engin undantekning. Þess vegna tekst honum líka betur að yrkja um Maríu á Knútsstöð- um og Kristján Jóhannesson en ýmsa fyrirmenn aldarinnar, er hoVi- um voru þó að vísu engan veginn ókunnugir. % VII. Bóndinn SKÁLDTÐ Stephan G. Stepansson, Framhald á bls. 427

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.