Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Side 2
94 tiESBÓK MORGUNBLAÐSINS öllum mögulegum líffærmn og alls staffar finnur liann sýklana. Hann byrjar á því að samia að livar -sem berklar eru, þar eru sýkl- arnir. En lianu lætur sjer ekki nægja það, heldur reynir hann að rækta hreingróður af sýklunum til að geta gert sýkingartilraunir með sýklunum einum. Eftir langa mæðu tekst honum það, enda var það erfitt verk vegna þess hve vand- látir berklasýklarnir eru, því að þeir gera meiri kröfur til lífsins en nokkur sýkill sem menn þektu á þeim tíma, og í öðru lagi þarf að rækta þá svo lengi, því að vöxtur- inn verður ekki sýnilegur fyr en eftir 10—20 daga í mótsetningu við ílesta aðra sýkla sem gefa sýni- legan vöxt eftir einn sólarhring. En Koch komst yíir alla erfiðleika, ræktar hreingróður af sýklunum og sjer hvernig sá gróður er ólíkur Öllum öðrum sýklagróðri sem hann hafði sjeð, þar sem lijer myndast skánir af þuru, hvítleitu hreistri, sem ekkert er annað en berkla- sýklarnir í miljóna- og biljónatali. Með sýklunum einum sýkir hann ýmsar tegundir af dýrum, en hefir alt af eitt eða fleiri ósýkt samanburðardýr með í búrinu hjá þeim sýktu og í þau er dælt vökv- anum sem berklasýklunum er blaiulað i, án þess að nokkurir berklasýklar sje með. Þá er ekki hægt að vjefengja tilraunirnar með því að efnin í vökvanum, en ekki sýklarnir, framkalli sjúkdóminn. Arangurinn af þessum tilraunum verður sá, að öll dýrin sem berkla- sýklum er dælt í, sýkjast af berkla- veiki og mörg drepast, en ekkert at samanburðardyrunum sýkist. ITr ííffærum berklaveiku dýranna ræktar hann svo aftur sýklana og hefir þá óræka sönnun þess að sýklarnir eru orsökin. f erindi sínu getur hann enn fremur um rannsóknir sínar á hrákum tæringarsjúklinga. Þó að allir sje ekki smitandi, þá sje hráki margra slíkra sjúklinga morandi a£ berklasýkluin og rjettilega sjer hann hve áríðandi er að sem best sje girt fyrir hættuna sem stöðugt stafar frá þessum berklauppsprett- um. ■— Hann hefir líka rannsakað berklaveiki í nautgripum og bend- ir á hættnna sein stafað getb. aj: jieim, bæði frá kjöti og mjólk. Maður getur ímyndað sjer hver áhrif þetta hefir haft á lækna- si.mkomuna í Berlín. Flestallir þess ara lækna voru aldir upp við kenn- inguna um að berklaveikin væri e. k. arfgeng úrkynjim, sem engin leið væri að lækna þegar þún einu sinni væri af stað -komin. Hjer er þeim alt í einu sýnt og sannað, að það er lifandi vera sem veldur þessum skæða sjúkdómi, að unt er að forðast sýkinguna, að sjúkdóm- urinn getur lækn^st af sjálfu sjer og ósjálfrátt hefir um leið fæðst vonin um lyf og lækningu á þessari skæðustu plágu mannanna þegar ekki var lengur við ósýnilegan ó- vin að eiga. Hjer gat enginn í móti mællt, því að frá öllu var svo ræki- lega gengið, alt svo þrautreynt og margendurteldð, sýklarnir til sýnis fyrir alla, að engar mótbárur gátu komist að, enda engum óljúft að fá lausn á stærstu ráðgátu berkla- veikinnar. Hrifhingin var líka mik- il yfir þessum sigri læknisfræðinn- ar, svo að elstu læknar muna ekki eftir öðrum eins viðburði í lækna- heiminum og iiefir þó ekki verið tíðindalaust á því sviði síðustu óratugina. Eftir þetta kvöld var baráttan við berklaveikina hafin yfir á nýtt stig, og þó að enn sje llangf' í iand er skylt að minnast þess að aldrei hefir stærra spor verið Stigið á þeirri leið en þetta kvöld fyrir 50 árum. Lyonsueitinga húsin í Lonöon og hinar 30.000 framreiðslustúlk- ur þar. ____ Lyonsveitingahúsin í London eru 260 talsins og þau eru nafnkunn fyrir það hve þar er góður matur og ódýr og þó sjerstaklega fyrir það hvað framreiðsla er þar góð. Þar ganga stúlkur eipgöngu um beina og eru þær alls 30.00Q. Þær ganga allar undir nafninu Níppy. Frá morgni til kvölds eru þær óþreytandi að verða við óskum gestanna, og þær eru jafnvingjarn- íegar og lcurteisar við þann, sem biður um eitt glasmf Íímoitaði og ’þann sem heldúr þar-stórár vyisl- ur. Þar þurfa menu aldrei að bj§a eftir afgreiðsiu. Nippy kemur til gestsins undjr eins og iianh er sestur, og að vörmu spori er ’hún komin með það, sem hann óskar að fá. Þessi veitingahús eiga því að fagna fádæma aðsókn eins og sjá má á eftirfarandi tölum. I einu veitingahúsinu voru 1 fyrra seldar 160 miljónir máltíða. í hverri viku eru seldir 50.000 meiri háttar mið- degisverðir, og á hverjum degi 400.000 bollar af kaffi, og fjórum sinnum íleiri bollar af te. A hverj- um degi eru seldir 2x/2 miljón skamtar af ís og nær 3 miljónir vínarbrauða. Sá heitir major Salmon, sem stjórnar þessum veitingahúsuin og öllu, sem þeim fylgir. Hann hefir mikið álit á sjer fyrir ráðdeild og stjórnsemi. Sjálfur lýsir hann svo þessu mikla fyrirtæki: — Ástæðan til þess að oss geng- ui vel, er mjög einföild. Hún er sú, að hafa ætíð hið. besta á bpð- stólum, selja það ódýrt og fram- reiða það vel. Fyric 40 árum var eklci eitt einasta fjölsótt veitinga- hús í London. Menn urðu að leita til hinna dýru gistihúsa, éf þeir vildu fá sjer góðan mat. Fyrstu tilraun vora gerðum vjer i Olymfria í sambandi við sýningar Barnupis og Bailys. Arið 1894 var fyrsti te- söluturninn opnaður á Piccadilly, en riú eru þeir 250, víðs vegar um London. Vjer höfum stofnað sjer- staka.skóla fyrir framreiðslustúlk- urnar, og nú framleiðum vjer sjálf- ir alt, sem vjer þurfum á að lialda og verðum því ekki varir við snögg ar verðbreytingar. Og gengislækk- un pundsins hefir engin áhrif á verðlag okkar. — — — Stærstu átveislur í heimi hafa verið haldnar hjá Lyons. Árið 1925 gengu 1900 Nippy um beina í Olvmpia Hall, þar sein 8000 frí- múrarar voru saman komnir. Og einu sinni helt Northcliffe lávarð- ur 7000 gestum veislu hjá Lyons. í báðum þessum veislum voru 6 heitir rjettir á borðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.