Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 165 Til vinstri: Grafreitur Holger Drachmann á Grenen, nvrsta tanga Jótlands. Til hœgri: Bröndums liótelið, þai' sem listafólkið átti oft glaðar stundir. frægu fiskimanna-„týpum“ á Skagen, sem málararnir keptust um að mála og skáldin lofsungu fyrir lirevsti og þrek. Þetta fólk eru minningar frá liðnum áruin, frá þeim tíma að Drachmann kvað: .... her var et andet Skagen, et bedre om man vil .... Svona voru fiskimennirnir á Skagen, og konurnar þeirra. Ef við nú göngum út á götuna og spyrjum, hverju það sæti, að svo margt gamalt fólk leggur leið sína að þessari litlu verslun, mundi svarið yerða: Þetta er verslun Chr. D. Brönd- um og gamla fólkið verslar við Bröndum af því það verslaði við hann þegar það var ungt. — Bröndum þekkja alHr! ★ Það getur auðvitað verið tölu- vert álitamál hvort allir þekkja Bröndum, en Skagenbúar líta nú svo á. að öllum beri siðferðileg skvlda til að vita hver hann var. þó ekki sje annað. Og það er skemst af Bröndum að segja. að hann var kaupmaður, og faðir hans lt.jet líka Bröndum og var lcaup- maður. En Christian Degn Brönd- um hinn yngri var dálítið anuað og meira en venjulegur skranvöru- sali, því hann var alt í senn: þjónn og gestgjafi, landstjóri og fjár- málaráðlierra listamannanýlend- unnar á Skagen. Hann var lífið og sálin í glaðværð og gáska lista- fóiksins, og sá er best fekk hugað iirðugleikana, þegar harðast svarf að. Af gistihúsi hans fór snemma mikið orð sem hinurn virðulegasta sfað og töfrandi gleðihölJ, og eftir liaus dag mun það enn vera eitt víðkunnasta liótel á Norðurlönd um. ★ Eina mauueskjan, sem enn er á lífi frá gullaldartímabili þessa liúss og listafólksins og kampa- vínssamkvæmunum þar, er fröken Marie Bröndum, systir Chr. D Bröndums — og 'lífið liefir kjörið hana til að bera síðustu allra Bröndumsnafnið á Skageu. I lítilli stofu í austurenda hót- elsins — rjett inn af eldhúsinu — situr þessi gamla kona og skrifar síðasta blaðið í sögu merkrar ætt- ar! Senn er sagan öll, því frölten Marie er nú fnllra 87 ára. Yið göngum yfir götuna og hverfum inn í musteri minninganna og hlýð- um á frásögn þessarar gömlu konu, sem er grá fyrir hærum. Yfir silfurgráar liærurnar bindur liún svart silkiband. Hún situr við lítið fornfálegt borð og prjón- ar svarta þríhyrnu. Stofuveggirnir eru á alla vegu þaktir málverk- utn og teikningum, flest ættar- ntyndir. Eftir daga þessarar líonu er öllum þessum myndum nákvæm- lega ráðstafað — og þá verður herberginu sennilega breytt í gestaherbergi. Listasafnið í Slrag- en er löglegur eigandi að þessu öllu, eftir hennar daga. Bróðir hennar, Chr. I). Bröndum, lagði svo fyrir í erfðaskrá sinni. að listasafnið, sent hann sjálfur setti á stofn og veitti forstöðu til dauða dags, skvldi eiga þetta hús og lóð ina, minjagripi alla og listaverk, er væru í eigu hótelsins eftir daga þeirra systkina. Hann var maður ókvæntrar og barnljpus. Jeg spurði gömlu konun* hv»S þetta svarta band, sem liún bæri uin hófuðið, ætti að fyrirstilla — og kvaðst Jmn áður hafa haft það til skrauts. og til að vera útgengi legri, — en nú bæri hún það af gömlum vana og til minningar um sín yngri ár, þegar .... Uppliaflega er það þannig til- komið, að móðir mín auðkendi mig og Huldu systui' mína ineð svörtú bandi um iiárið, svo hún gæti þekf okkur álengdar frá öðrum krökk- um — og svo þótti okkur þetta fallegt! En Anna systir var aldrei auðkend og þess vegna Jiafa sumir haldið að þetta væri eittlivert pip- arkerlingamerki, því Anna var sú eina af okkur, sem giftist. . Yið vorum fimm systkinin, þrjár systur og tveir bræður. Yngri bróðir minn, Johan, var stýrimað- ur og dó ungur. Anna giftist mál- aranum Micliael Ancher og var málari eins og haffii. Hún lmgsaði alt í málverkum og málurum. Við Hulda vorum miklu jarðbundnari og gáfum okkur að búskapnum og liótelrekstriiium. Einhverjir verða Jílva að elda mat handa Hstafólk- inu! Veislurnar og inatarlyktin voru ærið viðfangsefni fyrir okkur, svo við máttum aldeir vera að neinu .... Þjer liefðuð átt að koma liingað fyrir svo sem fjörutíu ár- um. Þá var hjer eitthvað að sjá og heyra. Þá þurftu sjómennimir hjer ekki diesilmótora til að kom- ast á sjóinn. Það voru karlar, sem eklci vojgi feimnir við að grípa höndunum til einhvers. Nú eru sjómennirnir okkar svo fínir — þeir spóka sig á götunni með hvite

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.