Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 til okkar. Það er björgunarbátur t'rá meginlandinu. Ilann legst við skipshliðina og okkur er öllum skipað að fara um borð í hann, konur og börn fyrst. Tsökkur kvika er við kulhliðina, þar sem báturinn hafði lagst, og erfitt að komast um borð í hann. Einn af farþegunum er kona með staur- fót og að nokkru leyti mátt- laus. Það er erfitt. að koma henni um borð í bátinn, en hepnast þó að lokum slysalaust. Móðirin og barnið komast einnig klakklaust um borð. Ilinum gengur öllum betur. Gamli skipstjórinn stendur við borðstokkinn og kveður okk- ur öll með handabandi. Hann er þögull og alvarlegur á svip og rödd hans er þreytuleg. Nú höldum við til lauds, til meginlandsins. Það er þröngt um okkur í bátnum. ★ Menn eru nú á ný komnir í gott skap og glaðværðin hefst. Skipverjarnir á björgunarbátniun eru góðmannlegir fiskimenn frá ströndinni, og tala skosku, sem erfitt er að skilja. Þeir reyna að gera alt sem í þeirra valdi stend- ur fyrir okkur. Rommkútur er dreginn fram og menn fá hress- ingu í emailleruðum kvartpotts- málum. Yið smökkum öll á íomm- inu. Það tekur í hálsinn og hitar fyrir brjóstinu. Við stefnum beint á meginlandið, í áttina til fiski- þorpsins Anstruther. Eftir þriggja stundarfjórðunga siglingu náum við höfninni, sem að vísu er næst- um alveg þur um fjöruna. Það er lagst upp að hafnargarðinum og við klifrum upp háar tröppur upp á garðinn. Það er fátt af fólki á ferli svona snemma morguns. Allur hópurinn heldur á land til þess að finna gistihús. Joensen stud. med. og jeg verðum eftir. Við ætlum aftur út með bátnum til að líta eftir hinu dýrmæta leið- angursdóti okkar. Björgunarmenn irnir fara í land til að fá sjer morgunverð. Við erum peninga- lausir og alt er lokað svona snemma morguns. Við setjumst niður á hafnargarðinn og biðum. Þegar björgunarmennirnir koma aftur til baka, útvega þeir okkur kex og límonaði. Það var allur maturinn, sem við fengum þenna langa dag. ★ Aftur var haldið út í Mav Is land til þess að b.jarga því, sem bjargað varð úr hinu strandaða skipi. Við fórum í land hinumegin á eynni, þar sem voru fuglabjörg og góður lendingarstaður í djúpri gjá. Það er aðeins stundarfjórð- ungsgangur hjeðan til strandstað- arins. Eyjan er öll sundurgrafin eins og svampur, eftir viltar kan- ínur. „Island“ liggur þarna enn þá eins og er við höfðum farið frá því fyrir tveimur stundum. Það er byrjað að falla að og eng- inn veit hvað fyrir kann að koma á flóðinu. Það er komið varðskip á staðinn og annað skip. Lítill svartur vjelbátur með danskan fána siglir framhjá. Þokan er að mestu horfin. Ibú- ar eyjunnar eru komnir á kreik úr híbýlum sínum; nokkrir kven- menn, og karlar í fallegum ein- kennisbúningum. Við skipið er byrjað að vinna að því að flytja póstinn yfir í varðskipið. Póstflutningurinn er erfiður til að byrja með. Það er töluverð alda og um tíma er út- lit fyrir að hætta verði þessu starfi. En svo lægir sjóinn og hægt er að halda verkinu áfram. Línan milli lands og skips er enn þá á sínum stað til vonar og vara. Þokunni er alveg ljett og það er byrjað að sjást til sólar milli þykkra skýjabólstra. Brimið skellur hærra og hærra á klettun- um eftir því sem meira fellur að. Alt í einu tek jeg eftir svartfugli alveg við fætur okkar. Hann læt- ur sem hann sjái okkur ekki. Þetta er annars styggur fugl. Hið hvíta brjóst hans er atað í olíu- blettum. Hanu reynir alt sem hann getur til að ná þeim af með nefinu. Brimlöðrið skolar fuglin- um á land. Fæturnir grípa í ó- sljettar klappirnar og ná þar fót- festu. Fuglinn hefir strandað eins og við á þessari ejrðieyju, þar sem brim frá öllum höfum skellur upp að klettunum. ★ Þegar líður á daginu er búið að bjarga öllum póstinum og far- angri skipsháfnarinnar. Hið yfir gefna skip stendur djúpt í sjó að aftan. Það vaggar stöðugt fram og aftur á bárunum, og nú er breitt sund inilli skips og lands. ★ Er liðið var undir kvöld höfð- um við ekki meira þarna að gera og gengum yfir eyna, þar sem björguuarbáturinn tók okknr upp aftur. Með bátnum var Lydersen gamli skipstjóri og skipverjar hans. Þeir ætluðu að gista á eyj unni og sjá hvað vrði um skipið um nóttina. Við litnm í síðasta sinn á hið hjálparlausa skip. Með þessu skipi fór jeg á fyrstu ferð þess með- fram Norðurlandi fyrir meira en 20 árum, og nú var jeg með því á síðustu ferð þess. Hinir ógestrisnu íbúar eyjar- innar eru farnir heim. Sprak úr tveimur brotnum björgunarbát um flýtur í fjöruborðinu. Máv- arnir eru jafnvel orðnir þreyttir. þeir flögra einn og einn yfir klett unum og skipsflakinu og hverfa síðan vlt í buskann. Sk. V. Guðjónsson. Óli gamli var lasinn og leitaði læknis. Hann bar sig heldur illa og læknirinn sagði til að hug- hreysta hann: — Blessaður láttu þetta ekki fá á þig. Jeg hafði sjálfur sama sjúkdóm fyrir nokkrum árnm og náði mjer alveg. Óli hugsar sig um stundarkorn og segir síðan: — Já, en þú hefir líka haft ann- an lækni! ★ — Jeg þjáist af svefnleysi. — Hefuðu leitað til læknis? — Til hvers væri það. Hann myndi sjálfsagt segja m.jer að fara heim og leggja mig. ★ — Þjer segist hafa verið í skó- verksmiðju. Hvað gerðuð þjer þar ? — Jeg — var að leita mjer at- vinnu!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.