Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 4
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er kannske vitleysa hjá mjer, en mjer finst jeg hafa sjeð ýmsa höfða með þessu nafni.*) Ekki er þó uin neina „gat-kletta“ að ræða! Það er sjálfsagt einhver miklu dýpri speki í þessu nafni, eitthvað sem er öllum hulið nema lsérðustu málfræðinwum. Fjöllin verða hærri og hærri. Eitthvert þeirra er vafalaust Tvöodos, sem er álíka hátt og Ör- æfajökull. En þau eru mörg sam- an, svo að ekki er auðvelt að vita, hvert þeirra er hans hátign, fyr en reynslan sker úr, hvert endist best. Þetta fjall kvað sjást alla leið af tindum Libanons nálægt Bevrouth, þegar sólin sest bak við það. Annars er landið hjer alt ó- frjótt með sjó fram og óbygt, Ijós- gulir ásar og hryggir, hærri og hærri, í dvngju saman, dröfnótt- ir af einhverjum trjágróðri. Þeir eru einkennilega fallegir og mjúk- ir á að líta úr fjarska, líkastir leopardabelg. Það er eins og hrúga af feitum og mjúkum leopördum (eða hljebörðum) lægi þarna og sleikti sólskinið við rætur fjall- anna. .Teg reyndi að mála þá, en náði litlu af svipnum. Cap Gata reyndist vera langur en ekki sjerlega hár klettarani, hæstur fremst, með vita og öllu tilheyrandi. Landið breytti dálítið um svip, sjerstaklega ströndin. Háir og ljós- ir klettar eru með sjó fram, ljóm- andi fallegir. Jeg held að það hljóti að vera krít í þeim, svo skínandi eru þeir. En ofan á þeim er einhver jarðvegur og einhver gróður, sem flæðir sumstaðar nið- ur eftir brekkum alla leið niður að sjó. En mikil getur frjósemin ekki verið, því að hvergi er svo *) Jeg sje nú t. d. að suðaust- urhöfði Spánar heitir þessu nafni. sem nein bygð. Aðeins hús og hús á stangli. Tröodos fer nú að skera sig úr um hæð. En ekki er hann neinn Öræfajökull að fegurð. Hann er kollhúfulegur og letilegur í allri sinni stærð. Um klukkan 5 síðdegis komum við fram undan Pafos. Hjer er landið alt flatara og nokkur skóg- argróður. Sumstaðar sjest glitta í hús innan um skóginn. Það eru smábæir. Pafos er helsti bærinn, og er hann þó lítill og vesaldar- legur. Breskt herskip lá þar við land og sýndist bera alt ofurliði. Tröodos ber hátt, en er þó í mikl- um fjarska og alveg kollóttur. Hjer í þessum bæ var það, sem Páll postuli gekk fyrir rómverska landstjórann Sergíus Pál og boð- aði honum kristni. Segir Postula- sagan frá því í 13. kapítula. Þar kom galdramaðurinn Bar-Jesús móti honum, en varð undir í við- ureigninni. Hefir þessi atburður verið áhrifamikill og ægilegur, og ef til vill hefir hann ráðið meiru um framtíðarstarf Páls postula en mann varir í fljótu bragði. Þessi stórsigur fyrir mátt andans hefir gefið Páli vissuna um, að honum var óhætt að ráðast í hvern vanda. Og upp úr því ræðst hann til meg- inlandsins og byrjar í raun og veru heiðingjatrúboð sitt með full um mætti, þetta starf, sem líklega hefir haft meiri áhrif en starf nokkurs annars manns, sem sögur fara af. Hjer var þetta, í þessum bæ, sem við horfum nú á, þessu þorpi á sljettunni við hafið, með Tröod- os gnæfandi eins og Skálafell yfir. Hjer beygir ströndin meira til norðurs. Skipið fjarlægist land og leggur til hafs. Kípur hverfur brátt, enda dimmir nú af nótt. Föstudagur 28. júlí. Hic Rhodus — sic salta. Nú var svöl og gustmikil nótt. Niður um alla háfa stóð strokan og hreinsaði furðumikið af hita- svækjunni úr skipinu. Þess varð líka vart á svefninum — fastur og rólegur svefn frá kl. 11—7. Þegar jeg kom upp vorum við að koma til Rhodos, þessarar litlu en fögru eyjar við suðvesturhorn Litlu-Asíu. Galílea brunaði að landi, og brátt blasti borgin við, samnefnd eyjunni, á norðurenda hennar. Sást vel í land á Litlu-Asíu, því að sundið er ekki nema svo sem 30 kílómetrar á breidd og alt hálent í kring. Tilsýndar virtist hjer vera mjög venjulegur bær, röð af húsum með skóg á bak við og hæðir þar á bak við. En þegar nær kemur get ur að líta miklar og fásjeðar minj- ar, en það eru víggirðingarnar við höfnina og kastalinn, turnar og vígskörð, alt tröllaukið mjög. Meira að segja er hafnarvitinn reistur á fornum og ógurlega rammgerðum kastala, og er nú- tíminn í mynd og líkingu vitans heldur en ekki renglulegur á móts við hitt, eins og spói á klettasnös. Skipið fer ekki inn á höfnina, heldur legst það úti á læginu. En nú er mikil hreyfing á öllum, og háværar kröfur um að fara í land. Og svo kemur boðskapur frá hæstu stöðum um það, „að skrá- setja skuli alla heimsbygðina“ og allur hópurinn kemst á lireyfingu. Og þá kom fyrst alvarlega í ljós, hvílíkur dómadags sægur var hjer á skipinu. Þarna streymdi mann- fjöldinn eins og stærsta kröfu- ganga til setustofu einnar mikillar og fjekk skírteini til landgöngu, en þaðan fór straumurinn til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.