Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Blaðsíða 6
98 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kappglíma örengja Haraldur Guðmundsson. Á hverjum vetri stendur K. R. fyrir kappglímu drengja á aldr- inum frá 12—17 ára (þeir mega þó ekki vera þyngri en 50 kg.) Á annan í páskum var þessi glíma þreytt og tóku 10 drengir þátt í henni. Sigurvegari varð Haraldur Guðmundsson, sá sem myndin er af. Hann er 15 ára að aldri og vann hann allar glímurnar og hlaut að sigurlaunum hinn fagra skjöld, sem hann er með á brjóst- inu. Skjöldinn gaf Þorgeir .Tónsson < límukappi frá Varmadal. Er |>að farandgripur og var kept um hann í fyrsta skifti í fyrra. Hneykslismól í Stokkhólmi. Geðveik kona þykist vera mil j ónamæringur. Fyrir tveim áxum strauk hún frá sakamHnnahæli og hefir síðan búið rjett hjá lögreglustöðinni. Nýlega komst upp hneykslismál í Stokkhó.mi og er sagan um það á þessa leið: Fvrir tveim árum strauk fimtug kona, Sofie Wilhelmson að nafni, frá sakamannahæli. Hiin var geð- veik, og liigreglan hefir alt af ver- ið að leita að henni síðan. Þegar liún strauk frá hælinu átti hún enga peninga, og föt af skorn- um skamti. Þó tókst henni að kom- ast frá Helsingborg til Stokkhólms, ög=settist þar að hjá góðgjörnum hjónum. Taldi hiin þeim trú um þffð, að hun ætti von á 75.000 dollurum frá Ameríku. Svo keypti hún sjer skrautleg föt „upp á krít“ og skömmu seinna tók hún á leigu skrautlega íbúð, rjett hjá lögreglu- stöðinni. Hjá ýmsum firmum út- vegaði hún sjer dýrindis. húsgögn, forláta gólfdúka, píanó og annað, sem hana langaði í. Enn fremur frkk hún sjer tvo bíla. í fyrra sumar langaði hana ti>! að eignast sumarbústað og keypti þá ,,villu“ skamt frá Stokkhólmi. En nú fóru lánardrottnar hennar að gerast óþolinmóðir — og þá útvegaði Sofie Wilhelmson" sjer málafærslumann. Og þegar lánar- drottnarnir komu til þess að krefja liana um peninga, vísaði hún þeim að eins til málafærslumannsins, og hann huggaði þá með því að þeir ætti ekkert í hættunni. Frúin hefði scgt sjer að þessir 75.000 dollarar væri komnir til Svíþjóðar, en hún hefði lagt þá á banka og biði eftir því að gengið breyttist sjer í hag. Sumir trúðu þessu ekki meir en svo, og þar á meðal var bakari sá, er hún hafði alt af fengið brauð hjá. Hann krafðist þess að hún greiddi eitthvað af skuld sinni. En hvað gerði Sofie Wilhelmson þá? Hún bauðst til að kaupa af honum brauðgerðina og reka hana sjálf. Og þar sem hún bauð hátt verð, Oet bakarinn til leiðast, og átti hún að taka við brauðgerðinni eftir nokkra mánuði, en auðvitað að fá frítt brauð þangað til. Þetta eru að eins fá dæmi af mörgum um það, hvernig hún ljek á menn. Geta má þess og að hún hafði í þjónustu sinni tvær stúlkur og að hún helt stórar veislur og bauð |)angað heldra fólki. En einhvern tíma hlaut þetta að taka enda. Fyrir nokkuru hafði hún farið langferð í bíl, og er heim kom vikli hún auðvitað ekki borga bílinn. Bílstjórinn gerði sjer þá hægt um hönd og fór með hana á lögreglustöðina, enda var ekki nema steinsnar þangað. En þegar l>angað kom. þektist hún undir eins, því að stór mynd af henni var til í lögreglustöðinni. Almenningur hefir hent gaman að þessari sögu, en gestir Sofie 5kókmei5tari IsIanÖ5. Jón Guðmundsson. Skákþingi íslendinga 1932 er ný- lega lokið og eignaðist ísland þá nýjan skákmeistara, Jón Guð- mundsson stud. med. Hann vann 5% tafl. Skákmeistari fyrra árs, Ásmundur Ásgeirsson fekk 3V2 vinning, og eldri skákmeistararnir Eggert Gilfer 3% vinning og Ein- ar Þorvaldsson 2V2 vinning. Wil helmson og lánardrottnar henn ar vilja sem minst um það tala hvernig þeir ljetu hana leika á sig. Skiluís finnanöi. Fyrir skömmu stóð eftirfarandi auglýsing í blaði í Kaupmanna- liöfn: — Sá, sem fann í gær seðlaveski með 100 krónum á leiðinni milli Ráðhústorgsins og Kóngsins Nýja- torgs, ef beðinn að skila því J)egar í stað til eigandans, en nafn- spjald hans var í veskinu. Jeg veit hver finnandinn er. Daginn eftir kom þessi auglýs- ing í sama blaði: — Sá, sem fann seðlaveski með 100 krónum í fyrradag á leiðinni milli Ráðhústorgs og Kóngsins Nýjatorgs, biður eigandann að sækja Jiað til sín, vegna liess að jeg hefi ekki tíma ti-1 að heiinsækja hann, og úr því að hann Jiekkir mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.