Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1932, Qupperneq 3
LESBÖK MC RGUNBLAÐSINS 95 nustur á „livulsbak“ d Skallagrími. Eftir Bjcirna Sæmundsson. . ,,Aiistan kaldinn á oss bljes“. Klingelingeling! Það var fónn- inn, sem hringdi kj. 7 að kvöldi 2. maí 1930. „1505“., sagði jeg, um leið og jeg lagði hlustina við og hej'rði liina hreimþýðu og djúpu rödd Guðmundar skipstjóra. ,,Við íorum líðandi miðnættinu“, sagði hann, ,,og verði jeg ekki kominn, veistu, hvar þú átt að halla þjer að“. „Allrjght, ekki skal standa á mjer“, sagði jeg og klukkan 11% var jeg kominn í bíl með alt mitt hafurtask og fjdgdarlið, og eftir að hafa slagað í ýmsar áttir í 2 mínútur, vorúm við komin niður á litlu bryggjuna, þar sem „Skallli“ lá með „dampinn uppi“, ferðbú- inn austur á Hvalsbak, en svo nefna togaramenn nú vanalega öll hin víðáttumildu djúpmið togar- anna fyrir austan Austurliorn. Var „Skalli“ heldur sknggalegur þar sem hann lá þarna í rökkrinu, ljós- laus með ölfcu, en márgs konar dót til farartálma um skipið. En sú var bót í máli, að það stóð svo vel á sjó, að bátadekksbrúnin var ná- kvæmlega jafnhá bryggjubrúninni, svo að bíllinn hefði getað ekið með mig út á skipið, ef pláss hefði ver- ið þar fyrir liann. Þurfti því ekki neina sjerstaka fimi, eða stofna í jer í neinr. háska við að komast um borð, sem hvort tvegg.ja getur verið nauðsynlegt, þegar blásandi stórstraumsfjara er og skipið er r.okkið niður fyrir allar hellur. Dótinu var skotið yfir á skipið; jeg kvaddi fy.gdarliðið og stje hátíð- lcga jHir hyldýpið milli skips og bryggju, yfir í „Skallagrím“ og gat ekki búist við að stíga á fasta grund fvrri én erftir 11—12 daga, en það var nú engin eilífð. Það var sem sagt skuggsýnt um borð og all-ógreiðfær leið „yfir fjallið“, þ. e. áf bátadekkinU, eftir ]>akinu á vjelhúsinu, fram hjá reykháfnum og öskurennunni og upp á brúna; en það var bót í ir.áli, að jeg var nauðakunnugur leiðinni og auk þess alinn upp í Grindavíkurhraununum, hafði svo að segja !ært að ganga í þeim og það segir ekki svo lítið, ef um ó- greiðfærar leiðir er að ræða. Jeg náði í skipsvörðinn, sem hjálpaði mjer ineð dót mitt og lagði svo á ,,fjallið“, og gekk ferð- in slysalaust. Jeg segi ])að ekki til þess að stæra mig, heldur af því, að við næstu burtför skipsins á undan, hafði einn af hinum vön- ustu hásetum farið sömu leið, þeg- ar eins stóð á. en varð fótaskortur á vjelhúsþakinu og fótbrojtnaði, svo að hann varð að hverfa heim aftur og var því ekki með í þessari ferð, og saknaði jeg þar vinar í stað. Það var gamli Gísli. Það var heldur dauf aðkoma þarna, ekki nokkra lifandi hræðu að ^sjá eða heyra á skipinu nema vörðinn. Stýrishúsið var opið, en aðgangurinn að skipstjóraherberg- inu (,,brúnni“) lokaður, og lljet jeg því fyrir berast í stýrishúsinu og var þar gott að vera, því stýris- vjelin hafði fengið svo ríkulegan yl i kroppinn, að hún var vel aflögu- fær og bætti mjer þannig upp ó- næðið, er hún hafði stundum áður bakað mjer, ineð skvaldri sínu og háreysti á nóttunni. Það er svo sem ekkert ..spenn- andi“ niðri við höfnina á þessum tíma dagsins, eða næturinnar, öllu heldur, við afskekta bryggju á mannlausum og ljóslausum ..fiski- dalli“, í skugga af brvggju, sein sjálf er dauflega lýst af raf- magni höfuðstaðarins. 12. tíminn var því lengi að líða og ekkert bar fyrir augun, sem vakti athygli, nema 2—3 mannhræður. sem komu niður á bryggjuna og hurfu aftur jafnharðan; áttu auðsjáanlega lít- ið erindi og ekkert á „Skalla- grím“. Loks sló bæjarklukkan tólf og úr því fór fólkið að tínast að, meðal annars brvtinn, en það var ekki vor góði gamli Hilli, held- ur einhver nýr náungi, sem jeg þekti alls ekki. Hann opnaði að vísu fyrir m.jer hið allra helgasta, en )>á vantaði ljós. Ljósastraumur- inn var ekki kominn á, og Jónas eða aðrir vjelamenn ókomnir. Bryt- inn gat grafið upp eldspýtur ein- hvers staðar aftur í og fekk jeg ])á Ijós, nægilegt til þess að fara að koma mjer fyrir í rúmi skip- stjórans. Samt fór jeg ekki „til köjs“, því að jeg vildi gjarna vet’a npj)i. þegar farið yrði af stað. Skipsmenn drifu nú seni óðast að labbandi með sína svörtu „synda- poka“ á öxlunum, eða sumir — burgeisarnir og hinir flottari, í bílum -og fór nú að lifna við og birta af ljósum. Um eittlevtið koin ..Manden for det Hele“, skipstjór- inn, en hann var ekki hinn síðasti um borð, og klukkan var orðin nærri tvö ,þegar hann skipaði þeim að lejrsa landfestar. Smám saman virtist bryggjan fara af stað — aftur á bak — og á næsta augna- bliki rann „Skalli“ út hafnar- mynnið og hin sofandi höfuðborg fjarlægðist oss meir og meir, eða við hana. Það var nú komin aftureldhig og var það ætlun mín, að doka við uppi til þess að sjá sólaruppkom- una um fjiigur-leytið, en nenti því svo ekki, enda var napur austan- vindur og hæpið, að sólin mundi sjást koma upp. Kaus jeg því að legg.ja mig, en „Skalli“ rann liðugt út flóann, „góður á lensinu“ og átti fyrir sjer að ,,ilensa“ betur áður lyki. Mun jeg hafa sofnað á Bollasviði, og vaknaði ekki fyrri on kl. 7, er við vorum við Reykja- nes og Grindavíkursjórinn hlasti við framundan, hálfúfinn, eins og hann er vanur að vera í „austan- landsv'nningi“, {). e. þegar vindur- inn stendur nieð landinu frá Eyj- "i ■' Reyk.janes, en ])að var ein- raitt be'nt. í nefið á ,.Skalla“, sem i'slað' á móti austansjó og 6 stiga f.i sti og fekk sjer nú ærlegt þrifa bað, eftir dvölina í höfn, þar sem kolarj'k. aska frá eldunum, lýsi og útsalt úr fiskinum legg.jast á eitt til að gera togarann, sem keinur ])veg- irn og sn.vrtilegur af veiðum að einhverju endemi, seni hvergi er komandi nærri, Þegar komið var austur úr Grindavíkrtrsjónum, hafði ágjiifin skolað hann hreinan og flekklausan og gert laug- ardaginn að siinnum laugardegi fyrir skipið og sparað skipshiifn inni mikla fyrirhöfn. Fórum við um innanverðan „Bankann“ um hádegisbil og _var þar nú ekkert a$ sjá. nema fáeinar færevskar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.