Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 357 hans, ætla menn, að fengið hafi yfirlið. En alt í ein streymir blóð út úr munni hans. Hann hnígur niður. Menn fletta einkennisfrakk- anum frá honum. Hægra megin á hálsinu, þar sem aðalblóðæðin ligg- ur, er opið sár og blóðið streymir niður um frakka hans og hægindið 1 vagninum. Hertogfrúin hallast upp að hon- um, eins og hún væri að leita verndar; hún er meðvitundarlaus en ekkert sár sjest þó á henni. Það er ekið til stjórnarráðshúss- ins. Þangað eru þau bæði borin inn í stofu eina við' hlið veislusals- ins, þar sem kampavínið stendur til þess að kólna. Læknarnir kom- ast að raun um, að skotið hefir hitt erkihertogafrúna í kviðinn, og hertoganum er að blæða út. Franc- iskusmunkur veitir báðum synda- aflausn.Skömmu síðar kemur erlti- biskupinn. Stundarfjórðungi síðar en Franz Ferdinand von Osterreich-Este, erfingi Habsborgarkrúnunar liðið lik. Og fáum mínútum seinna fylgir honum í dauðann kona hans Sofía, Chotek greifynja og her- togaynja af Hohenberg, eina manneskjan, sem þessum dula, ein- mana manni þótti vænt um, en ættingjar hans vildu aldrei við- urkenna til fulls. Síðasta orð hans vár um hana og síðustu orð hennar um hann. Enginn skildi þau. Enginn syrgir þau. Einungis börnin heima í Belvedere höllinni gráta. Sfinxinn við rætur Vínar- hæðar brosir. Slíkir viðburðir eru honum ekki nýnæmi! Á meðan þessu fer fram grípur mannfjöldinn morðingjann hönd- um. Hann hefir þegar eftir tilræð- ið gleipt skamt af eitri, en selt því upp aftur. Hann er stúdent, 19 ára að aldri,. Serbi að kyni en Austurríkismaður að þjóðerni. — Nafn hans er Gabriel Princip. Þremur klukkustundum síðar nálgast vjelbátur einn lystiskútu keisarans, „Hohenzollern", sem liggur í Kielarflóa. Keisarinn stendur á þilfarinu í s; 'liðsfor- ingjabúningi og stjórnar kappsigl- ingunni. Til hægri handar sjer hann í fjarska marka fyrir breska flotanum, sem nú í fyrsta skifti um 19 ára skeið', tekur þátt í Kielarkappsiglingunum. Það hafði verið ósk enska flotamálaráðherr- ans Churchills að taka þátt í þeim sjálfur, en það var hindrað á síð- ustu stundu, þegar yfirflotaforingi Þjóðverja v. Tirpitz neitaði blátt áíram ,,að sitja til borðs með' þess- um æfintýramanni.1 ‘ Keisarinn saknaði ekki Englend- ingsins. Hann hafði heyrt nóg um friðarást Englendinga af munni síns eigin sendiherra í London daginn áður. Hinsvegar harmaði liann, að Briand var ekki meðal gestanna. Hann vildi gjarnan tala við þennan fræga Parísarbúa og hafði beðið furstann frá Monaco ao bjóða honum. En hann kom eigi. Hvers vegna? Tortrygnin ríkti hvarvetna í Evrópu. Jafnvel litli maðurinn á Italíu dregur sig í hlje. Er í raun- inni nokkrum öðrum að treysta en gamla keisaranum í Vínarborg? Vjelbáturinn kemur upp að slripshliðinni, það er veifað, en keisarinn vill ekki láta ónáða sig. Það er þó ekki til neins. Fregnin, sem báturinn á að flytja, verður a? komast alla leið. Keisarinn ríf- ur upp umslagið með gremjusvip og les frásögnina um það, sem gerðist í Serajevo fyrir fáeinum klukkustundum. Hann bítur á vörina og tautar fyrir munni sjer: „Nú get jeg byrjað' á nýjan leik.“ Það er hætt við kappsiglinguna. Kielarvikan er liðin. Keisarinn gengur fram og aftur um þilfarið þögull og hugsandi. Hann sendir símskeyti: „Fregnin um þetta sví- virðilega og ægilega inorð fær mjög á mig .. ..“ Hvernig liggur í þessu. og Jiver ber ábyrgðina á þessum hræðliega sorgarleik? Þannig spyrja allir. Það koma fyrir undarlegir hlut- ir og jafnvel ennþá undarlegri hlutir koma ekki fyrir. Líkrann- sóknin og líksýningin stendur yfir örfáa daga, og fer frain með furðu- mikilli leynd. Hvern á að fela? Hvað verður gert við Potierik, landstjórann, sem hafði ábyrgst, að hertogahjónunum væri með öllu óhætt og setti einungis upp gremjusvip þegar fyrsta kúlan sprakk ? Allir virðast koma sjer saman að hilma yíir á sinn liátt. Ábyrgð- inni, hatrinu og kröfunni uin liefnd skal beint gegn Serbum, því að ef ekki vill betur bera þeir einn fyrir alla og allir fyrir einn ábyrgðina á inorðinu. Bara að tak- ast. inætti að rekja upptökin til Belgrad! Það vona Vínarbúar. — Bara að serbneslvur ráðherra væri við málið riðinn! Þá væri þeir komnir í gildruna. Frá utanríkisráðuneytinu í Vín er sjerstakur maður, Wiesner að nafni, sendur til þess að rannsaka málið og safna gögnum gegn Serb- um. Hann leitar og leitar, en af því að hann er heiðarlegur maður verður skýrsla hans eftir hálfs- mánaðar rannsókn á þessa leið: Það hafa ekki fundist nein grun- samleg skjöl hjá serbnesku stjórn- inni í Bosníu og mjög lítilsverð gögn af því tæi hjá serbneskum fjelögum. Það er ómögulegt að færa nokkrar sönnur á, að serb- neska stjórnin hafi staðið fyrir tilræðinu, og það er meira að segja beinlínis ótriilegt. Það er jafnvel óJ.leift að Sanna, að ritarinu í fje- lagi serbneskra frelsisvina, Nar- odna Odbrana, sje nokkuð við málið riðinn. Að lokum er þess að geta, að þótt sprengjan sje gerð í serbneskri skotfæraverksmiðju, eru þeir möguleikar fyrir hendi, a? henni hafi verið stolið fyrir löngu af óregluleguin hersveitum. Skýrslan end^r svo: Einu menn- irnir, sem sýnt er, að draga má til ábyrgðar fyrir þetta verk, eru austurríksku lardamæraverðirnir. Við yfirheyrslu tilræðismann- aiina kemur það ótvírætt fram, að það er Gabrinovitsj, sem myndað hefir samsærið með Princip og tveimur öðrum ungum mönnum. Það var hann, xein sýndi hinum, hvernig þeir skyldu fara að og hann var sá, sem smyglaði vopn- unum inn. Erkihertoginn kom á ht'lgum degi, sama degi, sem verj- endur föðurlandsins höfðu verið 1 öggnir niður af Tyrkjum fyrir mörgum öldum og sama degi, sem serbneska þjóðhetjan Milosj Obi- litj myrti Murad hinn sigursæla. Og samsærismönnunum gelist hug- i. við því, að verða frelsishetjur þjóðar sinnar, nýr Milosj.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.