Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 2
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hliðinni. Við iorum með fullri ferð aftur á bak. Og nú þjóta hugsanirnar gegnum luiga mimi eins og örskot. \'ið höfum rekist á annað skip, dettur mjer fyrst í hug. Jeg finn að skipið tekur smáhnvkk. Hamingjunni sje lof, þetta hefir ekki verið stórt skip, eða áreksturinn lítilf jörlegur. Annar hnvkkur, og nú er mjer orðið ljóst. að við erum að stranda. •leg þýt upp á þiljur. Jeg sje enga lifandi veru á leið minni. Morg- ungnsturinn er ka'ldur og jeg er í náttfötum einum klæða. Þegar upj á þilfar kom sá jeg, að við vorum að nálgast land. Við lág- um rjett við fossandi, hvítfyss- andi brimlöður. Klettarnir voru ógurlegir að sjá í þokunni. Það var eins og brimið. þokan og haf- ið rynnu saman í eitt, og strönd in var eins og drungaleg, grá ský í þessn ímyndaða himinhvolfi. Brimgnýrinn heyrðist frá landi, en í fjarska mátti greina þoku- lúðursvæl. Xú hljóp jeg niður í farþega rýmið aftur og vakti nokkra af farþegunum. en fór síðan í klefa rninn til þess að klæða mig. Jeg fór í ljettustu flíkur sem jeg fann, því jeg bjóst við að vökna og ef til vill að þurfa að synda til lands. Nú hevrðist hrópað: „Allir á þiljur!“ Fólkið kom þjótandi upp. sumir í fötum, en aðrir án þess að hafa á sjer nokkra spjör, svo að sðgja. Skipið tók stórar dýfur í öldu- ganginuiji og hver bylgja bar ókkur nær brimlöðrinu, hinum svörtu klettum og óvissunni um hver endalokin vrðu. Gamli skipstjórinn verður á \ egi mínum, þar sem hann gefur skipanir til hægri og vinstri, og meðal nnnars þá skipun til loft- skeytamannsins, að halda áfram að senda út neyðarmerkið S.O.S. ★ — Allir eru nú tilbúnir á þilj um. Björgunarbeltin eru tekin fram. björgunarbátarnir tilbúnir. Við bið-um átekta. Óróleikinn, sem í fyrstu gagntók alla, var að hverfa og menn reyndu að brosa og tala saman, til þess að leiða hugann frá alvörunni. Lydersen skipstjóri. Xú tókst að koma bát á sjóinn og koma þannig línu á land. Lín- an er fest utan um stóran stein í landi. Á þessum veika þræði hanga til að byrja með örlög okk- ar. Við erum altaf að færast nær og nær brotunum. Skipið kastast fram og aftur af heljarafli. Vjel- in er stöðvuð og það eru farnar að ganga sögusagnir milli manna um að sjór sje kominn í vjelar rúmið og að hætta sje á ketil- sprengingu. Á hverju augnabliki búumst við við því að siglutrjen láti undan og brotni. Okkur er skipað að fara gætilega og um leið tilkynt í hvaða átt mesta hættan sje á að siglutrjen falli. En hin yfirvofandi hætta virð- ist vera liðin hjá. Skipið verður stöðugra á klettunum. Það er boðið upp á hressingu og margir þiggja boðið og fara undir þilj- ur augnablik. Annars erum við öll á þiljum. Móðir situr með barn sitt í kjöltu sjer, vafið inn í teppi. Henni er kalt. Hún er náföl, hjúfrar barnið að brjósti sjer og horfir þögul á brimið. Barnið lætur ekki heyra til sín í ham ingjusömu skilningsleysi á því sem er að gerast. Barnið er aðeins ársgamalt og strandar nú á fyrstu sjóferðinni í lífinu. Það er að fjara út. Eftir því sein lágsjávaðra verður, þess stöð- ugra stendur skipið á klettunum og hinir miklu hnykkir hætta smátt og smátt. Milli skips og lands er nú stuttui spölur og mað- ur verður varla var við brim á ldjeborða við skipið. Xú hefði ver ið auðvelt að setja farþegana og farangur þeirra á land. Mönnum er nú orðið ljóst, að engin lífs hætta er lengur á ferðum. Það eina, sem gæti kondð fyrir, er að skipið vlti um, þannig að það legðist á hliðina. Þetta gat vel hafa átt sjer stað. vegna þess hve skipið lá flatt fyrir öldunum, og þessi mÖguleiki gat haft hinar alvarlegustu afleiðingar. ★ Nú gafst okkur tími til að fara til klefa okkar og raða niður í ferðatöskurnar og koma þeim á þiljur. Skipshöfnin hefir' unnið að því að koma björgunarbátun- um á flot og setja í þá björgun- arbelti. Bátarnir hatiga tilbúnir í bátsuglunum. Hálfur annar klukkutími er liðinn síðan við strönduðum. Dag- ur er að renna og hið kalda Ijós morgunsins reynir að brjótast í gegnum þokuna. Ströndin verður æ skýrari. Þetta er klettaeyjan May Island við mynni Forth- fjarðarins. Ströndin er nokkuð liá og brött við strandstaðinn. Lengst í norðri sjáum við lítinn vita eða turn og þaðan hljóma þokumerk- in ennþá. Inni á miðri eynni, beint upp af strandstaðnum sjáum við loftskeytastengur og byggingu, sem líktist vígi, og vitabyggingu. Á suðurenda eyjunnar 'er auk þess einn viti í viðbót. ★ Við sjáum ekkert til manna ferða. Mávarnir svífa yfir hinni eyðilegu eyju og strandaða skipi. Jeg bið nú skipstjórann um að láta setja mig á land til þess að taka, kvikmynd af skipinu og staðnum. Hann tekur dræmt í það, en lætur þó tilleiðast. En þá stendur svo á, að skipverjar eru undir þiljum að snæða morgun- verð og jeg verð að bíða. Meðau jeg er að bíða sjáum við alt í einu lítinn vjelbát koma í ljós úti á sjónum. Nokkru áður hafði gufu- skip siglt framhjá án þess að gefa okkur gaum. Báturinn berst fljótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.