Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 6
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hanska og gráar öklahlífar eins og þeir eigi hálfan heiminn. Jeg hefi stundum verið að hugsa um það, hvað Drachmann mundi liafa skrifað um svoleiðis s.iómenn .... ★ Drachmann — það var nú karl, sem ljet fjúka það, sem honum flaug í hug. „Jeg sœtter min Hat som jeg vil“, sagði hann, karlinn sá. Og hann gerði það líka. Stund- um talaði hann svo hátt, að það var hjer um bil ómögulegt að hevra hvað hann sagði! Sjerstak- lega hætti honum til þess, þegar haun talaði fyrir minni einhvers í veislum. Það var siður í þá daga að slá upp veislu, þegar einhver- hafði lokið við að mála nýja mvnd. Degn sá um það alt saman. — Hún kallar bróður sinn bara Degn. — Stundum keypti. hann myndirnar og gaf sjálfur veisluna, eftir því hvernig á stóð. Svo voru það afmælisveislurnar. Þá var aldrei snert við öðru en katnpavíni — meðan það entist! Mjer er í minni sunnudagur í júlí fyrir hjer um bil þrjátíu og fimm árum. Kröyer átti afmæli og kom þenna dag með morgun- lestinni hingað til bæjarins úr einhverju ferðalagi. Vinir hans og velunnarar tóku á móti honum á járnbrautarstöðinni og þar slógu þeir um hann hring og hver kampavínsflöskutappinn flaug með dunum og hvellum upp í loftið, Þann dag allan og langt fram á nótt var drukjpð og etið, fluttar ræður og sungið hjer á hótelinu. Jeg man það alt, eins og það hefði verið í gær. Kröyer var sá skelfi- legur æringi — og altaf með lorgn- etturnar á nefbroddinum. Hann var langmestur samkvæmismaður allra þessara stórkarla, sem hjer voru í þá daga. Hann grobbaði oft af ]>ví að vera kvæntur fegurstu kon- unni í allri Danmörku — og það endaði auðvitað með þvi. að kon- an hljóp frá honum með sænsku tónskáldi, og hann sá hana ekki meira. Hún er enn á lífi og kvað ætla að koma hingað í sumar. Það er lika alveg óhætt fyrir hana, því nú hefir Kröjær legið hljóðalaust í gröf sinni í 29 ár. Ástin ljek ekki altaf við ein- einteyming þá, frekar en hún gerir nú. Þetta listafólk — guð minn góður! Ó, jeg man hvað við stríddum Önnu systur, þegar hún vildi óð og uppvæg trúlofast Michael og verða málari eins og hann — og þó var hann einna hógværastur þessara karla. En Anna var hepp- in og hamingjusöm. Alt hennar líf var miklu heilladrýgra en áhorfð- ist í fyrstu. Jeg á við þegar hún fæddist. Æfintýraskáldið fræga H. C. Andersen bjó þá hjer á gisti- húsi foreldra minna. Hann var þá orðinn frægur maður, sem allir litu upp til — og móðir mín vildi vanda sjerstaklega til þessa virðu- lega manns, og sendi vinnustúlk una sína út á Gamla-Skagen eftir nýjum rauðsprettum í matinu. Rauðspretturnar þóttu feitari þar og var talinn betri matur, en þær sem veiddust hjernamegin við tangann. En stúlkan hafði tafist eitthvað á þessu ferðalagi og var ekki komin með rauðspretturnar á matmálstíma. H. C. Andersen átti til að fjúka upp með vonsku eins og reiður hani, og svo fór í þetta skifti. Hann kom xit í eldhiis og jós skömmunum yfir móður mína fvrir að hafa ekki matinn til á rjettum tíma, þar sem hann væri svangur og tímabundinn, og jeg veit ekki hver ósköp. Fekk þetta svo á móður mína að hún vfirgaf skáldið á eldhúsgólfinu, gekk / þegjandi inn í rúm og fæddi Onnu systir. Þegar æfintýraskáldið frjetti hvernig komið var, gekk liann iðr andi inn til mömmu, færði henni blóm og kvaðst óska þess og biðja, að barnið, sem hún fæddi, mætti verða foreldrum sínum til gleði og þjóð sinni til gagus og sæmdar. Anna Bröndum Ancher andaðist fyrir þremur árum og mun vera talin ein merkasta listakona, sem Danmörk hefir alið. ★ Fröken Marie — það er ekki til önnur fröken Marie í þessu bygðarlagi — missir niður lykkju, og svo aðra og þá þriðju. Hún rýnir á garnið og reynir að ná þeim upp á prjónana aftur. En því meira, sem hún reynir því fleiri lykltjur falla af prjónunum, og því lengra rakna þær niður. Það er ekki víst að húu lúki nokkurntíma við þessa þríhyrnu. og vel gæti það verið að einmitt þessi þríhyrna yrði einhverntíma sett hálfunnin á listasafnið til minningar um hinstu verk hins stíðasta Bröndum. Og um leið og við kveðjum þessa gömlu konu kveðjum við síðasta fulltrúann frá gullöld listamannalífsius í út kjálkaþorpinu Skagen. S. B. Vernd breskra borgara. Breskir borgarar geta verið viss ir um ]>að, að hvar sem þeir eru í heiminum njóta þeir verndar breska heimsveldisins. Ef styrjöld brýst út í einhverju landi, þar sem breskir borgarar eru búsettir og eru staddir í vanda, eru herskip eða flugvjelar send til að sækja þá. Þessi vernd nær jafnvel til persóna eins og Rose Cohen, sem er fyrverandi enskur kommúnisti og sem óskaði alls annars en vel- gengni breska heimsveldisins. Hún fór til Moskva fyrir nokkrum ár- um og gerðist blaðamaður við konmiúnistablaðið Moskva Daily News. Árið 1937 var hún handtek- in og hefir setið í faiigelsi síðan. Þegar hún fór frá Englandi af- salaði hún sjer ekki borgararjett- indum sínum og það kemur henni- að haldi nú. Breska stjórniu hefir látið sendiherra sinn í Moskva bera fram kröftug mótmæli gegn fangelsun Rose Cohens og heimtað að rjettarhöld yrðu haldin í máli hennar og síðan verði hún send til heimalands síns. Rose Cohen hefir nú setið í fangelsi í eitt ár án þess að mál hennar hafi verið tekið fyrir eða hún hafi verið látin vita ástæðuna fyrir handtökunni. Hún hefir ávalt staðið framarlega í flokki þeirra sein hafa viljað drepa niður efnalegt sjálfstæði Englauds.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.